Þúsundum stolinna listaverka hefur ekki verið skilað Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. september 2022 07:54 Prado-safnið í Madrid Carlos Alvarez/Getty Images Stærsta listasafn Spánar viðurkennir að á safninu sé að finna meira en 60 listaverk sem einræðisstjórn Francos stal af réttmætum eigendum þeirra. Hundruð stolinna listaverka eru enn á söfnum í eigu ríkisins. El Prado í Madrid er langstærsta listasafn Spánar og eitt stærsta listasafn veraldar. Spænska dagblaðið El Diario sendi í síðustu viku fyrirspurn til stjórnenda safnsins um hversu mörg verk á safninu væru illa fengin verk sem falangistastjórn Francos hefði stolið á sínum tíma. Svarið kom í vikunni. Þau eru að minnsta kosti 64. Einræðisstjórn Francos rændi um 16.000 listaverkum Stórkostleg rán falangista á listaverkum í einkaeigu komust í hámæli í fyrra þegar listasöguprófessorinn Arturo Colorado gaf út bók um þessa víðtæku gripdeild. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að á meðan á borgarastríðinu stóð, frá 1936 til 1939, og eftir að einræðisstjórn Francos tók völdin, hafi spænskir fasistar Francos rænt um 16.000 listaverkum. Stjórnendur Prado-safnsins segja í svari sínu að allt verði gert til að koma verkunum til sinna réttmætu eigenda, nokkuð sem hefur ekki verið reynt undanfarna áratugi, ekki fyrr en stuldurinn komst í hámæli. Til samanburðar má geta þess að Louvre-safnið í París hefur nú í meira en áratug unnið að því að koma illa fengnum verkum sem nasistar stálu af gyðingum í seinni heimsstyrjöldum til sinna réttmætu eigenda, eftir að lög þar um voru samþykkt í Frakklandi. Engin áform um að skila verkum á söfnum Hins vegar hefur menningarmálaráðuneyti Spánar engin áform um að koma hundruðum illa fenginna verka sem varðveitt eru á 16 söfnum spænska ríkisins til réttmætra eigenda sinna. Á meðan á borgarastríðinu stóð var hinn heimsfrægi listmálari Pablo Picasso, forstjóri Prado-safnsins, nokkuð sem kemur mörgum á óvart. Hann var hins vegar í sjálfskipaðri útlegð í París í stríðinu og það var því aðstoðarforstjórinn sem hélt utan um gripdeild verkanna. Kirkjan fékk stóran hluta þýfisins Rannsóknir Colorado leiða í ljós að af tæplega 16.000 listaverkum sem Franco og hans menn stálu, hefur rúmlega 6.000 verkum ekki verið skilað aftur. Þau hafa verið gefin á ýmis söfn eða stofnanir, til einstaklinga sem voru Franco þóknanlegir eða til kirkjunnar sem fékk vænan hlut þýfisins eða um 1.300 verk. Um 600 verk er hins vegar ekkert vitað. Spánn Myndlist Söfn Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
El Prado í Madrid er langstærsta listasafn Spánar og eitt stærsta listasafn veraldar. Spænska dagblaðið El Diario sendi í síðustu viku fyrirspurn til stjórnenda safnsins um hversu mörg verk á safninu væru illa fengin verk sem falangistastjórn Francos hefði stolið á sínum tíma. Svarið kom í vikunni. Þau eru að minnsta kosti 64. Einræðisstjórn Francos rændi um 16.000 listaverkum Stórkostleg rán falangista á listaverkum í einkaeigu komust í hámæli í fyrra þegar listasöguprófessorinn Arturo Colorado gaf út bók um þessa víðtæku gripdeild. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að á meðan á borgarastríðinu stóð, frá 1936 til 1939, og eftir að einræðisstjórn Francos tók völdin, hafi spænskir fasistar Francos rænt um 16.000 listaverkum. Stjórnendur Prado-safnsins segja í svari sínu að allt verði gert til að koma verkunum til sinna réttmætu eigenda, nokkuð sem hefur ekki verið reynt undanfarna áratugi, ekki fyrr en stuldurinn komst í hámæli. Til samanburðar má geta þess að Louvre-safnið í París hefur nú í meira en áratug unnið að því að koma illa fengnum verkum sem nasistar stálu af gyðingum í seinni heimsstyrjöldum til sinna réttmætu eigenda, eftir að lög þar um voru samþykkt í Frakklandi. Engin áform um að skila verkum á söfnum Hins vegar hefur menningarmálaráðuneyti Spánar engin áform um að koma hundruðum illa fenginna verka sem varðveitt eru á 16 söfnum spænska ríkisins til réttmætra eigenda sinna. Á meðan á borgarastríðinu stóð var hinn heimsfrægi listmálari Pablo Picasso, forstjóri Prado-safnsins, nokkuð sem kemur mörgum á óvart. Hann var hins vegar í sjálfskipaðri útlegð í París í stríðinu og það var því aðstoðarforstjórinn sem hélt utan um gripdeild verkanna. Kirkjan fékk stóran hluta þýfisins Rannsóknir Colorado leiða í ljós að af tæplega 16.000 listaverkum sem Franco og hans menn stálu, hefur rúmlega 6.000 verkum ekki verið skilað aftur. Þau hafa verið gefin á ýmis söfn eða stofnanir, til einstaklinga sem voru Franco þóknanlegir eða til kirkjunnar sem fékk vænan hlut þýfisins eða um 1.300 verk. Um 600 verk er hins vegar ekkert vitað.
Spánn Myndlist Söfn Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira