Segja rússneskan njósnara hafa heillað starfsfólk Nato upp úr skónum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. ágúst 2022 00:14 Rannsakendur segja njósnarann, sem gekk undir nafninu Maria Adela Kuhfeldt Rivera, hafa tekið virkan þátt í félagslífi í Napólí. bellingcat Hópur rannsóknarblaðamanna birti í dag grein þar sem því er haldið fram að rússneskur njósnari hafi árum saman þóst vera skartgripasali frá Perú. Hún hafi á endanum sest að í Napólí, skammt frá herstjórn Atlantshafssambandsins þar, og vingast við starfsfólk Nato, fengið vinnu sem móttökuritari og átt í stuttu ástarsambandi með starfsmanni sambandsins. Frá þessu greina rannsóknarblaðamenn í grein sem greint var fyrst frá á vef Guardian. Samkvæmt greininni kvaðst konan, sem gekk undir nafninu Maria Adela Kuhfeldt Rivera, fædd í Perú. Í raun hafi hún verið rússneskur njósnari sem bjó í um áratug í Róm, Möltu og París áður en hún settist loks að í Napólí. Þar hóf hún að selja skartgripi og tók virkan þátt í félagslífi. Í umfjölluninni kemur fram að„Rivera“ hafi verið þaulæfður njósnari sem gat þóst vera útlendingur án vandkvæða. Slík njósnarastarfsemi á rætur sínar að rekja til Sovíetríkjanna en með betri tækni og andlitsskönnum hefur Rússum reynst erfiðara að halda njósnurum sínum undir yfirborðinu. Í starfi sínu sem móttökuritari hjá Nato hafi „Riveru“ tekist að vingast við marga starfsmenn og meira að segja átt í stuttu ástarsambandi með einum þeirra. Rivera keypti flugmiða til Moskvu degi eftir að blaðamenn Bellingcat upplýstu um að tengsl gætu verið milli eitrunar í Salisbury árið 2018 og rússnesku leyniþjónustunnar.bellingcat Í viðtali við Guardian segir Christo Grozev yfirrannsakandi málsins frá því hvernig hann komst á snoðir um njósnarann. Hann hafi komist yfir farþegaupplýsingar, sem láku frá landamæragæslu Hvíta-Rússlands, þar sem eitt nafn hafi skorið sig úr hópnum, nafn Mariu Adelu Kuhfeldt Riveru. Hún hafi átt einkennileg ferðalög með mörgum rússneskum vegabréfum í gegnum landið, og með svipuð raðnúmer og aðrir alræmdir rússneskir njósnarar höfðu notað. Grozev hjó einnig eftir því að „Rivera“ keypti flugmiða frá Napólí til Moskvu þann 15. september 2018. Svo virðist sem að Rivera hafi ekki ferðast frá Rússlandi á ný frá þeim tímapunkti. Tveimur mánuðum frá skyndilegri brottför hennar frá Napólí gaf hún skýringar á hvarfinu á Facebook. „Ég verð að segja ykkur sannleikann.... hárið hefur vaxið aftur eftir krabbameinsmeðferð, mjög stutt en þarna er það. Ég sakna allra en ég er að reyna að anda,“ skrifaði „Rivera“. Margir njósnarar sinna einungis styttri verkefnum, leggja í stutt ferðalög og skipta reglulega um nafn. „Rivera“ virðist á hinn bóginn hafa eytt mörgum árum í sömu lygi. Það sem var sérkennilegt við hana, að sögn rannsakenda, var að hún hafi ferðast með rússneskt vegabréf, eftir að tilraunir með perúskt vegabréf hafi misheppnast. Í grein Bellingcat er greint frá því að með hjálp andlitsskanna og opinberra gagna hafi tekist að hafa uppi á raunverulegu manneskjunni á bakvið „Riveru“. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig við blaðamenn Guardian. Ítalía Rússland NATO Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Frá þessu greina rannsóknarblaðamenn í grein sem greint var fyrst frá á vef Guardian. Samkvæmt greininni kvaðst konan, sem gekk undir nafninu Maria Adela Kuhfeldt Rivera, fædd í Perú. Í raun hafi hún verið rússneskur njósnari sem bjó í um áratug í Róm, Möltu og París áður en hún settist loks að í Napólí. Þar hóf hún að selja skartgripi og tók virkan þátt í félagslífi. Í umfjölluninni kemur fram að„Rivera“ hafi verið þaulæfður njósnari sem gat þóst vera útlendingur án vandkvæða. Slík njósnarastarfsemi á rætur sínar að rekja til Sovíetríkjanna en með betri tækni og andlitsskönnum hefur Rússum reynst erfiðara að halda njósnurum sínum undir yfirborðinu. Í starfi sínu sem móttökuritari hjá Nato hafi „Riveru“ tekist að vingast við marga starfsmenn og meira að segja átt í stuttu ástarsambandi með einum þeirra. Rivera keypti flugmiða til Moskvu degi eftir að blaðamenn Bellingcat upplýstu um að tengsl gætu verið milli eitrunar í Salisbury árið 2018 og rússnesku leyniþjónustunnar.bellingcat Í viðtali við Guardian segir Christo Grozev yfirrannsakandi málsins frá því hvernig hann komst á snoðir um njósnarann. Hann hafi komist yfir farþegaupplýsingar, sem láku frá landamæragæslu Hvíta-Rússlands, þar sem eitt nafn hafi skorið sig úr hópnum, nafn Mariu Adelu Kuhfeldt Riveru. Hún hafi átt einkennileg ferðalög með mörgum rússneskum vegabréfum í gegnum landið, og með svipuð raðnúmer og aðrir alræmdir rússneskir njósnarar höfðu notað. Grozev hjó einnig eftir því að „Rivera“ keypti flugmiða frá Napólí til Moskvu þann 15. september 2018. Svo virðist sem að Rivera hafi ekki ferðast frá Rússlandi á ný frá þeim tímapunkti. Tveimur mánuðum frá skyndilegri brottför hennar frá Napólí gaf hún skýringar á hvarfinu á Facebook. „Ég verð að segja ykkur sannleikann.... hárið hefur vaxið aftur eftir krabbameinsmeðferð, mjög stutt en þarna er það. Ég sakna allra en ég er að reyna að anda,“ skrifaði „Rivera“. Margir njósnarar sinna einungis styttri verkefnum, leggja í stutt ferðalög og skipta reglulega um nafn. „Rivera“ virðist á hinn bóginn hafa eytt mörgum árum í sömu lygi. Það sem var sérkennilegt við hana, að sögn rannsakenda, var að hún hafi ferðast með rússneskt vegabréf, eftir að tilraunir með perúskt vegabréf hafi misheppnast. Í grein Bellingcat er greint frá því að með hjálp andlitsskanna og opinberra gagna hafi tekist að hafa uppi á raunverulegu manneskjunni á bakvið „Riveru“. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig við blaðamenn Guardian.
Ítalía Rússland NATO Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira