Silfursvanir á svið á Madeira Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. september 2022 21:32 Sesselja Guðrún Sigurðardóttir og Kristín Sigrún Halldórsdóttir eru meðal fjörutíu Silfursvana sem stíga brátt á svið á Madeira. Soffa Marteinsdóttir er þjálfari þeirra. Vísir/Egill Hópur ballerína á sjötugs-og áttræðisaldri hefur æft stíft undanfarið fyrir ballettatriði sem þær verða með á stórri alþjóðlegri hátíð á Madeira í næstu viku. Kennarinn segir sumar þeirra vera að upplifa gamlan draum. Hópurinn kallar sig Silfursvanina og var stofnaður árið 2016 í Ballettskóla Eddu Scheving. Þær hafa undanfarið æft stíft fyrir atriði sem þær ætla að vera með á alþjóðlegri fimleikahátíð sem verður haldin á Portúgölsku eyjunni Madeira í næstu viku. Það var óneitanlega fögur sjón að sjá hópinn svífa um salinn í Skipholti við tónlist eftir Chopin þegar fréttastofu bar að garði. Næstu fjörutíu konur á besta aldri æfa stíft þessa dagana fyrir ballettsýningu á Madeira.Vísir/Egill Soffía Marteinsdóttir ballettkennari hjá Ballettskóla Eddu Scheving segir ballett fyrir alla á öllum aldri. „Sumar í hópnum lærðu ballett sem börn. Svo eru aðrar sem bjuggu kannski út í sveit eða landi þar sem ballettnám var ekki í boði þegar þær voru litlar og eru að upplifa gamlan draum í dag,“ segir Soffía. Hún segir ballett afar hentuga hreyfingu, þar sé verið að æfa samhæfingu og jafnvægi sem sé afar gagnlegt þegar aldurinn færist yfir. „Það er svo margt sem kemur saman í ballett, þetta er hreyfing fyrir líkama og sál,“ segir Soffía. „Ég sit t.d. bein í bekknum í jarðaförum“ Það er greinilega mikill metnaður í hópnum sem telur alls fjörutíu konur. „Strax og Soffía kom að máli við okkur um hvort við vildum taka þátt í þessu, þá kviknaði neistinn. Við erum búnar að vera æfa og æfa. Við erum líka búnar að hafa aukaæfingar síðastliðna viku,“ segir Sesselja Guðrún Sigurðardóttir Silfursvanur sem hóf ballettnám árið 2017. Kristín Sigrún Halldórsdóttir hóf ballettnám árið 2016 fyrir tilviljun þegar vinkona hennar bað hana um að koma með sér. Hún segist ekkert hafa verið að auglýsa að hún væri í slíku námi til að byrja með en það hafi breyst. „ Ég er nýlega farin að segja að ég sé í ballett og segi mjög grimmt frá því og fólk er bara afar glatt fyrir mína hönd og finnst þetta hið besta mál,“ segir hún. Kristín segist finna mikinn mun á sér eftir að hún hóf dansnámið. „Ég er kannski ekki að svífa um eins og svanur en en þetta er bara gott fyrir líkamann. Þetta skilar sér með ýmsu móti. Ég sit t.d. bein í bekknum í jarðaförum,“ segir hún. Hópurinn heldur til Madeira á næstunni og sýnir svo á hátíðinni snemma í næstu viku. Þær viðurkenna að þær séu með svolítinn sviðskrekk en þó aðallega tilhlökkun. „Það á alltaf að vera smá sviðskrekkur,“ segja þær áður en þær svífa á braut. Dans Eldri borgarar Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Hópurinn kallar sig Silfursvanina og var stofnaður árið 2016 í Ballettskóla Eddu Scheving. Þær hafa undanfarið æft stíft fyrir atriði sem þær ætla að vera með á alþjóðlegri fimleikahátíð sem verður haldin á Portúgölsku eyjunni Madeira í næstu viku. Það var óneitanlega fögur sjón að sjá hópinn svífa um salinn í Skipholti við tónlist eftir Chopin þegar fréttastofu bar að garði. Næstu fjörutíu konur á besta aldri æfa stíft þessa dagana fyrir ballettsýningu á Madeira.Vísir/Egill Soffía Marteinsdóttir ballettkennari hjá Ballettskóla Eddu Scheving segir ballett fyrir alla á öllum aldri. „Sumar í hópnum lærðu ballett sem börn. Svo eru aðrar sem bjuggu kannski út í sveit eða landi þar sem ballettnám var ekki í boði þegar þær voru litlar og eru að upplifa gamlan draum í dag,“ segir Soffía. Hún segir ballett afar hentuga hreyfingu, þar sé verið að æfa samhæfingu og jafnvægi sem sé afar gagnlegt þegar aldurinn færist yfir. „Það er svo margt sem kemur saman í ballett, þetta er hreyfing fyrir líkama og sál,“ segir Soffía. „Ég sit t.d. bein í bekknum í jarðaförum“ Það er greinilega mikill metnaður í hópnum sem telur alls fjörutíu konur. „Strax og Soffía kom að máli við okkur um hvort við vildum taka þátt í þessu, þá kviknaði neistinn. Við erum búnar að vera æfa og æfa. Við erum líka búnar að hafa aukaæfingar síðastliðna viku,“ segir Sesselja Guðrún Sigurðardóttir Silfursvanur sem hóf ballettnám árið 2017. Kristín Sigrún Halldórsdóttir hóf ballettnám árið 2016 fyrir tilviljun þegar vinkona hennar bað hana um að koma með sér. Hún segist ekkert hafa verið að auglýsa að hún væri í slíku námi til að byrja með en það hafi breyst. „ Ég er nýlega farin að segja að ég sé í ballett og segi mjög grimmt frá því og fólk er bara afar glatt fyrir mína hönd og finnst þetta hið besta mál,“ segir hún. Kristín segist finna mikinn mun á sér eftir að hún hóf dansnámið. „Ég er kannski ekki að svífa um eins og svanur en en þetta er bara gott fyrir líkamann. Þetta skilar sér með ýmsu móti. Ég sit t.d. bein í bekknum í jarðaförum,“ segir hún. Hópurinn heldur til Madeira á næstunni og sýnir svo á hátíðinni snemma í næstu viku. Þær viðurkenna að þær séu með svolítinn sviðskrekk en þó aðallega tilhlökkun. „Það á alltaf að vera smá sviðskrekkur,“ segja þær áður en þær svífa á braut.
Dans Eldri borgarar Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira