Dauðhrædd um börnin sín á Háaleitisbraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2022 21:01 Litlu mátti muna að illa færi á dögunum þegar þetta barn fór yfir Háaleitisbraut skammt frá Efstaleiti. Þar, á milli tveggja strætóskýla, virðist gert ráð fyrir að vegfarendur þveri götuna - og þeir gera það óspart. Göngu- og hjólastígar liggja upp að götunni og stígur er lagður yfir umferðareyjuna á milli. En ökumenn aka afar hratt þarna um, eins og sést í spilaranum hér fyrir neðan. Móðir í Háaleitishverfi segir umferðaröryggismálum við Háaleitisbraut alvarlega ábótavant. Hún þorir ekki að senda barn sitt eitt yfir götuna og kallar eftir heildarendurskoðun á gatnamótum. Litlu mátti muna að illa færi þegar barn hjólaði yfir götuna á dögunum. Háaleitisbrautin sker heilt skólahverfi í tvennt. Rétt austan megin götuna er Hvassaleitisskóli og leikskólinn Austurborg er steinsnar frá, vestan megin. Mikil umferð barna er því um götuna. Eva Kristín Dal, móðir barna í báðum skólum, hefur þungar áhyggjur af; einkum á gatnamótunum við Austurver. „Það eru engin ljós þar sem gangandi vegfarendum er algjörlega veittur forgangur. Það er alltaf hætta á því að beygjuumferðin komi og einhvern veginn með þessi birtuskilyrði sem eru hérna, þetta er bara alltof hár hraði og margir sem keyra alltof hratt. Það er hálfgerð blindhæð hérna þegar þú kemur frá Bústaðaveginum,“ segir Eva. Ögn neðar í götunni við Efstaleiti er einnig mikil umferð gangandi vegfarenda. Þar virðist gert ráð fyrir hálfgerðu gangbrautarígildi á milli tveggja strætóskýla; hjóla- og göngustígar liggja þar að götunni báðum megin og göngustígur er einnig á staðnum yfir umferðareyjuna. En ökumenn virðast ítrekað virða þetta að vettugi og hætta getur skapast, eins og sést á myndefninu sem fylgir fréttinni hér fyrir ofan. Til dæmis mátti litlu muna að illa færi á dögunum þegar barn hjólaði yfir götuna á þessum sama stað. Atvikið er einnig sýnt í fréttinni. Eva Kristín Dal, móðir í Háaleitishverfi, vill stórbæta umferðaröryggi við Háaleitisbraut.Skjáskot „Svo hafa ýmsir bent á að kannski væru undirgöng málið. En ég vil bara taka öll þessi gatnamót á Háaleitisbrautinni til gagngerrar endurskoðunar,“ segir Eva. Ertu hrædd um þín börn hérna? „Mjög hrædd. Minn sjö ára fær ekki að fara einn yfir og ég veit ekki alveg hvenær ég mun treysta ökumönnum til að taka tillit til hans.“ Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki. 27. október 2022 16:31 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Háaleitisbrautin sker heilt skólahverfi í tvennt. Rétt austan megin götuna er Hvassaleitisskóli og leikskólinn Austurborg er steinsnar frá, vestan megin. Mikil umferð barna er því um götuna. Eva Kristín Dal, móðir barna í báðum skólum, hefur þungar áhyggjur af; einkum á gatnamótunum við Austurver. „Það eru engin ljós þar sem gangandi vegfarendum er algjörlega veittur forgangur. Það er alltaf hætta á því að beygjuumferðin komi og einhvern veginn með þessi birtuskilyrði sem eru hérna, þetta er bara alltof hár hraði og margir sem keyra alltof hratt. Það er hálfgerð blindhæð hérna þegar þú kemur frá Bústaðaveginum,“ segir Eva. Ögn neðar í götunni við Efstaleiti er einnig mikil umferð gangandi vegfarenda. Þar virðist gert ráð fyrir hálfgerðu gangbrautarígildi á milli tveggja strætóskýla; hjóla- og göngustígar liggja þar að götunni báðum megin og göngustígur er einnig á staðnum yfir umferðareyjuna. En ökumenn virðast ítrekað virða þetta að vettugi og hætta getur skapast, eins og sést á myndefninu sem fylgir fréttinni hér fyrir ofan. Til dæmis mátti litlu muna að illa færi á dögunum þegar barn hjólaði yfir götuna á þessum sama stað. Atvikið er einnig sýnt í fréttinni. Eva Kristín Dal, móðir í Háaleitishverfi, vill stórbæta umferðaröryggi við Háaleitisbraut.Skjáskot „Svo hafa ýmsir bent á að kannski væru undirgöng málið. En ég vil bara taka öll þessi gatnamót á Háaleitisbrautinni til gagngerrar endurskoðunar,“ segir Eva. Ertu hrædd um þín börn hérna? „Mjög hrædd. Minn sjö ára fær ekki að fara einn yfir og ég veit ekki alveg hvenær ég mun treysta ökumönnum til að taka tillit til hans.“
Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki. 27. október 2022 16:31 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki. 27. október 2022 16:31