Segir óásættanlegt ef ríkisstjórnin fórnar heimilunum á blóðugu altari verðtryggingarinnar Árni Sæberg skrifar 8. júní 2022 21:01 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Flokks fólksins spyr ríkisstjórn Íslands að því hver græði og hver tapi ef þúsundir missa heimili sín eins og eftir fjármálahrunið árið 2018. Hún segir verðbólgudrauginn kominn á stjá og að stefni í óefni á húsnæðismarkaði. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins gerði stöðu mála á húsnæðismarkaði að umræðu efni sínu í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. Hún gagnrýndi harðlega að hér á landi væru lán og leiga tengd við vísitölu neysluverðs og sagði það ástæðu þess að Ísland sé eitt meðal landa sem við viljum bera okkur saman við þar sem aukin verðbólga hafi hækkað húsnæðiskostnað. „Fjölmörg heimili ráða ekki við vaxtahækkanir húsnæðislána ofan á aðrar verðhækkanir. Það er algjörlega óásættanlegt ef ríkisstjórnin fórnar heimilunum enn og aftur á blóðugu altari verðtryggingarinnar eða í gin hækkandi vaxta vegna stjórnlausrar verðbólgu,“ sagði Ásthildur Lóa. Ræðu Ásthildar Lóu má lesa í heild sinni hér að neðan: Virðulegi forseti, Verðbólgudraugurinn er kominn á stjá og það logar allt stafnanna á milli um alla Evrópu. Staðan er alvarleg og útlit fyrir að hún versni enn. Munurinn er hins vegar að verðbólgan hefur lítil sem engin áhrif á húsnæðiskostnað heimilanna í þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Íslendingar eru í algjöri sérstöðu hvað það varðar vegna þess að við tengjum lán og leigu við vísitölu neysluverðs. Þetta munar öllu. ÖLLU! Seðlabankar úti í heimi hafa frekar lækkað vexti en hækkað og ef þeir hafa hækkað, þá er það gert af mikilli varúð. En á Íslandi er þvert á móti ráðist gegn verðbólgunni með því að hækka verulega húsnæðiskostnað heimila og fyrirtækja sem gerir lítið annað en að auka verulega á erfiðleikana sem voru þó nægir fyrir. Fjölmörg heimili ráða ekki við vaxtahækkanir húsnæðislána ofan á aðrar verðhækkanir. Það er algjörlega óásættanlegt ef ríkisstjórnin fórnar heimilunum enn og aftur á blóðugu altari verðtryggingarinnar eða í gin hækkandi vaxta vegna stjórnlausrar verðbólgu. Staðan er grafalvarleg en í svörum fjármálaráðherra við fyrirspurnum mínum um þessi mál verður honum tíðrætt um „góða stöðu heimilanna“ og að „eiginfjárstaða“ þeirra hafa aldrei verið betri. Það sem ég hef reynt að koma til skila til hæstvirts ráðherra, en ekki tekist, er að bætt eiginfjárstaða sem stafar af hækkun fasteignamats en ekki því að skuldir heimilanna hafi lækkað, er ekki merki um neitt annað en stjórnlausan húsnæðismarkað. Í október verða 14 ár frá bankahruninu. Í kjölfar þess misstu 10.000 fjölskyldur heimili sín á nauðungarsölum auk þess sem að minnsta kosti 5.000 í viðbót misstu heimili sín vegna einhvers konar nauðasamninga við kröfuhafa. Hrunið sjálft tók ekki langan tíma en aðförin að heimilunum náði yfir mörg ár, lengur en þeir sem sluppu gera sér grein fyrir. Sjálf komst ég ekki í höfn með mitt heimili fyrr en í nóvember 2019 eftir hatramma og erfiða baráttu öll árin á undan. Sárin eru því enn til staðar og alls ekki gróið um heilt. Hluti þessa hóps hefur sem betur fer séð til sólar á ný og jafnvel náð að kaupa sér húsnæði en hjá mörgum þeirra er staðan viðkvæm. Stór hluti þeirra sem fastur er á leigumarkaði í dag er þar vegna þess að heimili þeirra voru hirt af þeim í hruninu. Þeir eru líka ófáir, og suma veit ég persónulega um, sem hreinlega misstu heilsuna vegna álagsins sem þessu fylgdi. Það var eins og mótstöðuafl þeirra hryndi og margt af þessu fólki eru öryrkjar í dag. Núna er verið að blóðmjólka heimilin á ný og fjölmörg þeirra eru orðin blóðlítil og veik. Hvaða áhrif mun það hafa á hagkerfið til langframa? Fyrir hvern er stöðugleikinn ef ekki fyrir heimilin? Já, að minnsta kosti 15.000 fjölskyldur misstu heimili sín eftir síðasta hrun. Mörg þeirra lentu í höndum gírugra leigufélaga fyrir slikk - slikk sem viðkomandi fjölskyldur hefðu jafnvel sjálfar getað staðið undir ef þær hefðu fengið kost á því. Hvert eiga fjölskyldur á leigumarkaði að fara ef þær standa ekki undir leigu sem nú þegar er yfir 50% af ráðstöfunartekjum, jafnvel allt upp í 70%? Við verðum að koma í veg fyrir að það sem gerðist eftir hrun gerist aftur, en það mun gerast, verði haldið áfram á þeirri braut að auka álögur á heimilin með auknum húsnæðiskostnaði. Það þarf engan snilling til að sjá það og það er hreint og klárt ábyrgðarleysi hjá Ríkisstjórninni að ætla að vísa fólki í hendur kröfuhafanna. Við vitum öll hvaða aðferðum þeir hafa beitt heimilin. Þar ræður ofar öllu sjónarmiðið að hámarka hagnað fyrir hluthafana og þá mega réttindi neytenda sín lítils. Núna flýtur ríkisstjórnin sofandi að feigðarósi og hunsar áfallið sem blasir við fólki með meðaltekjur eða minna. Heimilið er miðja tilveru okkar. Ramminn utan um líf okkar og skjólið sem við leitum athvarfs í þegar á reynir. Öryggi okkar byggir á því. Ég veit hvernig það er að búa við stöðuga ógn um að vera svipt því öryggi sem heimilið veitir og missa það að lokum af ástæðum sem ég hafði enga stjórn á og gat ekkert gert í. Ég óska engum þess að upplifa það og hef reyndar ásett mér að koma í veg fyrir að nokkuð þessu líkt komi aftur fyrir á Íslandi; að heimilunum sé aldrei aftur fórnað fyrir fjármálakerfið. En það er við rammann reip að draga þegar ekki er einu sinni hægt að koma ríkisstjórninni í skilning um að peningarnir fyrir þeim álögum sem nú er verið að leggja á heimilin, eru hreinlega ekki til. En hver tapar og hver græðir ef þúsundir missa heimili sín eins og eftir síðasta hrun? ·Bankarnir munu græða og gera alla sína fjárfesta voðalega ríka og glaða. ·Fjölskyldur munu tapa og fjölmargar standa uppi heimilislausar með tilheyrandi afleiðingum. ·Leigufélög munu væntanlega fá íbúðir þessara fjölskyldna á „sérstökum kjörum“ til að leigja þeim aftur. Leigufélög og „fjárfestar“ myndu græða. ·Þjóðfélagið mun tapa, því hvert á allt þetta fólk að fara? Það verður á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga að tryggja þeim þak yfir höfuðið, á meðan hrægammarnir telja peningana. Við munum þurfa að finna alls konar, á stundum kostnaðarsamar, „lausnir“ og „félagslega pakka“ fyrir fórnarlömbin. ·Fjölskyldur og einstaklingar yrðu niðurbrotnar og í sárum sem erfitt er að vinna sig upp úr. Skaði þeirra væri mikill, bæði fjárhagslegur og persónulegur. Er þetta þjóðfélagið sem við viljum þegar loksins sér til sólar? Eða viljum við gera þetta öðruvísi í þetta sinn? En hver tapar og hver græðir ef engin missir heimili sitt í því ástandi sem nú er? ·Bankarnir munu ekki tapa en sjálfsagt ekki græða jafn mikið og annars og hvað er að því? ·Fjölskyldur munu halda heimilum sínum og geta komið sér aftur á fætur þrátt fyrir tímabundna erfiðleika og væru í öruggu skjóli á meðan. ·Leigufélög munu halda því sem þau þegar eru með, en ekki fá meira á silfurfati, sem er gott. ·Þjóðfélagið mun græða, því færri munu þurfa á félagslegri aðstoð að halda og færri munu veikjast vegna álagssjúkdóma. ·Börn munu „græða“ á stöðugleikanum sem felst í öruggu heimili, en það er ekki hægt að setja verðmiða á öryggi og vellíðan barna. Í grunninn á það sama við um fyrirtækin. Ef þau eða starfsemi þeirra færist á færri hendur gætum við horft fram á aukið atvinnuleysi og erfiðleika, sem einnig munu kosta þjóðfélagið mikla fjármuni. Ég bið ráðherra ríkisstjórnarinnar um að endurskoða þá vegferð sem þeir eru á og að minnsta kosti gefa heimilunum þá fullvissu að engin muni missa heimili sitt vegna þeirra tímabundnu erfiðleika sem við nú göngum í gegnum. Slík fullvissa myndi skipta öllu fyrir fjölskyldur sem eiga undir högg að sækja í því ástandi sem nú er og létta af þeim gríðarlega miklum áhyggjum og álagi. Ef hins vegar markmiðið er að verja fjármálafyrirtækin og fjárfestana með öllum ráðum, er voðinn vís og þá verður langt þangað til að það birtir aftur á Íslandi. Flokkur fólksins Alþingi Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins gerði stöðu mála á húsnæðismarkaði að umræðu efni sínu í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. Hún gagnrýndi harðlega að hér á landi væru lán og leiga tengd við vísitölu neysluverðs og sagði það ástæðu þess að Ísland sé eitt meðal landa sem við viljum bera okkur saman við þar sem aukin verðbólga hafi hækkað húsnæðiskostnað. „Fjölmörg heimili ráða ekki við vaxtahækkanir húsnæðislána ofan á aðrar verðhækkanir. Það er algjörlega óásættanlegt ef ríkisstjórnin fórnar heimilunum enn og aftur á blóðugu altari verðtryggingarinnar eða í gin hækkandi vaxta vegna stjórnlausrar verðbólgu,“ sagði Ásthildur Lóa. Ræðu Ásthildar Lóu má lesa í heild sinni hér að neðan: Virðulegi forseti, Verðbólgudraugurinn er kominn á stjá og það logar allt stafnanna á milli um alla Evrópu. Staðan er alvarleg og útlit fyrir að hún versni enn. Munurinn er hins vegar að verðbólgan hefur lítil sem engin áhrif á húsnæðiskostnað heimilanna í þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Íslendingar eru í algjöri sérstöðu hvað það varðar vegna þess að við tengjum lán og leigu við vísitölu neysluverðs. Þetta munar öllu. ÖLLU! Seðlabankar úti í heimi hafa frekar lækkað vexti en hækkað og ef þeir hafa hækkað, þá er það gert af mikilli varúð. En á Íslandi er þvert á móti ráðist gegn verðbólgunni með því að hækka verulega húsnæðiskostnað heimila og fyrirtækja sem gerir lítið annað en að auka verulega á erfiðleikana sem voru þó nægir fyrir. Fjölmörg heimili ráða ekki við vaxtahækkanir húsnæðislána ofan á aðrar verðhækkanir. Það er algjörlega óásættanlegt ef ríkisstjórnin fórnar heimilunum enn og aftur á blóðugu altari verðtryggingarinnar eða í gin hækkandi vaxta vegna stjórnlausrar verðbólgu. Staðan er grafalvarleg en í svörum fjármálaráðherra við fyrirspurnum mínum um þessi mál verður honum tíðrætt um „góða stöðu heimilanna“ og að „eiginfjárstaða“ þeirra hafa aldrei verið betri. Það sem ég hef reynt að koma til skila til hæstvirts ráðherra, en ekki tekist, er að bætt eiginfjárstaða sem stafar af hækkun fasteignamats en ekki því að skuldir heimilanna hafi lækkað, er ekki merki um neitt annað en stjórnlausan húsnæðismarkað. Í október verða 14 ár frá bankahruninu. Í kjölfar þess misstu 10.000 fjölskyldur heimili sín á nauðungarsölum auk þess sem að minnsta kosti 5.000 í viðbót misstu heimili sín vegna einhvers konar nauðasamninga við kröfuhafa. Hrunið sjálft tók ekki langan tíma en aðförin að heimilunum náði yfir mörg ár, lengur en þeir sem sluppu gera sér grein fyrir. Sjálf komst ég ekki í höfn með mitt heimili fyrr en í nóvember 2019 eftir hatramma og erfiða baráttu öll árin á undan. Sárin eru því enn til staðar og alls ekki gróið um heilt. Hluti þessa hóps hefur sem betur fer séð til sólar á ný og jafnvel náð að kaupa sér húsnæði en hjá mörgum þeirra er staðan viðkvæm. Stór hluti þeirra sem fastur er á leigumarkaði í dag er þar vegna þess að heimili þeirra voru hirt af þeim í hruninu. Þeir eru líka ófáir, og suma veit ég persónulega um, sem hreinlega misstu heilsuna vegna álagsins sem þessu fylgdi. Það var eins og mótstöðuafl þeirra hryndi og margt af þessu fólki eru öryrkjar í dag. Núna er verið að blóðmjólka heimilin á ný og fjölmörg þeirra eru orðin blóðlítil og veik. Hvaða áhrif mun það hafa á hagkerfið til langframa? Fyrir hvern er stöðugleikinn ef ekki fyrir heimilin? Já, að minnsta kosti 15.000 fjölskyldur misstu heimili sín eftir síðasta hrun. Mörg þeirra lentu í höndum gírugra leigufélaga fyrir slikk - slikk sem viðkomandi fjölskyldur hefðu jafnvel sjálfar getað staðið undir ef þær hefðu fengið kost á því. Hvert eiga fjölskyldur á leigumarkaði að fara ef þær standa ekki undir leigu sem nú þegar er yfir 50% af ráðstöfunartekjum, jafnvel allt upp í 70%? Við verðum að koma í veg fyrir að það sem gerðist eftir hrun gerist aftur, en það mun gerast, verði haldið áfram á þeirri braut að auka álögur á heimilin með auknum húsnæðiskostnaði. Það þarf engan snilling til að sjá það og það er hreint og klárt ábyrgðarleysi hjá Ríkisstjórninni að ætla að vísa fólki í hendur kröfuhafanna. Við vitum öll hvaða aðferðum þeir hafa beitt heimilin. Þar ræður ofar öllu sjónarmiðið að hámarka hagnað fyrir hluthafana og þá mega réttindi neytenda sín lítils. Núna flýtur ríkisstjórnin sofandi að feigðarósi og hunsar áfallið sem blasir við fólki með meðaltekjur eða minna. Heimilið er miðja tilveru okkar. Ramminn utan um líf okkar og skjólið sem við leitum athvarfs í þegar á reynir. Öryggi okkar byggir á því. Ég veit hvernig það er að búa við stöðuga ógn um að vera svipt því öryggi sem heimilið veitir og missa það að lokum af ástæðum sem ég hafði enga stjórn á og gat ekkert gert í. Ég óska engum þess að upplifa það og hef reyndar ásett mér að koma í veg fyrir að nokkuð þessu líkt komi aftur fyrir á Íslandi; að heimilunum sé aldrei aftur fórnað fyrir fjármálakerfið. En það er við rammann reip að draga þegar ekki er einu sinni hægt að koma ríkisstjórninni í skilning um að peningarnir fyrir þeim álögum sem nú er verið að leggja á heimilin, eru hreinlega ekki til. En hver tapar og hver græðir ef þúsundir missa heimili sín eins og eftir síðasta hrun? ·Bankarnir munu græða og gera alla sína fjárfesta voðalega ríka og glaða. ·Fjölskyldur munu tapa og fjölmargar standa uppi heimilislausar með tilheyrandi afleiðingum. ·Leigufélög munu væntanlega fá íbúðir þessara fjölskyldna á „sérstökum kjörum“ til að leigja þeim aftur. Leigufélög og „fjárfestar“ myndu græða. ·Þjóðfélagið mun tapa, því hvert á allt þetta fólk að fara? Það verður á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga að tryggja þeim þak yfir höfuðið, á meðan hrægammarnir telja peningana. Við munum þurfa að finna alls konar, á stundum kostnaðarsamar, „lausnir“ og „félagslega pakka“ fyrir fórnarlömbin. ·Fjölskyldur og einstaklingar yrðu niðurbrotnar og í sárum sem erfitt er að vinna sig upp úr. Skaði þeirra væri mikill, bæði fjárhagslegur og persónulegur. Er þetta þjóðfélagið sem við viljum þegar loksins sér til sólar? Eða viljum við gera þetta öðruvísi í þetta sinn? En hver tapar og hver græðir ef engin missir heimili sitt í því ástandi sem nú er? ·Bankarnir munu ekki tapa en sjálfsagt ekki græða jafn mikið og annars og hvað er að því? ·Fjölskyldur munu halda heimilum sínum og geta komið sér aftur á fætur þrátt fyrir tímabundna erfiðleika og væru í öruggu skjóli á meðan. ·Leigufélög munu halda því sem þau þegar eru með, en ekki fá meira á silfurfati, sem er gott. ·Þjóðfélagið mun græða, því færri munu þurfa á félagslegri aðstoð að halda og færri munu veikjast vegna álagssjúkdóma. ·Börn munu „græða“ á stöðugleikanum sem felst í öruggu heimili, en það er ekki hægt að setja verðmiða á öryggi og vellíðan barna. Í grunninn á það sama við um fyrirtækin. Ef þau eða starfsemi þeirra færist á færri hendur gætum við horft fram á aukið atvinnuleysi og erfiðleika, sem einnig munu kosta þjóðfélagið mikla fjármuni. Ég bið ráðherra ríkisstjórnarinnar um að endurskoða þá vegferð sem þeir eru á og að minnsta kosti gefa heimilunum þá fullvissu að engin muni missa heimili sitt vegna þeirra tímabundnu erfiðleika sem við nú göngum í gegnum. Slík fullvissa myndi skipta öllu fyrir fjölskyldur sem eiga undir högg að sækja í því ástandi sem nú er og létta af þeim gríðarlega miklum áhyggjum og álagi. Ef hins vegar markmiðið er að verja fjármálafyrirtækin og fjárfestana með öllum ráðum, er voðinn vís og þá verður langt þangað til að það birtir aftur á Íslandi.
Virðulegi forseti, Verðbólgudraugurinn er kominn á stjá og það logar allt stafnanna á milli um alla Evrópu. Staðan er alvarleg og útlit fyrir að hún versni enn. Munurinn er hins vegar að verðbólgan hefur lítil sem engin áhrif á húsnæðiskostnað heimilanna í þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Íslendingar eru í algjöri sérstöðu hvað það varðar vegna þess að við tengjum lán og leigu við vísitölu neysluverðs. Þetta munar öllu. ÖLLU! Seðlabankar úti í heimi hafa frekar lækkað vexti en hækkað og ef þeir hafa hækkað, þá er það gert af mikilli varúð. En á Íslandi er þvert á móti ráðist gegn verðbólgunni með því að hækka verulega húsnæðiskostnað heimila og fyrirtækja sem gerir lítið annað en að auka verulega á erfiðleikana sem voru þó nægir fyrir. Fjölmörg heimili ráða ekki við vaxtahækkanir húsnæðislána ofan á aðrar verðhækkanir. Það er algjörlega óásættanlegt ef ríkisstjórnin fórnar heimilunum enn og aftur á blóðugu altari verðtryggingarinnar eða í gin hækkandi vaxta vegna stjórnlausrar verðbólgu. Staðan er grafalvarleg en í svörum fjármálaráðherra við fyrirspurnum mínum um þessi mál verður honum tíðrætt um „góða stöðu heimilanna“ og að „eiginfjárstaða“ þeirra hafa aldrei verið betri. Það sem ég hef reynt að koma til skila til hæstvirts ráðherra, en ekki tekist, er að bætt eiginfjárstaða sem stafar af hækkun fasteignamats en ekki því að skuldir heimilanna hafi lækkað, er ekki merki um neitt annað en stjórnlausan húsnæðismarkað. Í október verða 14 ár frá bankahruninu. Í kjölfar þess misstu 10.000 fjölskyldur heimili sín á nauðungarsölum auk þess sem að minnsta kosti 5.000 í viðbót misstu heimili sín vegna einhvers konar nauðasamninga við kröfuhafa. Hrunið sjálft tók ekki langan tíma en aðförin að heimilunum náði yfir mörg ár, lengur en þeir sem sluppu gera sér grein fyrir. Sjálf komst ég ekki í höfn með mitt heimili fyrr en í nóvember 2019 eftir hatramma og erfiða baráttu öll árin á undan. Sárin eru því enn til staðar og alls ekki gróið um heilt. Hluti þessa hóps hefur sem betur fer séð til sólar á ný og jafnvel náð að kaupa sér húsnæði en hjá mörgum þeirra er staðan viðkvæm. Stór hluti þeirra sem fastur er á leigumarkaði í dag er þar vegna þess að heimili þeirra voru hirt af þeim í hruninu. Þeir eru líka ófáir, og suma veit ég persónulega um, sem hreinlega misstu heilsuna vegna álagsins sem þessu fylgdi. Það var eins og mótstöðuafl þeirra hryndi og margt af þessu fólki eru öryrkjar í dag. Núna er verið að blóðmjólka heimilin á ný og fjölmörg þeirra eru orðin blóðlítil og veik. Hvaða áhrif mun það hafa á hagkerfið til langframa? Fyrir hvern er stöðugleikinn ef ekki fyrir heimilin? Já, að minnsta kosti 15.000 fjölskyldur misstu heimili sín eftir síðasta hrun. Mörg þeirra lentu í höndum gírugra leigufélaga fyrir slikk - slikk sem viðkomandi fjölskyldur hefðu jafnvel sjálfar getað staðið undir ef þær hefðu fengið kost á því. Hvert eiga fjölskyldur á leigumarkaði að fara ef þær standa ekki undir leigu sem nú þegar er yfir 50% af ráðstöfunartekjum, jafnvel allt upp í 70%? Við verðum að koma í veg fyrir að það sem gerðist eftir hrun gerist aftur, en það mun gerast, verði haldið áfram á þeirri braut að auka álögur á heimilin með auknum húsnæðiskostnaði. Það þarf engan snilling til að sjá það og það er hreint og klárt ábyrgðarleysi hjá Ríkisstjórninni að ætla að vísa fólki í hendur kröfuhafanna. Við vitum öll hvaða aðferðum þeir hafa beitt heimilin. Þar ræður ofar öllu sjónarmiðið að hámarka hagnað fyrir hluthafana og þá mega réttindi neytenda sín lítils. Núna flýtur ríkisstjórnin sofandi að feigðarósi og hunsar áfallið sem blasir við fólki með meðaltekjur eða minna. Heimilið er miðja tilveru okkar. Ramminn utan um líf okkar og skjólið sem við leitum athvarfs í þegar á reynir. Öryggi okkar byggir á því. Ég veit hvernig það er að búa við stöðuga ógn um að vera svipt því öryggi sem heimilið veitir og missa það að lokum af ástæðum sem ég hafði enga stjórn á og gat ekkert gert í. Ég óska engum þess að upplifa það og hef reyndar ásett mér að koma í veg fyrir að nokkuð þessu líkt komi aftur fyrir á Íslandi; að heimilunum sé aldrei aftur fórnað fyrir fjármálakerfið. En það er við rammann reip að draga þegar ekki er einu sinni hægt að koma ríkisstjórninni í skilning um að peningarnir fyrir þeim álögum sem nú er verið að leggja á heimilin, eru hreinlega ekki til. En hver tapar og hver græðir ef þúsundir missa heimili sín eins og eftir síðasta hrun? ·Bankarnir munu græða og gera alla sína fjárfesta voðalega ríka og glaða. ·Fjölskyldur munu tapa og fjölmargar standa uppi heimilislausar með tilheyrandi afleiðingum. ·Leigufélög munu væntanlega fá íbúðir þessara fjölskyldna á „sérstökum kjörum“ til að leigja þeim aftur. Leigufélög og „fjárfestar“ myndu græða. ·Þjóðfélagið mun tapa, því hvert á allt þetta fólk að fara? Það verður á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga að tryggja þeim þak yfir höfuðið, á meðan hrægammarnir telja peningana. Við munum þurfa að finna alls konar, á stundum kostnaðarsamar, „lausnir“ og „félagslega pakka“ fyrir fórnarlömbin. ·Fjölskyldur og einstaklingar yrðu niðurbrotnar og í sárum sem erfitt er að vinna sig upp úr. Skaði þeirra væri mikill, bæði fjárhagslegur og persónulegur. Er þetta þjóðfélagið sem við viljum þegar loksins sér til sólar? Eða viljum við gera þetta öðruvísi í þetta sinn? En hver tapar og hver græðir ef engin missir heimili sitt í því ástandi sem nú er? ·Bankarnir munu ekki tapa en sjálfsagt ekki græða jafn mikið og annars og hvað er að því? ·Fjölskyldur munu halda heimilum sínum og geta komið sér aftur á fætur þrátt fyrir tímabundna erfiðleika og væru í öruggu skjóli á meðan. ·Leigufélög munu halda því sem þau þegar eru með, en ekki fá meira á silfurfati, sem er gott. ·Þjóðfélagið mun græða, því færri munu þurfa á félagslegri aðstoð að halda og færri munu veikjast vegna álagssjúkdóma. ·Börn munu „græða“ á stöðugleikanum sem felst í öruggu heimili, en það er ekki hægt að setja verðmiða á öryggi og vellíðan barna. Í grunninn á það sama við um fyrirtækin. Ef þau eða starfsemi þeirra færist á færri hendur gætum við horft fram á aukið atvinnuleysi og erfiðleika, sem einnig munu kosta þjóðfélagið mikla fjármuni. Ég bið ráðherra ríkisstjórnarinnar um að endurskoða þá vegferð sem þeir eru á og að minnsta kosti gefa heimilunum þá fullvissu að engin muni missa heimili sitt vegna þeirra tímabundnu erfiðleika sem við nú göngum í gegnum. Slík fullvissa myndi skipta öllu fyrir fjölskyldur sem eiga undir högg að sækja í því ástandi sem nú er og létta af þeim gríðarlega miklum áhyggjum og álagi. Ef hins vegar markmiðið er að verja fjármálafyrirtækin og fjárfestana með öllum ráðum, er voðinn vís og þá verður langt þangað til að það birtir aftur á Íslandi.
Flokkur fólksins Alþingi Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira