Hælspyrnuhetjan og fleiri um markið ótrúlega: Ég get ekki útskýrt hvað gerðist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2022 09:30 Alessia Russo fagnar hér markinu sínu í gær. Getty/James Gill Ensku ljónynjurnar eru á góðri leið með að vinna langþráðan titil fyrir enska landsliðið í knattspyrnu en þær unnu frábæran 4-0 sigur á Svíum í undanúrslitaleik Evrópumótsins í gær. Af þessum fjórum mörkum eru auðvitað flestir að tala um þriðja markið sem varamaðurinn Alessia Russo skoraði með eftirminnilegri hælspyrnu. Russo hefur skorað fjögur mörk á mótinu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og það er ekki oft sem ein af stjörnum stórmóts sé leikmaður sem kemst ekki í byrjunarlið. Alessia Russo og fleiri leikmenn enska liðsins voru spurðar út í þetta magnaða mark eftir leikinn. Váááá! Russo með ótrúlegt mark. Hællinn var það! Englendingar komnir í 3-0 og Russo með sitt fjórða mark á mótinu - öll af bekknum pic.twitter.com/hgnhUmYVdy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 26, 2022 „Eftir að ég hafði klúðrað dauðafærinu þá hugsaði ég: Ég verð að gera eitthvað í þessu. Hælspyrnan var fljótasta leiðin til að koma boltanum í markið. Þetta féll vel fyrir mig og ég hafði heppnina með mér því boltinn fór í markið,“ sagði Alessia Russo sjálf og bætti við: „Ég get ekki útskýrt hvað gerðist á þessum tímapunkti. Ég hugsaði bara ég verð að reyna að skjóta og boltinn fór inn. Ég var ánægð með það,“ sagði Russo. „Svakalegt. Ég var auðvitað hoppandi eins og allar hinar því þetta var bara ótrúlegt. Ég er svo stolt af henni og ferðalaginu hennar. Hún mun bara verða betri og betri. Það eru svo mikil forréttindi fyrir mig að vera í þessum hóp með alla hæfileikaríku leikmennina sem við höfum og Alessia hefur verið stórkostlegt,“ sagði Ellen White, sem Russo leysti af hólmi í gær. „Dónalegt, já mjög dónalegt. Ég man eftir því að hafa öskrað á hana því hún átti að skora úr fyrra færinu en svo bætti hún fyrir það með þessu. Hrós á hana því hún hefur átt ótrúlegt mót. Ég held að hún sé með klikkaða tölfræði yfir það hversu mörg mörk og stoðsendingar hún býr til á mínútu spilaðar en hún hefur átt ótrúlegt mót,“ sagði Georgia Stanway. Hér fyrir neðan má sjá hvað þær og fleiri höfðu að segja um hælspyrnumarkið eftirminnilega. Klippa: Markið hjá Alessiu Russo EM 2022 í Englandi Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Af þessum fjórum mörkum eru auðvitað flestir að tala um þriðja markið sem varamaðurinn Alessia Russo skoraði með eftirminnilegri hælspyrnu. Russo hefur skorað fjögur mörk á mótinu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og það er ekki oft sem ein af stjörnum stórmóts sé leikmaður sem kemst ekki í byrjunarlið. Alessia Russo og fleiri leikmenn enska liðsins voru spurðar út í þetta magnaða mark eftir leikinn. Váááá! Russo með ótrúlegt mark. Hællinn var það! Englendingar komnir í 3-0 og Russo með sitt fjórða mark á mótinu - öll af bekknum pic.twitter.com/hgnhUmYVdy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 26, 2022 „Eftir að ég hafði klúðrað dauðafærinu þá hugsaði ég: Ég verð að gera eitthvað í þessu. Hælspyrnan var fljótasta leiðin til að koma boltanum í markið. Þetta féll vel fyrir mig og ég hafði heppnina með mér því boltinn fór í markið,“ sagði Alessia Russo sjálf og bætti við: „Ég get ekki útskýrt hvað gerðist á þessum tímapunkti. Ég hugsaði bara ég verð að reyna að skjóta og boltinn fór inn. Ég var ánægð með það,“ sagði Russo. „Svakalegt. Ég var auðvitað hoppandi eins og allar hinar því þetta var bara ótrúlegt. Ég er svo stolt af henni og ferðalaginu hennar. Hún mun bara verða betri og betri. Það eru svo mikil forréttindi fyrir mig að vera í þessum hóp með alla hæfileikaríku leikmennina sem við höfum og Alessia hefur verið stórkostlegt,“ sagði Ellen White, sem Russo leysti af hólmi í gær. „Dónalegt, já mjög dónalegt. Ég man eftir því að hafa öskrað á hana því hún átti að skora úr fyrra færinu en svo bætti hún fyrir það með þessu. Hrós á hana því hún hefur átt ótrúlegt mót. Ég held að hún sé með klikkaða tölfræði yfir það hversu mörg mörk og stoðsendingar hún býr til á mínútu spilaðar en hún hefur átt ótrúlegt mót,“ sagði Georgia Stanway. Hér fyrir neðan má sjá hvað þær og fleiri höfðu að segja um hælspyrnumarkið eftirminnilega. Klippa: Markið hjá Alessiu Russo
EM 2022 í Englandi Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira