„Ég skal axla ábyrgð á þessu máli“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. september 2022 21:30 Jóhann Páll ætlar að axla ábyrgð í stóra „fröllumálinu.“ grafík Þingmaður í stjórnarandstöðunni ætlar að taka ábyrgð í máli sem enginn annar virðist vilja taka ábyrgð á. Franskar kartöflur hafa verið meira í fréttum en góðu hófi gegnir upp á síðkastið og stefnir allt í að málið verði með stærri fréttamálum þessa árs. Málið er einfalt: Eftir að Þykkvabær hætti innlendri framleiðslu á frönskum kartöflum vernda verndartollar á franskar einfaldlega ekki neitt. Fólk vill tollinn burt og lægra vöruverð. Það eru margir leikendur í málinu sem óhætt er að kalla „stóra fröllumálið.“ Þegar fréttastofa spurði fjármálaráðherra hvort hann ætlaði að afnema tollinn benti hann á matvælaráðherra. „Þetta er ekki á mínu borði, þetta er hjá landbúnaðarráðherranum eða matvælaráðherranum,“ sagði Bjarni Benediktsson þann 9. september. Og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, benti á fjármálaráðherra. Enginn virðist geta borið ábyrgð í málinu og stóra fröllumálið því farið að minna óheyrilega á þennan hér: Karakterinn Indriði úr Fóstbræðrum spyr hver beri ábyrgð?vísir „Og hver ber ábyrgð á ofnunum hérna? Það er alltaf eitthvað bank í þeim. Það er alltaf eins og þeir séu fullir af lofti. Hver á að hleypa því út? Á ég að gera það?“ sagði karakterinn Indriði eftirminnilega í Fóstbræðrum. Og eins og Indriði spyr réttilega: Hver ætlar að bera ábyrgð á þessu? „Ég skal gera það,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. „Ég ætla að axla ábyrgð á þessu máli. Ég er búinn að leggja fram breytingatillögu við fjárlagabandorm ríkisstjórnarinnar um að þessi tollur verði afnuminn. Ég held að fólkinu í landinu sé alveg nákvæmlega sama hvort það sé matvælaráðherra eða fjármálaráðherra sem hefur forgöngu um að afnema þennan toll.“ Ofboðslega einfalt mál Þetta virðist mjög flókið mál, Bjarni bendir á Svandísi og Svandís á Bjarna. Er þetta svona rosalega flókið? „Nei þetta er ofboðslega einfalt. Ég held að við höfum verið í svona korter að rissa upp þessa breytingatillögu. Mér finnst auðvitað vont ef að ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru komnir í einhverja störukeppni á kostnað neytenda. Við erum að tala um 76 prósenta toll. Þetta er hæsti prósentutollur á matvöru í íslensku tollskránni.“ Jóhann gerir hlé á máli sínu til að gæða sér á frönskum kartöflum. „Ég held að þessar franskar væru svona 300 krónum ódýrari ef að þessi breyting nær fram að ganga. Og ég vona að þeir flokkar sem gefa sig út fyrir að aðhyllast frjáls alþjóðaviðskipti komi með okkur í þetta.“ Neytendur Fjármál heimilisins Skattar og tollar Matur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ráðherrar vísa hver á annan um franskarnar: Sigmar segir Bjarna þurfa að taka nefið upp úr stórfyrirtækjunum Veitingamaður segir yfirvöld hygla erlendum neytendum en skattpína þá íslensku, með því að leggja háan toll á franskar kartöflur. Það gæti munað miklu fyrir landsmenn ef verndartollur sem ekkert verndar lengur yrði afnuminn - en ráðherrar vísa hver á annan. 9. september 2022 21:30 Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. 7. september 2022 23:05 Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56 Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. 25. ágúst 2022 13:01 Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. 24. ágúst 2022 14:17 Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. 24. ágúst 2022 13:09 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Franskar kartöflur hafa verið meira í fréttum en góðu hófi gegnir upp á síðkastið og stefnir allt í að málið verði með stærri fréttamálum þessa árs. Málið er einfalt: Eftir að Þykkvabær hætti innlendri framleiðslu á frönskum kartöflum vernda verndartollar á franskar einfaldlega ekki neitt. Fólk vill tollinn burt og lægra vöruverð. Það eru margir leikendur í málinu sem óhætt er að kalla „stóra fröllumálið.“ Þegar fréttastofa spurði fjármálaráðherra hvort hann ætlaði að afnema tollinn benti hann á matvælaráðherra. „Þetta er ekki á mínu borði, þetta er hjá landbúnaðarráðherranum eða matvælaráðherranum,“ sagði Bjarni Benediktsson þann 9. september. Og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, benti á fjármálaráðherra. Enginn virðist geta borið ábyrgð í málinu og stóra fröllumálið því farið að minna óheyrilega á þennan hér: Karakterinn Indriði úr Fóstbræðrum spyr hver beri ábyrgð?vísir „Og hver ber ábyrgð á ofnunum hérna? Það er alltaf eitthvað bank í þeim. Það er alltaf eins og þeir séu fullir af lofti. Hver á að hleypa því út? Á ég að gera það?“ sagði karakterinn Indriði eftirminnilega í Fóstbræðrum. Og eins og Indriði spyr réttilega: Hver ætlar að bera ábyrgð á þessu? „Ég skal gera það,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. „Ég ætla að axla ábyrgð á þessu máli. Ég er búinn að leggja fram breytingatillögu við fjárlagabandorm ríkisstjórnarinnar um að þessi tollur verði afnuminn. Ég held að fólkinu í landinu sé alveg nákvæmlega sama hvort það sé matvælaráðherra eða fjármálaráðherra sem hefur forgöngu um að afnema þennan toll.“ Ofboðslega einfalt mál Þetta virðist mjög flókið mál, Bjarni bendir á Svandísi og Svandís á Bjarna. Er þetta svona rosalega flókið? „Nei þetta er ofboðslega einfalt. Ég held að við höfum verið í svona korter að rissa upp þessa breytingatillögu. Mér finnst auðvitað vont ef að ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru komnir í einhverja störukeppni á kostnað neytenda. Við erum að tala um 76 prósenta toll. Þetta er hæsti prósentutollur á matvöru í íslensku tollskránni.“ Jóhann gerir hlé á máli sínu til að gæða sér á frönskum kartöflum. „Ég held að þessar franskar væru svona 300 krónum ódýrari ef að þessi breyting nær fram að ganga. Og ég vona að þeir flokkar sem gefa sig út fyrir að aðhyllast frjáls alþjóðaviðskipti komi með okkur í þetta.“
Neytendur Fjármál heimilisins Skattar og tollar Matur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ráðherrar vísa hver á annan um franskarnar: Sigmar segir Bjarna þurfa að taka nefið upp úr stórfyrirtækjunum Veitingamaður segir yfirvöld hygla erlendum neytendum en skattpína þá íslensku, með því að leggja háan toll á franskar kartöflur. Það gæti munað miklu fyrir landsmenn ef verndartollur sem ekkert verndar lengur yrði afnuminn - en ráðherrar vísa hver á annan. 9. september 2022 21:30 Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. 7. september 2022 23:05 Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56 Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. 25. ágúst 2022 13:01 Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. 24. ágúst 2022 14:17 Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. 24. ágúst 2022 13:09 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Ráðherrar vísa hver á annan um franskarnar: Sigmar segir Bjarna þurfa að taka nefið upp úr stórfyrirtækjunum Veitingamaður segir yfirvöld hygla erlendum neytendum en skattpína þá íslensku, með því að leggja háan toll á franskar kartöflur. Það gæti munað miklu fyrir landsmenn ef verndartollur sem ekkert verndar lengur yrði afnuminn - en ráðherrar vísa hver á annan. 9. september 2022 21:30
Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. 7. september 2022 23:05
Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56
Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. 25. ágúst 2022 13:01
Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. 24. ágúst 2022 14:17
Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. 24. ágúst 2022 13:09