Söguleg skólamunastofa heyrir sögunni til Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa 10. september 2022 23:19 Pétur Hafþór Jónsson er fyrrverandi kennari og stjórnarmaður í hollvinasamtökum Austurbæjarskóla. Stöð 2 Óánægja ríkir með þá ákvörðun skólastjóra og borgaryfirvalda að leggja niður svonefnda skólamunastofu Austurbæjarskóla til að rýma þar fyrir kennslustofu. Skólamunastofan er safn sem hefur staðið í risinu í Austurbæjarskóla um árabil. Á safninu hefur verið til sýnis ýmiss búnaður úr níutíu ára sögu skólans, ævafornar kennslubækur, gömul kort og kennaraborð, sem eflaust geyma mikla sögu. En ekki meir. Á opnu húsi í dag var síðasta tækifæri til þess að heimsækja safnið. Ekki er alveg ljóst hvað verður um safnið, sem er eitt sinnar tegundar í Reykjavík, en uppi eru óánægjuraddir með að til standi að loka því. Hafi gríðarlega þýðingu fyrir þúsundir Reykvíkinga Pétur Hafþór Jónsson, fyrrverandi kennari og stjórnarmaður í hollvinasamtökum Austurbæjarskóla, er einn þeirra sem lýst ekki á áætlanir borgarinnar og skólastjórnenda. „Við getum byrjað á því að tala um að þetta er sennilega eina stóra skólamunasafn á Íslandi og þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir allar þær þúsundir Reykvíkinga sem hafa gengið í Austurbæjarskólann og unna Austurbæjarskólanum og þessari arfleifð,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Pétur segir að fólk komi á safnið á menningarnótt og vorhátíðum og skynji hlut sinn í sögunni. „Þetta er svakalegt fyrir okkur, ekki bara mig og ekki bara stjórn hollvinafélagsins, sem hefur eytt ómældum tíma í hundrað prósent sjálfboðavinnu að koma þessu fyrir þarna í risinu, í þessu geymsluhúsnæði,“ segir hann. Plássið ekki boðlegt til kennslu Hann segir risið vera afgangshúsnæði í skólanum sem er ekki boðlegt fyrir kennslu. Kynslóðir af stjórnendum, kennurum og nemendum hafi komið munum fyrir í risinu um árabil. Pétur segist ekki vita hvar framtíðargeymslustaður munanna verði eða hvort þeir verði yfir höfuð teknir úr risinu. „Það sem ég hef verið að setja út á er að embættismenn skuli komast upp með að taka þessar ákvarðanir. Ég við að kjörnir fulltrúar ákveði þetta,“ segir Pétur að lokum. Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Söfn Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Á safninu hefur verið til sýnis ýmiss búnaður úr níutíu ára sögu skólans, ævafornar kennslubækur, gömul kort og kennaraborð, sem eflaust geyma mikla sögu. En ekki meir. Á opnu húsi í dag var síðasta tækifæri til þess að heimsækja safnið. Ekki er alveg ljóst hvað verður um safnið, sem er eitt sinnar tegundar í Reykjavík, en uppi eru óánægjuraddir með að til standi að loka því. Hafi gríðarlega þýðingu fyrir þúsundir Reykvíkinga Pétur Hafþór Jónsson, fyrrverandi kennari og stjórnarmaður í hollvinasamtökum Austurbæjarskóla, er einn þeirra sem lýst ekki á áætlanir borgarinnar og skólastjórnenda. „Við getum byrjað á því að tala um að þetta er sennilega eina stóra skólamunasafn á Íslandi og þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir allar þær þúsundir Reykvíkinga sem hafa gengið í Austurbæjarskólann og unna Austurbæjarskólanum og þessari arfleifð,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Pétur segir að fólk komi á safnið á menningarnótt og vorhátíðum og skynji hlut sinn í sögunni. „Þetta er svakalegt fyrir okkur, ekki bara mig og ekki bara stjórn hollvinafélagsins, sem hefur eytt ómældum tíma í hundrað prósent sjálfboðavinnu að koma þessu fyrir þarna í risinu, í þessu geymsluhúsnæði,“ segir hann. Plássið ekki boðlegt til kennslu Hann segir risið vera afgangshúsnæði í skólanum sem er ekki boðlegt fyrir kennslu. Kynslóðir af stjórnendum, kennurum og nemendum hafi komið munum fyrir í risinu um árabil. Pétur segist ekki vita hvar framtíðargeymslustaður munanna verði eða hvort þeir verði yfir höfuð teknir úr risinu. „Það sem ég hef verið að setja út á er að embættismenn skuli komast upp með að taka þessar ákvarðanir. Ég við að kjörnir fulltrúar ákveði þetta,“ segir Pétur að lokum.
Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Söfn Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira