Hommar með þriðjungi lægri árslaun en gagnkynhneigðir karlar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. ágúst 2022 17:48 Samkynhneigðir karlmenn eru með 32 prósent lægri laun en gagnkynhneigðir karlar samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Vísir/Jóhann K. Samkynhneigðir karlmenn eru með þriðjungi lægri árslaun en gagnkynhneigðir samkvæmt nýrri rannsókn. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir niðurstöðurnar sláandi og boðar aðgerðir. Niðurstöður rannsóknar BHM og Samtakanna '78 voru kynntar í dag í tilefni hinsegin daga sem hófust fyrr í vikunni. Rannsóknin snertir á ýmsu, meðal annars launamuni milli gagnkynhneigðra og samkynhneigðra og muni á atvinnuleysi milli hópanna. „Samkynhneigðir á Íslandi eru með marktækt lægri atvinnutekjur en gagnkynhneigðir. Þar erum við í fyrsta fasa rannsóknarinnar að horfa til samskattaðra einstaklinga, þeir sem eru í sambúð. Hommarnir eru með um þriðjungi lægri atvinnutekjur en gagnkynhneigðir meðan lesbíur eru með hærri atvinnutekjur,“ segir Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM. Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM.Vísir/Ívar Fannar Gagnkynhneigðir karlar eru með 8,9 milljónir króna í árstekjur samanborið við 6,0 milljónir meðal homma, eða um 32 prósent hærri árstekjur. Þá eru lesbíur 6,3 milljónir í árslaun samanborið við 5,6 milljónir, eða um 13 prósent hærri laun. Launamunurinn stendur þrátt fyrir mun hærra menntunarstig meðal homma samanborið við gagnkynhneigða karlmenn. „Maður veltir því fyrir sér hvort samfélagið treysti okkur ekki fyrir hærra launuðum stöðum eða hvort samfélagið sé ekki opið fyrir því að við sækjum okkur launahækkanir. Eins gæti það alveg verið að við bara séum ekki ráðnir inn í ákveðna geira, sem hafa hærri laun en aðrir,“ segir Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78. Launajafnrétti hinsegin komi inn í jafnlaunavottun Ráðherra vill taka málið til sérstakrar skoðunar. „Ég myndi vilja að við tækjum þessa nýju vídd, sem við höfum ekki verið að skoða svo mikið. það er að segja launamál, -þróun og -samanburð launa samkynhneigðs fólks við gagnkynhneigt fólk til sérstakrar skoðunar og findist eðlilegt að kjaratölfræðinefnd myndi gera það,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Sé launamunur milli samkynhneigðra og gagnkynhneigðra sem vinni sömu störf þurfi að skoða þetta enn nánar. „Það væri áhugavert að skoða slíkt ef við erum að sjá þennan mun raungerast milli sambærilegra starfa held ég að þetta sé eitthvað sem þurfi klárlega að skoða í sambandi við jafnlaunavottun og fleira,“ segir Guðmundur Ingi. Hommar fóru verst út úr Covid Hommar hafi þá komið verst út úr kórónuveirufaraldrinum en rúm 37 prósent þeirra þáðu atvinnuleysisbætur árið 2020. 27,5 prósent allra karla þáðu atvinnuleysisbætur á sama ári, 23,3 prósent allra kvenna og 19,5 prósent lesbía. „Hommar komu verst út úr heimsfaraldri, 37 prósent þeirra þáðu atvinnuleysisbætur árið 2020. Þetta er hópur sem er mjög mikið í þjónustugreinunum, Covid-greinunum, og eru að koma mun verr út en karlar í heild sinni eða konur í heild sinni. Það vekur mann til umhugsunar um andlega heilsu þessa hóps eftir Covid og efnahagslega stöðu,“ segir Vilhjálmur. „Maður veltir því fyrir sér hvort það sé hægt að henda okkur auðveldar út eða hvort við séum í geirum, eins og kvennastéttum eða ferðaþjónustu sem minnkuðu á þessum tíma,“ bætir Álfur við. Leggur til breytingar á reglugerð um kynjaskipt klósett Í spurningakönnun sem lögð var fyrir hinsegin fólk sögðust 70 prósent trans svarenda hafa upplifað atvinnuleysi en 40 prósent sís svarenda. Vilhjálmur segir margt í könnuninni benda til að mismunun sé á vinnustöðum en erfitt sé að spá frekar í spilin. „Þetta verður skoðað sérstaklega í öðrum fasa rannsóknarinnar, sem verður kynntur í haust, sérstaklega með tilliti til trans fólks,“ segir Vilhjálmur. Ráðherra segir að tryggja þurfi réttindi trans fólks á vinnumarkaði með alþjóðasamningum. „Af samtölum mínum við trans fólk og frábær fræðsludagskrá sem er búin að vera hérna núna á hinsegin dögum þá er maður að sjá bæði það sem virðist vera meiri vanlíðan og að á vinnustöðum er trans fólk að upplifa að það þurfi alltaf að vera að koma út úr skápnum, það þurfi alltaf að vera að réttlæta tilvist sína og það eru aðstæður sem við veðrum að takast á sem samfélag að breyta. Ég held við gerum það bæði með aukinni fræðslu og að vera opin fyrir fjölbreytileikanum,“ segir Guðmundur Ingi. Trans fólk hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli á vanlíðan sem fylgi kynjaskiptum klósettum á vinnustöðum, sem kveðið er á um í lögum. Guðmundur Ingi segir breytingar vonandi í kortunum. „Við erum að horfa til breytinga á reglugerð hvað það varðar og eigum í samstarfi við réttindasamtök hinsegin fólks. Ég vonast til að við getum komið með tillögur núna á haustmánuðum. Þetta er mjög mikilvægt atriði svo fólki líði betur og ákveðið grundvallaratriði að búningsklefar og klósett séu staður þar sem þér líður ekki illa.“ Álfur veltir fyrir sér hvort aðstæður á vinnumarkaði bjóði tran fólki ekki upp á að starfa á ákveðnum sviðum. „Það er virkilega sláandi að sjá þennan mun hjá trans fólki og sís fólki vegna þess að hvort tveggja eru hinsegin hópar. Þetta eru hommar, lesbíur og tvíkynhneigðir annars vegar og trans fólk hins vegar. Þetta mikla atvinnuleysi, maður verður að velta því upp hvort þetta sé rótgróin vanlíðan eða hvort fólk komi út og sé sagt upp eða hvort aðstæður á vinnumarkaði einfaldlega bjóði ekki upp á að starfa í ákveðnum störfum og vera trans,“ segir Álfur. Sláandi að hinseginleiki sé aðalumræðuefni á vinnustöðum Guðmundur Ingi segir sláandi að sjá í niðurstöðum rannsóknarinnar hve margt hinsegin fólk upplifi að samskipti á vinnustöðum snúist um kynhneigð og kynvitund þess. Fjörutíu prósent svarenda sögðu hinseginleika sinn of mikið áherslumál í samskiptum á vinnustöðum og um helmingur sagðist enn lenda í því að óviðeigandi ummæli væru viðhöfð um hinseginleika þess. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78.Vísir/Ívar Fannar „Það er eitthvað sem við hinsegin fólk höfum í gegn um tíðina staðið frammi fyrir, til dæmis bara það að koma endalaust út úr skápnum gagnvart fólki, þegar þú byrjar í nýrri vinnu og svo framvegis. Þetta er líka atriði sem við sem samfélag þurfum að taka betur á, því það skiptir engu máli hvaða kynhneigð við höfum, það vitum við öll,“ segir Guðmundur Ingi. Stjórnvöld geti alltaf gert betur Um helmingur svarenda rannsóknarinnar sagðist ánægður með stefnu stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks en aðeins 20 prósent trans fólks. Álfur segir alltaf hægt að gera betur. „Aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks var samþykkt núna í vor hjá ríkisstjórnini og ég held að fyrsta skrefið sé að fylgja henni eftir og bæta enn í því það er greinilega nóg að gera á vinnumarkaði. Ríkið þarf að hafa aðkomu að ýmsu í þessum málum en svo er það vinnumarkaðurinn sjálfur sem verður að vinna þetta mál,“ segir Álfur. Guðmundur segir margt gott hafa gerst í málefnum hinsegin fólks hjá stjórnvöldum á undanförnum árum en alltaf sé hægt að gera betur. „Við höfum núna undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur bæði sett ný lög um kynrænt sjálfræði, sem skipta mjög miklu máli sérstaklega fyrir réttindi trans fólks og intersex fólks og líka lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og fleiri löggjöf. Í fyrsta skipti núna í vor á Íslandi þá erum við búin að samþykkja á Alþingi aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks. Þar eru mörg stór verkefni,“ segir Guðmundur. „Ég held að stjórnvöld geti alltaf gert betur en þarna erum við komin með áætlun um það hvernig við viljum nálgast þetta verkefni og að mínu viti þá eigum við á Íslandi að stefna að því að komast í efsta sæti á regnbogakorti ILGA og það er langtímaverkefni sem vonandi þarf ekki að taka allt of langan tíma. Þangað langar mig að stefna. “ Hinsegin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Kjaramál Málefni trans fólks Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar BHM og Samtakanna '78 voru kynntar í dag í tilefni hinsegin daga sem hófust fyrr í vikunni. Rannsóknin snertir á ýmsu, meðal annars launamuni milli gagnkynhneigðra og samkynhneigðra og muni á atvinnuleysi milli hópanna. „Samkynhneigðir á Íslandi eru með marktækt lægri atvinnutekjur en gagnkynhneigðir. Þar erum við í fyrsta fasa rannsóknarinnar að horfa til samskattaðra einstaklinga, þeir sem eru í sambúð. Hommarnir eru með um þriðjungi lægri atvinnutekjur en gagnkynhneigðir meðan lesbíur eru með hærri atvinnutekjur,“ segir Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM. Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM.Vísir/Ívar Fannar Gagnkynhneigðir karlar eru með 8,9 milljónir króna í árstekjur samanborið við 6,0 milljónir meðal homma, eða um 32 prósent hærri árstekjur. Þá eru lesbíur 6,3 milljónir í árslaun samanborið við 5,6 milljónir, eða um 13 prósent hærri laun. Launamunurinn stendur þrátt fyrir mun hærra menntunarstig meðal homma samanborið við gagnkynhneigða karlmenn. „Maður veltir því fyrir sér hvort samfélagið treysti okkur ekki fyrir hærra launuðum stöðum eða hvort samfélagið sé ekki opið fyrir því að við sækjum okkur launahækkanir. Eins gæti það alveg verið að við bara séum ekki ráðnir inn í ákveðna geira, sem hafa hærri laun en aðrir,“ segir Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78. Launajafnrétti hinsegin komi inn í jafnlaunavottun Ráðherra vill taka málið til sérstakrar skoðunar. „Ég myndi vilja að við tækjum þessa nýju vídd, sem við höfum ekki verið að skoða svo mikið. það er að segja launamál, -þróun og -samanburð launa samkynhneigðs fólks við gagnkynhneigt fólk til sérstakrar skoðunar og findist eðlilegt að kjaratölfræðinefnd myndi gera það,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Sé launamunur milli samkynhneigðra og gagnkynhneigðra sem vinni sömu störf þurfi að skoða þetta enn nánar. „Það væri áhugavert að skoða slíkt ef við erum að sjá þennan mun raungerast milli sambærilegra starfa held ég að þetta sé eitthvað sem þurfi klárlega að skoða í sambandi við jafnlaunavottun og fleira,“ segir Guðmundur Ingi. Hommar fóru verst út úr Covid Hommar hafi þá komið verst út úr kórónuveirufaraldrinum en rúm 37 prósent þeirra þáðu atvinnuleysisbætur árið 2020. 27,5 prósent allra karla þáðu atvinnuleysisbætur á sama ári, 23,3 prósent allra kvenna og 19,5 prósent lesbía. „Hommar komu verst út úr heimsfaraldri, 37 prósent þeirra þáðu atvinnuleysisbætur árið 2020. Þetta er hópur sem er mjög mikið í þjónustugreinunum, Covid-greinunum, og eru að koma mun verr út en karlar í heild sinni eða konur í heild sinni. Það vekur mann til umhugsunar um andlega heilsu þessa hóps eftir Covid og efnahagslega stöðu,“ segir Vilhjálmur. „Maður veltir því fyrir sér hvort það sé hægt að henda okkur auðveldar út eða hvort við séum í geirum, eins og kvennastéttum eða ferðaþjónustu sem minnkuðu á þessum tíma,“ bætir Álfur við. Leggur til breytingar á reglugerð um kynjaskipt klósett Í spurningakönnun sem lögð var fyrir hinsegin fólk sögðust 70 prósent trans svarenda hafa upplifað atvinnuleysi en 40 prósent sís svarenda. Vilhjálmur segir margt í könnuninni benda til að mismunun sé á vinnustöðum en erfitt sé að spá frekar í spilin. „Þetta verður skoðað sérstaklega í öðrum fasa rannsóknarinnar, sem verður kynntur í haust, sérstaklega með tilliti til trans fólks,“ segir Vilhjálmur. Ráðherra segir að tryggja þurfi réttindi trans fólks á vinnumarkaði með alþjóðasamningum. „Af samtölum mínum við trans fólk og frábær fræðsludagskrá sem er búin að vera hérna núna á hinsegin dögum þá er maður að sjá bæði það sem virðist vera meiri vanlíðan og að á vinnustöðum er trans fólk að upplifa að það þurfi alltaf að vera að koma út úr skápnum, það þurfi alltaf að vera að réttlæta tilvist sína og það eru aðstæður sem við veðrum að takast á sem samfélag að breyta. Ég held við gerum það bæði með aukinni fræðslu og að vera opin fyrir fjölbreytileikanum,“ segir Guðmundur Ingi. Trans fólk hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli á vanlíðan sem fylgi kynjaskiptum klósettum á vinnustöðum, sem kveðið er á um í lögum. Guðmundur Ingi segir breytingar vonandi í kortunum. „Við erum að horfa til breytinga á reglugerð hvað það varðar og eigum í samstarfi við réttindasamtök hinsegin fólks. Ég vonast til að við getum komið með tillögur núna á haustmánuðum. Þetta er mjög mikilvægt atriði svo fólki líði betur og ákveðið grundvallaratriði að búningsklefar og klósett séu staður þar sem þér líður ekki illa.“ Álfur veltir fyrir sér hvort aðstæður á vinnumarkaði bjóði tran fólki ekki upp á að starfa á ákveðnum sviðum. „Það er virkilega sláandi að sjá þennan mun hjá trans fólki og sís fólki vegna þess að hvort tveggja eru hinsegin hópar. Þetta eru hommar, lesbíur og tvíkynhneigðir annars vegar og trans fólk hins vegar. Þetta mikla atvinnuleysi, maður verður að velta því upp hvort þetta sé rótgróin vanlíðan eða hvort fólk komi út og sé sagt upp eða hvort aðstæður á vinnumarkaði einfaldlega bjóði ekki upp á að starfa í ákveðnum störfum og vera trans,“ segir Álfur. Sláandi að hinseginleiki sé aðalumræðuefni á vinnustöðum Guðmundur Ingi segir sláandi að sjá í niðurstöðum rannsóknarinnar hve margt hinsegin fólk upplifi að samskipti á vinnustöðum snúist um kynhneigð og kynvitund þess. Fjörutíu prósent svarenda sögðu hinseginleika sinn of mikið áherslumál í samskiptum á vinnustöðum og um helmingur sagðist enn lenda í því að óviðeigandi ummæli væru viðhöfð um hinseginleika þess. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78.Vísir/Ívar Fannar „Það er eitthvað sem við hinsegin fólk höfum í gegn um tíðina staðið frammi fyrir, til dæmis bara það að koma endalaust út úr skápnum gagnvart fólki, þegar þú byrjar í nýrri vinnu og svo framvegis. Þetta er líka atriði sem við sem samfélag þurfum að taka betur á, því það skiptir engu máli hvaða kynhneigð við höfum, það vitum við öll,“ segir Guðmundur Ingi. Stjórnvöld geti alltaf gert betur Um helmingur svarenda rannsóknarinnar sagðist ánægður með stefnu stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks en aðeins 20 prósent trans fólks. Álfur segir alltaf hægt að gera betur. „Aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks var samþykkt núna í vor hjá ríkisstjórnini og ég held að fyrsta skrefið sé að fylgja henni eftir og bæta enn í því það er greinilega nóg að gera á vinnumarkaði. Ríkið þarf að hafa aðkomu að ýmsu í þessum málum en svo er það vinnumarkaðurinn sjálfur sem verður að vinna þetta mál,“ segir Álfur. Guðmundur segir margt gott hafa gerst í málefnum hinsegin fólks hjá stjórnvöldum á undanförnum árum en alltaf sé hægt að gera betur. „Við höfum núna undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur bæði sett ný lög um kynrænt sjálfræði, sem skipta mjög miklu máli sérstaklega fyrir réttindi trans fólks og intersex fólks og líka lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og fleiri löggjöf. Í fyrsta skipti núna í vor á Íslandi þá erum við búin að samþykkja á Alþingi aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks. Þar eru mörg stór verkefni,“ segir Guðmundur. „Ég held að stjórnvöld geti alltaf gert betur en þarna erum við komin með áætlun um það hvernig við viljum nálgast þetta verkefni og að mínu viti þá eigum við á Íslandi að stefna að því að komast í efsta sæti á regnbogakorti ILGA og það er langtímaverkefni sem vonandi þarf ekki að taka allt of langan tíma. Þangað langar mig að stefna. “
Hinsegin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Kjaramál Málefni trans fólks Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira