Öll óvissa með ráðherrastól skapi ekki gott andrúmsloft Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 27. október 2022 10:26 Guðlaugur Þór Þórðarson fundaði með fjölmennum hópi stuðningsmanna sinna í Grafarvogi í gærkvöldi. Vísir/ArnarHalldórs Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir enn óákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann ætli að greina Bjarna Benediktsson formanni fyrst frá framboði verði það lendingin. Þetta segir Guðlaugur Þór í viðtali við fréttastofu. Það verði ekki þannig að hann tilkynni um framboð gegn sitjandi formanni í fjölmiðlum. Hann muni nálgast formanninn varðandi það efni. Hann segir Bjarna ekki tala á sömu nótum um ráðherrabreytingar hjá flokknum eins og hann hafi gert við upphaf þessa kjörtímabils. Öll slík óvissa um ráðherrastóla skapi slæmt andrúmsloft. Svipuð fylgisþróun mjög alvarlegt mál „Það er væntanlega verst geymda leyndarmál á Íslandi að það hafa mjög margir skorað á mig. Það er fólk í Sjálfstæðisflokknum sem hefur miklar áhyggjur af stöðu flokksins, eðlilega, og ekkert óeðlilegt að svona umræða komi upp. Sérstaklega í ljósi þess að við höfum ekki haldið landsfund í fjögur ár. Ég held að flest allir Sjálfstæðismenn vilji að við gerum betur,“ segir Guðlaugur Þór. „Skoðanakannanir eru eitt og auðvitað sveiflast þær, en hafa ekki verið jákvæðar mjög lengi. Aðalatriðið, þótt skoðanakannanir skipta máli, eru niðurstöður kosninga. Það vita allir hvernig þau mál hafa þróast. Menn hafa áhyggjur af því að það geti haldið áfram sem væri auðvitað mjög alvarlegt.“ Stöðuna þurfi að ræða hreinskilningslega innan flokksins. Niðurstaða kosninga sé ekkert náttúrulögmál. Fólk yfirgefi flokkinn „Ef við náum ekki þeim árangri sem við viljum þá hljótum við að skoða hvað það er, hvað við getum til að bæta. Styrkur flokksins hefur legið í því að við höfum verið fjöldaflokkur, breiðfylking. Við höfum séð fólk fara úr flokknum af ýmsum ástæðum,“ segir Guðlaugur Þór. Má nefna stofnendur Viðreisnar sem dæmi um fylkingu Sjálfstæðismanna sem leitaði annað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2003 til 2013. Hún hætti afskiptum af stjórnmálum en gekk svo til liðs við Viðreisn nokkrum árum síðar.Vísir/Vilhelm „Þeir sem ég tala við eru flestir á því að við þurfum að nálgast af meiri áhuga og ákefð en við höfum gert núna. Við getum ekki sætt okkur við að að vera rúmlega tuttugu prósenta flokkur og jafnvel sjá eitthvað ívið verra í skoðanakönnunum. Það er ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem ég gekk í. Það hefur ekkert breyst að sú hugmyndafræði sem við stöndum fyrir er best. Það er ekkert að henni. Við þurfum að líta til þess hvernig við getum náð betri árangri.“ Guðlaugur Þór bætir við: „Ég hitti margt fólk og mín stjórnmál hafa alltaf gengið út á að vinna með fólki, vera í samskiptum við fólk. Það er ekkert sem hefur gerst á allra síðustu dögum. Frekar jafnt og þétt yfir langan tíma að fólk hefur hvatt mig til að bjóða mig fram.“ Óvissa skapi slæmt andrúmsloft Ráðherra segir enn eftir að koma í ljós hvort hann bjóði fram gegn sitjandi formanni. „Það liggur fyrir að ef ég tæki það skref, sem er stórt skref af mörgum ástæðum, þá mun ég ekki tilkynna það í fjölmiðlum. Ég mun ræða það við formann flokksins BJarna Benediktsson. Hann mun ekki sjá það, ef þetta gerist, í fjölmiðlum,“ segir Guðlaugur Þór. Bjarni tilkynnti á dögunum að ekki væri víst að Jón Gunnarsson myndi hætta sem dómsmálaráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir taka við þegar átján mánuðir væru liðnir af kjörtímabilinu. Bjarni hafði fullyrt að það yrði gert við upphaf kjörtímabilsins. Fyrir vikið beinast spjótin að ráðherrastól Guðlaugs Þórs ákveði Bjarni að hrókera ráðherrum með öðrum hætti. Enda talið ólíklegt að Bjarni myndi hrófla við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, sem eru dyggir bandamenn Bjarna og vonarstjörnur flokksins. Bjarni Benediktsson ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór segir þessar vendingar ekki sérstaklega ástæða þess að hann velti fyrir sér framboði. „Hins vegar koma þessar yfirlýsingar auðvitað á óvart og eru ekki í samræmi við það sem hann hefur sagt áður. Ég get ekkert lagt út af því. Hins vegar liggur alveg fyrir að það á ekki að fjölga ráðherrum. Ég held það skipti máli að hafa enga óvissu í þessu. Það er alltaf erfitt þegar þú ert að velja í lið og ekkert einsdæmi að það yrði skipt um á miðju kjörtímabili. En ég held það sé mjög skynsamlegt að vera með hreinar línur í því. Öll óvissa í slíku skapar ekki gott andrúmsloft.“ Hann telji skynsamlegt að vera með hreinar línur í þessu máli. Njóti stuðnings víða um land Skráning fulltrúa á landsfundinn stendur yfir. Guðlaugur Þór er með þétt stuðningsnet á bak við sig, fólk í grasrótinni, og ljóst að einhverjir munu þurfa frá að hverfa í baráttunni um sæti á fundinum. Smölun er í gangi. „Það var náttúrulega lína sem við gáfum. Að hvetja alla til að fara á landsfund. Þetta er stórkostleg samkoma. Það hefur enginn stjórn á tæplega tvö þúsund manna samkomu. Sjálfstæðismenn og Sjálfstæðiskonur eru sjálfstætt fólk. Það er ánægjulegt að það sé mikill áhugi á fundinum. Ég er sannfærður um að ef okkur tekst vel til þá komum við miklu sterkari sem gæti verið grunnurinn að því að vinna meiri sigra. Því kosningabaráttan byrjar um leið og það er búið að telja úr kössunum. Kosningabarátta er ekki spretthlaup, heldur langhlaup. Þó þessi hefðbundna kosningabarátta sé fyrir augum allra þá eru það þeir flokkar sem ná árangri sem vinna að því allt kjörtímabilið að tryggja góða útkomu. Eina leiðin að mínu áliti til að gera það er að virkja sem flesta. Við stóðum alltaf best þegar við vorum breiðfylking. Vorum með marga í flokknum og vorum að nýta mannauðinn í flokknum. Frá þeim tíma, frá stofnun 1929, hafa aldrei allir verið algjörlega sammála um allt - reyndar ekki. En styrkurinn hefur legið í því að við höfum talað, tekist á um hluti og komist að sem bestri niðurstöðu. Því fleiri sem taka þátt í því, því betra. Við eigum að stefna að því að vera raunveruleg fjöldahreyfing og breiðfylking í íslenskum stjórnmálum. Í því liggur okkar styrkur því við eigum mjög góðan málstað að verja,“ segir Guðlaugur Þór. Stétt með stétt sé kjarni máls. „Það er kjarni máls að þú sért með breiðan hóp og þú bjóðir alla velkomna. Opnir faðminn fyrir fólki.“ Hann segist ekki aðeins njóta stuðnings í höfuðborginni heldur víða um land. „Ég náttúrulega hef mínar rætur úti á landi. Ólst upp í Borgarnesi, er ættaður frá Siglufirði og þekki þann stað mjög vel. Í mínum störfum hvort sem er í forystu í ungliðahreyfingunni, þingmaður eða ráðherra hef ég alltaf lagt á það áherslu að rækta fólk úti um allt land, því það er skylda okkar. Sama í hvaða kjördæmi við erum og þá sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu. Jú, ég hef mikil tengsl við alla landshluta og get bætt við að við hjónin höfum komið okkur fyrir í Skaftártungu. Ég starfa með fólki úti um allt land og á meðan ég starfa í stjórnmálum mun ég gera það.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Fundaði með fjölmennum hópi úr baklandinu í Grafarvogi Fjölmennt var á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra með stuðningsmönnum sínum í Grafarvogi í gærkvöldi samkvæmt heimildum fréttastofu. Hugur var í fólki. Fundi lauk þó án þess að Guðlaugur Þór ákveddi hvort hann ætlaði fram til formanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins aðra helgi. 27. október 2022 09:18 Bjarni segir engin átök hafa verið á milli hans og Guðlaugs Þórs „Við höfum ekki rætt þessi mál. Það hafa ekki verið nein átök á milli okkar, bara ágætis samstarf verð ég að segja. Að því leytinu til kæmi mér á óvart ef þetta endaði með einhverjum átökum um forystuna í flokknum,“ segir Bjarni Benediktsson um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 27. október 2022 06:50 Kraumar undir niðri í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins Orðrómur um hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi er enn ein vísbending um að Guðlaugur Þór og formaðurinn Bjarni Benediktsson gangi ekki í takt. Og að innan flokks skipist menn í sveitir. Líklega er um að ræða eitt verst geymda leyndarmál í íslenskum stjórnmálum. 26. október 2022 15:35 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Þetta segir Guðlaugur Þór í viðtali við fréttastofu. Það verði ekki þannig að hann tilkynni um framboð gegn sitjandi formanni í fjölmiðlum. Hann muni nálgast formanninn varðandi það efni. Hann segir Bjarna ekki tala á sömu nótum um ráðherrabreytingar hjá flokknum eins og hann hafi gert við upphaf þessa kjörtímabils. Öll slík óvissa um ráðherrastóla skapi slæmt andrúmsloft. Svipuð fylgisþróun mjög alvarlegt mál „Það er væntanlega verst geymda leyndarmál á Íslandi að það hafa mjög margir skorað á mig. Það er fólk í Sjálfstæðisflokknum sem hefur miklar áhyggjur af stöðu flokksins, eðlilega, og ekkert óeðlilegt að svona umræða komi upp. Sérstaklega í ljósi þess að við höfum ekki haldið landsfund í fjögur ár. Ég held að flest allir Sjálfstæðismenn vilji að við gerum betur,“ segir Guðlaugur Þór. „Skoðanakannanir eru eitt og auðvitað sveiflast þær, en hafa ekki verið jákvæðar mjög lengi. Aðalatriðið, þótt skoðanakannanir skipta máli, eru niðurstöður kosninga. Það vita allir hvernig þau mál hafa þróast. Menn hafa áhyggjur af því að það geti haldið áfram sem væri auðvitað mjög alvarlegt.“ Stöðuna þurfi að ræða hreinskilningslega innan flokksins. Niðurstaða kosninga sé ekkert náttúrulögmál. Fólk yfirgefi flokkinn „Ef við náum ekki þeim árangri sem við viljum þá hljótum við að skoða hvað það er, hvað við getum til að bæta. Styrkur flokksins hefur legið í því að við höfum verið fjöldaflokkur, breiðfylking. Við höfum séð fólk fara úr flokknum af ýmsum ástæðum,“ segir Guðlaugur Þór. Má nefna stofnendur Viðreisnar sem dæmi um fylkingu Sjálfstæðismanna sem leitaði annað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2003 til 2013. Hún hætti afskiptum af stjórnmálum en gekk svo til liðs við Viðreisn nokkrum árum síðar.Vísir/Vilhelm „Þeir sem ég tala við eru flestir á því að við þurfum að nálgast af meiri áhuga og ákefð en við höfum gert núna. Við getum ekki sætt okkur við að að vera rúmlega tuttugu prósenta flokkur og jafnvel sjá eitthvað ívið verra í skoðanakönnunum. Það er ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem ég gekk í. Það hefur ekkert breyst að sú hugmyndafræði sem við stöndum fyrir er best. Það er ekkert að henni. Við þurfum að líta til þess hvernig við getum náð betri árangri.“ Guðlaugur Þór bætir við: „Ég hitti margt fólk og mín stjórnmál hafa alltaf gengið út á að vinna með fólki, vera í samskiptum við fólk. Það er ekkert sem hefur gerst á allra síðustu dögum. Frekar jafnt og þétt yfir langan tíma að fólk hefur hvatt mig til að bjóða mig fram.“ Óvissa skapi slæmt andrúmsloft Ráðherra segir enn eftir að koma í ljós hvort hann bjóði fram gegn sitjandi formanni. „Það liggur fyrir að ef ég tæki það skref, sem er stórt skref af mörgum ástæðum, þá mun ég ekki tilkynna það í fjölmiðlum. Ég mun ræða það við formann flokksins BJarna Benediktsson. Hann mun ekki sjá það, ef þetta gerist, í fjölmiðlum,“ segir Guðlaugur Þór. Bjarni tilkynnti á dögunum að ekki væri víst að Jón Gunnarsson myndi hætta sem dómsmálaráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir taka við þegar átján mánuðir væru liðnir af kjörtímabilinu. Bjarni hafði fullyrt að það yrði gert við upphaf kjörtímabilsins. Fyrir vikið beinast spjótin að ráðherrastól Guðlaugs Þórs ákveði Bjarni að hrókera ráðherrum með öðrum hætti. Enda talið ólíklegt að Bjarni myndi hrófla við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, sem eru dyggir bandamenn Bjarna og vonarstjörnur flokksins. Bjarni Benediktsson ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór segir þessar vendingar ekki sérstaklega ástæða þess að hann velti fyrir sér framboði. „Hins vegar koma þessar yfirlýsingar auðvitað á óvart og eru ekki í samræmi við það sem hann hefur sagt áður. Ég get ekkert lagt út af því. Hins vegar liggur alveg fyrir að það á ekki að fjölga ráðherrum. Ég held það skipti máli að hafa enga óvissu í þessu. Það er alltaf erfitt þegar þú ert að velja í lið og ekkert einsdæmi að það yrði skipt um á miðju kjörtímabili. En ég held það sé mjög skynsamlegt að vera með hreinar línur í því. Öll óvissa í slíku skapar ekki gott andrúmsloft.“ Hann telji skynsamlegt að vera með hreinar línur í þessu máli. Njóti stuðnings víða um land Skráning fulltrúa á landsfundinn stendur yfir. Guðlaugur Þór er með þétt stuðningsnet á bak við sig, fólk í grasrótinni, og ljóst að einhverjir munu þurfa frá að hverfa í baráttunni um sæti á fundinum. Smölun er í gangi. „Það var náttúrulega lína sem við gáfum. Að hvetja alla til að fara á landsfund. Þetta er stórkostleg samkoma. Það hefur enginn stjórn á tæplega tvö þúsund manna samkomu. Sjálfstæðismenn og Sjálfstæðiskonur eru sjálfstætt fólk. Það er ánægjulegt að það sé mikill áhugi á fundinum. Ég er sannfærður um að ef okkur tekst vel til þá komum við miklu sterkari sem gæti verið grunnurinn að því að vinna meiri sigra. Því kosningabaráttan byrjar um leið og það er búið að telja úr kössunum. Kosningabarátta er ekki spretthlaup, heldur langhlaup. Þó þessi hefðbundna kosningabarátta sé fyrir augum allra þá eru það þeir flokkar sem ná árangri sem vinna að því allt kjörtímabilið að tryggja góða útkomu. Eina leiðin að mínu áliti til að gera það er að virkja sem flesta. Við stóðum alltaf best þegar við vorum breiðfylking. Vorum með marga í flokknum og vorum að nýta mannauðinn í flokknum. Frá þeim tíma, frá stofnun 1929, hafa aldrei allir verið algjörlega sammála um allt - reyndar ekki. En styrkurinn hefur legið í því að við höfum talað, tekist á um hluti og komist að sem bestri niðurstöðu. Því fleiri sem taka þátt í því, því betra. Við eigum að stefna að því að vera raunveruleg fjöldahreyfing og breiðfylking í íslenskum stjórnmálum. Í því liggur okkar styrkur því við eigum mjög góðan málstað að verja,“ segir Guðlaugur Þór. Stétt með stétt sé kjarni máls. „Það er kjarni máls að þú sért með breiðan hóp og þú bjóðir alla velkomna. Opnir faðminn fyrir fólki.“ Hann segist ekki aðeins njóta stuðnings í höfuðborginni heldur víða um land. „Ég náttúrulega hef mínar rætur úti á landi. Ólst upp í Borgarnesi, er ættaður frá Siglufirði og þekki þann stað mjög vel. Í mínum störfum hvort sem er í forystu í ungliðahreyfingunni, þingmaður eða ráðherra hef ég alltaf lagt á það áherslu að rækta fólk úti um allt land, því það er skylda okkar. Sama í hvaða kjördæmi við erum og þá sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu. Jú, ég hef mikil tengsl við alla landshluta og get bætt við að við hjónin höfum komið okkur fyrir í Skaftártungu. Ég starfa með fólki úti um allt land og á meðan ég starfa í stjórnmálum mun ég gera það.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Fundaði með fjölmennum hópi úr baklandinu í Grafarvogi Fjölmennt var á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra með stuðningsmönnum sínum í Grafarvogi í gærkvöldi samkvæmt heimildum fréttastofu. Hugur var í fólki. Fundi lauk þó án þess að Guðlaugur Þór ákveddi hvort hann ætlaði fram til formanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins aðra helgi. 27. október 2022 09:18 Bjarni segir engin átök hafa verið á milli hans og Guðlaugs Þórs „Við höfum ekki rætt þessi mál. Það hafa ekki verið nein átök á milli okkar, bara ágætis samstarf verð ég að segja. Að því leytinu til kæmi mér á óvart ef þetta endaði með einhverjum átökum um forystuna í flokknum,“ segir Bjarni Benediktsson um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 27. október 2022 06:50 Kraumar undir niðri í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins Orðrómur um hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi er enn ein vísbending um að Guðlaugur Þór og formaðurinn Bjarni Benediktsson gangi ekki í takt. Og að innan flokks skipist menn í sveitir. Líklega er um að ræða eitt verst geymda leyndarmál í íslenskum stjórnmálum. 26. október 2022 15:35 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Fundaði með fjölmennum hópi úr baklandinu í Grafarvogi Fjölmennt var á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra með stuðningsmönnum sínum í Grafarvogi í gærkvöldi samkvæmt heimildum fréttastofu. Hugur var í fólki. Fundi lauk þó án þess að Guðlaugur Þór ákveddi hvort hann ætlaði fram til formanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins aðra helgi. 27. október 2022 09:18
Bjarni segir engin átök hafa verið á milli hans og Guðlaugs Þórs „Við höfum ekki rætt þessi mál. Það hafa ekki verið nein átök á milli okkar, bara ágætis samstarf verð ég að segja. Að því leytinu til kæmi mér á óvart ef þetta endaði með einhverjum átökum um forystuna í flokknum,“ segir Bjarni Benediktsson um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 27. október 2022 06:50
Kraumar undir niðri í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins Orðrómur um hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi er enn ein vísbending um að Guðlaugur Þór og formaðurinn Bjarni Benediktsson gangi ekki í takt. Og að innan flokks skipist menn í sveitir. Líklega er um að ræða eitt verst geymda leyndarmál í íslenskum stjórnmálum. 26. október 2022 15:35