„Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2022 13:29 Hallgerður var formaður Dýraverndarsambands Íslands frá 2014 til 2022. Aðsend Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður. Í gær greindi Vísir frá því að hundurinn Kasper hefði verið aflífaður á föstudaginn, aðeins einum og hálftum tíma eftir að hann var tekinn af fjölskyldu sinni á Siglufirði, án útskýringa eða upplýsinga um hvað biði hans. Daginn áður hafði Kasper bitið mann. Fjölskyldan fékk ekki að vita að til stæði að aflífa hundinn fyrr en aðgerð á honum var hafin, í öðru bæjarfélagi. Hallgerður Hauksdóttir var formaður Dýraverndarsambands Íslands á árunum 2014 til 2022, og segir málið eitt það versta sinnar tegundar sem hún hefur séð. „En það eru nokkrar víddir í þessu máli. Ein er félagslega víddin, sem snýst um staðsetningu hundsins innan fjölskyldunnar. Þessi fjölskylda hefur tjáð sig mjög skýrt um það að þarna er fjölskyldumeðlimur tekinn af þeim og aflífaður,“ segir Hallgerður, sem nú leggur stund á mannfræðinám, með áherslu á félagslegt hlutverk gæludýra. Spyr hvort haft hafi verið samband við dýralækni Annað sem málið varpi ljósi á sé sjálfdæmi sveitarfélaga þegar kemur að gæludýrum. „Það eru ekki samræmdar reglur um hvernig er brugðist við svona málum, heldur getur sveitarstjórn á hverjum stað tekið alls konar ákvarðanir um hvernig eigi að haga þessu.“ Samkvæmt samþykkt Fjallabyggðar um hundahald er heimilt að aflífa hunda sem ráðast á menn eða skepnur, að höfðu samráði við dýralækni. „Og í þessu tilfelli þá spyr ég: Var haft samband við dýralækni? Ég myndi vilja fá að sjá hvert mat dýralæknis var, og á hverju hann byggir það. Ef það er fyrir hendi,“ segir Hallgerður, sem telur ekki líklegt að dýralæknir hefði getað tekið upplýsta ákvörðun um málið á þeim tíma frá því hundurinn var tekinn frá fjölskyldunni og þar til hann var aflífaður. Miklu máli skipti hvort haft hafi verið samráð við dýralækni eða ekki. Hvort sem það var gert eða ekki sé framkvæmdin þó ekki góð að hennar mati. „Þetta er alveg fyrir neðan allar hellur. Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur,“ segir Hallgerður. Hundar Gæludýr Dýr Fjallabyggð Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Í gær greindi Vísir frá því að hundurinn Kasper hefði verið aflífaður á föstudaginn, aðeins einum og hálftum tíma eftir að hann var tekinn af fjölskyldu sinni á Siglufirði, án útskýringa eða upplýsinga um hvað biði hans. Daginn áður hafði Kasper bitið mann. Fjölskyldan fékk ekki að vita að til stæði að aflífa hundinn fyrr en aðgerð á honum var hafin, í öðru bæjarfélagi. Hallgerður Hauksdóttir var formaður Dýraverndarsambands Íslands á árunum 2014 til 2022, og segir málið eitt það versta sinnar tegundar sem hún hefur séð. „En það eru nokkrar víddir í þessu máli. Ein er félagslega víddin, sem snýst um staðsetningu hundsins innan fjölskyldunnar. Þessi fjölskylda hefur tjáð sig mjög skýrt um það að þarna er fjölskyldumeðlimur tekinn af þeim og aflífaður,“ segir Hallgerður, sem nú leggur stund á mannfræðinám, með áherslu á félagslegt hlutverk gæludýra. Spyr hvort haft hafi verið samband við dýralækni Annað sem málið varpi ljósi á sé sjálfdæmi sveitarfélaga þegar kemur að gæludýrum. „Það eru ekki samræmdar reglur um hvernig er brugðist við svona málum, heldur getur sveitarstjórn á hverjum stað tekið alls konar ákvarðanir um hvernig eigi að haga þessu.“ Samkvæmt samþykkt Fjallabyggðar um hundahald er heimilt að aflífa hunda sem ráðast á menn eða skepnur, að höfðu samráði við dýralækni. „Og í þessu tilfelli þá spyr ég: Var haft samband við dýralækni? Ég myndi vilja fá að sjá hvert mat dýralæknis var, og á hverju hann byggir það. Ef það er fyrir hendi,“ segir Hallgerður, sem telur ekki líklegt að dýralæknir hefði getað tekið upplýsta ákvörðun um málið á þeim tíma frá því hundurinn var tekinn frá fjölskyldunni og þar til hann var aflífaður. Miklu máli skipti hvort haft hafi verið samráð við dýralækni eða ekki. Hvort sem það var gert eða ekki sé framkvæmdin þó ekki góð að hennar mati. „Þetta er alveg fyrir neðan allar hellur. Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur,“ segir Hallgerður.
Hundar Gæludýr Dýr Fjallabyggð Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira