Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Bjarki Sigurðsson skrifar 12. ágúst 2022 21:25 Rushdie er nú í aðgerð. EPA/Rafal Guz Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. Lögreglan í New York hefur gefið út að maðurinn sem réðst á Rushdie heiti Hadi Matar og er 24 ára gamall. Matar er íbúi borgarinnar Fairview í New Jersey en ekki er meira vitað um hann að svo stöddu. Rushdie fékk strax læknisaðstoð frá lækni sem var gestur á fyrirlestrinum en honum var síðan komið á sjúkrahús og er núna í aðgerð. Matar náði einnig að særa kynni fyrirlestrarins og er hann einnig á spítala með sár á andliti. Ekki er vitað að fullu hvers vegna Matar réðst á Rushdie en alríkislögreglan í Bandaríkjunum rannsakar það nú. Talið er að Matar hafi verið einn að verki en ekki er búið að staðfesta þann grun lögreglu. Ruholla Khomeini, æðsti klerkur Írans, lýsti Rushdie réttdræpan árið 1989 eftir útgáfu bókarinnar Söngvar Satans eftir Rushdie og Íran hefur boðið hverjum þeim sem myrðir hann þrjár milljónir dala í verðlaun. Hann hefur frá útgáfu bókarinnar mátt þola stöðugar líflátshótanir. Fjöldi fólks hefur fordæmt árásina á Rushdie, þar á meðal báðir frambjóðendur leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins, Liz Truss og Rishi Sunak. Þá hefur afgansk-bandaríski rithöfundurinn Khaled Hosseini sem skrifaði bókina Flugdrekahlauparinn einnig fordæmt árásina. I m utterly horrified by the cowardly attack on Salman Rushdie. I pray for his recovery. He is an essential voice and cannot be silenced.— Khaled Hosseini (@khaledhosseini) August 12, 2022 Bandaríkin Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Frægir aktívistar og rithöfundar vara við aðför að tjáningarfrelsinu 150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. 8. júlí 2020 12:03 Salman Rushdie kominn í stríð við Facebook Hinn þekkti rithöfundur Salman Rushdie er kominn í stríð við Facebook. Ástæðan fyrir þessu er að Facrbook gerir þá kröfu að Rushdie noti sitt rétta nafn á Facebook síðu sinni en samkvæmt vegabréfi rithöfundarins heitir hann Ahmed Rushdie. 15. nóvember 2011 07:20 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Lögreglan í New York hefur gefið út að maðurinn sem réðst á Rushdie heiti Hadi Matar og er 24 ára gamall. Matar er íbúi borgarinnar Fairview í New Jersey en ekki er meira vitað um hann að svo stöddu. Rushdie fékk strax læknisaðstoð frá lækni sem var gestur á fyrirlestrinum en honum var síðan komið á sjúkrahús og er núna í aðgerð. Matar náði einnig að særa kynni fyrirlestrarins og er hann einnig á spítala með sár á andliti. Ekki er vitað að fullu hvers vegna Matar réðst á Rushdie en alríkislögreglan í Bandaríkjunum rannsakar það nú. Talið er að Matar hafi verið einn að verki en ekki er búið að staðfesta þann grun lögreglu. Ruholla Khomeini, æðsti klerkur Írans, lýsti Rushdie réttdræpan árið 1989 eftir útgáfu bókarinnar Söngvar Satans eftir Rushdie og Íran hefur boðið hverjum þeim sem myrðir hann þrjár milljónir dala í verðlaun. Hann hefur frá útgáfu bókarinnar mátt þola stöðugar líflátshótanir. Fjöldi fólks hefur fordæmt árásina á Rushdie, þar á meðal báðir frambjóðendur leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins, Liz Truss og Rishi Sunak. Þá hefur afgansk-bandaríski rithöfundurinn Khaled Hosseini sem skrifaði bókina Flugdrekahlauparinn einnig fordæmt árásina. I m utterly horrified by the cowardly attack on Salman Rushdie. I pray for his recovery. He is an essential voice and cannot be silenced.— Khaled Hosseini (@khaledhosseini) August 12, 2022
Bandaríkin Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Frægir aktívistar og rithöfundar vara við aðför að tjáningarfrelsinu 150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. 8. júlí 2020 12:03 Salman Rushdie kominn í stríð við Facebook Hinn þekkti rithöfundur Salman Rushdie er kominn í stríð við Facebook. Ástæðan fyrir þessu er að Facrbook gerir þá kröfu að Rushdie noti sitt rétta nafn á Facebook síðu sinni en samkvæmt vegabréfi rithöfundarins heitir hann Ahmed Rushdie. 15. nóvember 2011 07:20 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Frægir aktívistar og rithöfundar vara við aðför að tjáningarfrelsinu 150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. 8. júlí 2020 12:03
Salman Rushdie kominn í stríð við Facebook Hinn þekkti rithöfundur Salman Rushdie er kominn í stríð við Facebook. Ástæðan fyrir þessu er að Facrbook gerir þá kröfu að Rushdie noti sitt rétta nafn á Facebook síðu sinni en samkvæmt vegabréfi rithöfundarins heitir hann Ahmed Rushdie. 15. nóvember 2011 07:20