Ástæðulaust að fara með augljósa neyðarvörn fyrir dómstóla Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 13:14 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Vísir/Vilhelm Ástæðulaust er að fara með mál fyrir dómstóla ef augljóst þykir að neyðarvörn hafi verið beitt, segir fyrrverandi hæstaréttardómari. Maðurinn sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi og sonur hans eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu. Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að því er Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri staðfestir í samtali við Fréttablaðið. Eiginkona Kára lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili hjónanna vopnaður skotvopni. Talið hefur verið að sonur þeirra sem var gestkomandi á heimilinu ásamt eiginkonu sinni og ungu barni hafi átt þátt í dauða árásarmannsins. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari, segir manndrápsmál ekki þurfa að fara í gegnum réttarkerfið þyki augljóst að ákvæði hegningarlaga um neyðarvörn eigi við. „Ákæruvaldið hefur vald til þess að leggja mat á þetta og í sumum tilfellum er þetta nokkuð augljóst. Ef maður kemur með hlaðið vopn og skýtur einn og beinir vopninu að næsta manni er kannski líklegt að hverju stefnir í því og ætli sá sem sóknin beinist að megi ekki beita neyðarvörn. Ákæruvaldið verður að meta þetta og það er ástæðulaust að fara með mál fyrir dómstóla sem er klárlega ekki refsivert,“ segir Jón Steinar. Samkvæmt ákvæðinu um neyðarvörn getur ólögmætur verknaður verið refsilaus ef hann er talinn nauðsynlegur til að afstýra árás. Ákveðnum mælikvarða er beitt á þetta og neyðarvörn má ekki vera í ósamræmi við yfirvofandi hættu. „Sá sem beitir neyðarvörn verður að taka afstöðu til þess í skjótri svipan hvort hún sé leyfileg eftir þessum mælikvarða og má ekki beita vörnum sem eru augsýnilega hættulegri en árásin,“ segir Jón Steinar. Til eru nokkur dómafordæmi þar sem neyðarvörn hefur verið borið við en dæmin eru ekki mörg í manndrápsmálum. „Ég man ekki eftir neinu á mínum starfsferli hvorki sem lögmaður eða dómari þar sem reyndi á þessa 12. gr almennra hegningarlaga um neyðarvörn,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson. Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að því er Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri staðfestir í samtali við Fréttablaðið. Eiginkona Kára lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili hjónanna vopnaður skotvopni. Talið hefur verið að sonur þeirra sem var gestkomandi á heimilinu ásamt eiginkonu sinni og ungu barni hafi átt þátt í dauða árásarmannsins. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari, segir manndrápsmál ekki þurfa að fara í gegnum réttarkerfið þyki augljóst að ákvæði hegningarlaga um neyðarvörn eigi við. „Ákæruvaldið hefur vald til þess að leggja mat á þetta og í sumum tilfellum er þetta nokkuð augljóst. Ef maður kemur með hlaðið vopn og skýtur einn og beinir vopninu að næsta manni er kannski líklegt að hverju stefnir í því og ætli sá sem sóknin beinist að megi ekki beita neyðarvörn. Ákæruvaldið verður að meta þetta og það er ástæðulaust að fara með mál fyrir dómstóla sem er klárlega ekki refsivert,“ segir Jón Steinar. Samkvæmt ákvæðinu um neyðarvörn getur ólögmætur verknaður verið refsilaus ef hann er talinn nauðsynlegur til að afstýra árás. Ákveðnum mælikvarða er beitt á þetta og neyðarvörn má ekki vera í ósamræmi við yfirvofandi hættu. „Sá sem beitir neyðarvörn verður að taka afstöðu til þess í skjótri svipan hvort hún sé leyfileg eftir þessum mælikvarða og má ekki beita vörnum sem eru augsýnilega hættulegri en árásin,“ segir Jón Steinar. Til eru nokkur dómafordæmi þar sem neyðarvörn hefur verið borið við en dæmin eru ekki mörg í manndrápsmálum. „Ég man ekki eftir neinu á mínum starfsferli hvorki sem lögmaður eða dómari þar sem reyndi á þessa 12. gr almennra hegningarlaga um neyðarvörn,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson.
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira