Bjarni staðfestir að hann sækist eftir endurkjöri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2022 13:51 Bjarni Benediktsson tók við embætti formanns Sjálfstæðisflokksins árið 2009. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, hefur staðfest að hann muni sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á landsfundi hans í nóvember. Þetta kemur fram í frétt RÚV þar sem haft er eftir Bjarna að hann vilji nýta tímann vel á meðan hann er í stjórnmálum. „Ég lít þannig á að við séum bara að hefja kjörtímabilið og mér finnst ekkert annað eðlilegt en að ég haldi mínu striki og þess vegna í nóvember mun ég gefa kost á mér til að starfa áfram í þessari ríkisstjórn og leiða Sjálfstæðisflokkinn.“ Bjarni sagði í samtali við Vísi í júní að honum þætti eðlilegt að hann vilji halda áfram að leiða flokkinn. „Ég hef svo sem lítið annað að segja en að kjörtímabilið er nýbyrjað,“ sagði Bjarni þá. Hann hefur nú endanlega staðfest að hann muni sækjast eftir endurkjöri. Fundurinn er haldinn að jafnaði annað hvert ár en hefur ekki verið haldinn síðan árið 2018 vegna heimsfaraldurs. Fyrst átti hann að fara fram dagana 13.-15. nóvember árið 2020 en einungis 200 manns máttu koma saman þá vegna fjöldatakmarkana. Þá var aftur reynt að halda landsfund í ágúst árið 2021 en þá var veiran aftur komin á fulla ferð og því ekki unnt að halda fund. Bjarni var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins árið 2009. Tók hann þá við formannskeflinu af Geir H. Haarde. Enginn annar hefur boðað mótframboð gegn Bjarna. Landsfund flokksins verður haldinn í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þykir „eðlilegt“ að hann bjóði sig aftur fram Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu það vera eðlilegt að hann bjóði sig aftur fram sem formaður flokksins á landsfundi sem fram fer í nóvember á þessu ári. 20. júní 2022 12:01 Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15. júní 2022 11:10 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt RÚV þar sem haft er eftir Bjarna að hann vilji nýta tímann vel á meðan hann er í stjórnmálum. „Ég lít þannig á að við séum bara að hefja kjörtímabilið og mér finnst ekkert annað eðlilegt en að ég haldi mínu striki og þess vegna í nóvember mun ég gefa kost á mér til að starfa áfram í þessari ríkisstjórn og leiða Sjálfstæðisflokkinn.“ Bjarni sagði í samtali við Vísi í júní að honum þætti eðlilegt að hann vilji halda áfram að leiða flokkinn. „Ég hef svo sem lítið annað að segja en að kjörtímabilið er nýbyrjað,“ sagði Bjarni þá. Hann hefur nú endanlega staðfest að hann muni sækjast eftir endurkjöri. Fundurinn er haldinn að jafnaði annað hvert ár en hefur ekki verið haldinn síðan árið 2018 vegna heimsfaraldurs. Fyrst átti hann að fara fram dagana 13.-15. nóvember árið 2020 en einungis 200 manns máttu koma saman þá vegna fjöldatakmarkana. Þá var aftur reynt að halda landsfund í ágúst árið 2021 en þá var veiran aftur komin á fulla ferð og því ekki unnt að halda fund. Bjarni var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins árið 2009. Tók hann þá við formannskeflinu af Geir H. Haarde. Enginn annar hefur boðað mótframboð gegn Bjarna. Landsfund flokksins verður haldinn í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þykir „eðlilegt“ að hann bjóði sig aftur fram Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu það vera eðlilegt að hann bjóði sig aftur fram sem formaður flokksins á landsfundi sem fram fer í nóvember á þessu ári. 20. júní 2022 12:01 Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15. júní 2022 11:10 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Þykir „eðlilegt“ að hann bjóði sig aftur fram Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu það vera eðlilegt að hann bjóði sig aftur fram sem formaður flokksins á landsfundi sem fram fer í nóvember á þessu ári. 20. júní 2022 12:01
Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15. júní 2022 11:10