Fyrrverandi þingmenn á Bandaríkjaþingi segja rödd Íslands mikilvæga Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2022 20:01 Það er ekki á hverjum degi sem fyrrverandi þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings verma sæti þingmanna á Alþingi eins og þeir gerðu í dag. Stöð 2/HMP Fyrrverandi þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings segja rödd Íslands skipta miklu máli á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn geti margt lært af Íslendingum. Heimir Már hitti nokkra fyrrverandi fulltrúadeildarþingmenn í dag. Samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafa verið mikil og náin allt frá síðari heimsstyrjöld og Bandaríkin voru fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstætt íslenskt lýðveldi árið 1944. Hópur fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanna er nú staddur hér á landi í boði Félags fyrrverandi þingmanna og skoðaði hópurinn Höfða í morgun og heimsótti síðan Alþingi. Það er ekki á hverjum degi sem fyrrverandi bandarískir þingmenn sitja í þingsal á Íslandi. Það gerðist einmitt í dag þegar hópur fyrrverandi þingmanna heimsótti Alþingi. Þeir sýndu sýndu sögu þingsins mikinn áhuga. Martin Frost fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður fyrir Demókrata í Texas og Connie Morella fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Republikana í Maryland með Sóleigu Pétursdóttur fyrrverandi forseta Alþingis.Stöð 2/HMP Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi forseti Alþingis og formaður Félags fyrrverandi þingmanna og Kristín Einarsdóttir núverandi formaður félagsins tóku á móti hópnum. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fór yfir sögu og starfsemi þingsins og svaraði fyrirspurnum. Demókratinn Martin Frost sat í fulltrúadeildinni fyrir Texas í 26 ár og Republikaninn Connie Morella fyrir Maryland í sautján ár. Eftir það var hún sendiherra Bandaríkjanna hjá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, í París þar sem hún kynntist Íslendingum. Rödd Íslands væri kröftug og mikilvæg innan NATO og fleiri alþjóðastofnana. Hin 91 árs gamla Connie Morella kemur úr frjálslyndari armi Republikanaflokksins og fór gegn meginstefnu hans varðandi réttindi kvenna, þungunarrof og réttindi samkynhneigðra í þau sautján ár sem hún sat á Bandaríkjaþingi.Stöð 2/HMP „Ísland er kannski fámennasta þjóðin en á fundum OECD var Ísland í forystu rétt eins og Bretland, Þýskaland og Bandaríkin. Rödd Íslands var jafnvíg og annarra og fólk hlustaði á ykkur. Það hefur borið vel á Íslandi þrátt fyrir smæðina og þjóðin er stór í ljósi áhrifa sinna,“ segir Morella. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fór stuttlega yfir sögu þess og starfsemi.Stöð 2/HMP Frost segir Ísland og Bandaríkin eiga samleið á mörgum sviðum. Þjóðirnar geti til að mynda unnið saman á sviði nýtingar endurvinnanlegrar orku og loftslagsmála. „Við berum virðingu fyrir landi ykkar. Þið hafið átt þjóðþing um langt skeið. Þegar ég tala við nemendur og aðra hópa er ég oft minntur á að þið hafið átt ykkur lýðræðislega þjóðþing lengur en Bandaríkin. Þið búið að ríkri lýðræðishefð. Við viljum starfa með ykkur. Oft á tíðum getum við mikið að ykkur lært,“ segir Frost. Lengra viðtal við þau Morella og Frost má finna áspilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Bandaríkin Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafa verið mikil og náin allt frá síðari heimsstyrjöld og Bandaríkin voru fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstætt íslenskt lýðveldi árið 1944. Hópur fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanna er nú staddur hér á landi í boði Félags fyrrverandi þingmanna og skoðaði hópurinn Höfða í morgun og heimsótti síðan Alþingi. Það er ekki á hverjum degi sem fyrrverandi bandarískir þingmenn sitja í þingsal á Íslandi. Það gerðist einmitt í dag þegar hópur fyrrverandi þingmanna heimsótti Alþingi. Þeir sýndu sýndu sögu þingsins mikinn áhuga. Martin Frost fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður fyrir Demókrata í Texas og Connie Morella fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Republikana í Maryland með Sóleigu Pétursdóttur fyrrverandi forseta Alþingis.Stöð 2/HMP Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi forseti Alþingis og formaður Félags fyrrverandi þingmanna og Kristín Einarsdóttir núverandi formaður félagsins tóku á móti hópnum. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fór yfir sögu og starfsemi þingsins og svaraði fyrirspurnum. Demókratinn Martin Frost sat í fulltrúadeildinni fyrir Texas í 26 ár og Republikaninn Connie Morella fyrir Maryland í sautján ár. Eftir það var hún sendiherra Bandaríkjanna hjá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, í París þar sem hún kynntist Íslendingum. Rödd Íslands væri kröftug og mikilvæg innan NATO og fleiri alþjóðastofnana. Hin 91 árs gamla Connie Morella kemur úr frjálslyndari armi Republikanaflokksins og fór gegn meginstefnu hans varðandi réttindi kvenna, þungunarrof og réttindi samkynhneigðra í þau sautján ár sem hún sat á Bandaríkjaþingi.Stöð 2/HMP „Ísland er kannski fámennasta þjóðin en á fundum OECD var Ísland í forystu rétt eins og Bretland, Þýskaland og Bandaríkin. Rödd Íslands var jafnvíg og annarra og fólk hlustaði á ykkur. Það hefur borið vel á Íslandi þrátt fyrir smæðina og þjóðin er stór í ljósi áhrifa sinna,“ segir Morella. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fór stuttlega yfir sögu þess og starfsemi.Stöð 2/HMP Frost segir Ísland og Bandaríkin eiga samleið á mörgum sviðum. Þjóðirnar geti til að mynda unnið saman á sviði nýtingar endurvinnanlegrar orku og loftslagsmála. „Við berum virðingu fyrir landi ykkar. Þið hafið átt þjóðþing um langt skeið. Þegar ég tala við nemendur og aðra hópa er ég oft minntur á að þið hafið átt ykkur lýðræðislega þjóðþing lengur en Bandaríkin. Þið búið að ríkri lýðræðishefð. Við viljum starfa með ykkur. Oft á tíðum getum við mikið að ykkur lært,“ segir Frost. Lengra viðtal við þau Morella og Frost má finna áspilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Bandaríkin Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira