Eðlilegt að fólk reiðist þegar það sjái valdbeitingu Snorri Másson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 3. nóvember 2022 20:50 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi norrænu forsætisráðherranna. Norden.org Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í málum þeirra fimmtán hælisleitenda sem sendir hafi verið úr landi í gær hafi legið fyrir stjórnvaldsákvörðun, þótt einhverjir hafi óskað eftir endurupptöku eða leitað til dómstóla. „En það sem ég tel að þurfi að skoða sérstaklega í þessu máli, og ég held að ég tali nú fyrir munn allra, er að ég tel að það þurfi að fara yfir málefni fatlaðs manns, sem var einn af þessum einstaklingum. Það skiptir gríðarlegu máli að við vöndum okkur þegar um viðkvæma hópa er að ræða og að það verði farið yfir það hvort réttindi hans hafi verið virt að öllu leyti eins og á auðvitað að vera,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu í dag. Hlusta má á viðtalið við Katrínu þegar 3 mínútur eru liðnar af fréttinni: Skilurðu þessa reiði almennt í þessu máli? „Já, þessi mál eru auðvitað flókin. Þessi brottvísun byggir á löggjöfinni frá 2016 sem ríkti pólitísk samstaða um. En það er eðlilegt hins vegar að fólk reiðist þegar það sér einhvers konar valdbeitingu í svona málum.“ Nú gerist þetta á þinni vakt, ertu sátt við það? Katrín Jakobsdóttir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.stöð 2 „Þarna er byggt á löggjöf sem var samþykkt 2016 sem er nú raunar fyrir mína vakt en allir flokkar studdu á sínum tíma og flest telja að hafi elst vel. En það liggur auðvitað fyrir að þegar við erum með reglur þá óska margir eftir því að koma og fá að vera en það fá ekki allir jákvætt svar og það er bara flókið,“ segir Katrín. Ný könnun um stuðning við frumvarp Jóns Gunnarssonar Umræðan um þessa brottvísun blandast umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra til nýrra útlendingalaga. Í könnun sem Maskína lagði fyrir er niðurstaðan sú í fyrsta lagi að 62% Íslendinga hafa raunar fremur lítið eða mjög lítið sem ekki neitt kynnt sér efni frumvarpsins og aðeins 11% hafa kynnt sér það að ráði. 31,5% fólks er þá andvígt eða mjög andvígt frumvarpinu, 45 prósent eru hlutlaus og 22,8% eru hlynnt því. Mestur er stuðningurinn innan Miðflokks og Sjálfstæðisflokks. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi. 3. nóvember 2022 16:03 Mótmæla brottvísunum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17:15 í dag á Austurvelli vegna brottflutnings hælisleitenda. 3. nóvember 2022 14:56 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
„En það sem ég tel að þurfi að skoða sérstaklega í þessu máli, og ég held að ég tali nú fyrir munn allra, er að ég tel að það þurfi að fara yfir málefni fatlaðs manns, sem var einn af þessum einstaklingum. Það skiptir gríðarlegu máli að við vöndum okkur þegar um viðkvæma hópa er að ræða og að það verði farið yfir það hvort réttindi hans hafi verið virt að öllu leyti eins og á auðvitað að vera,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu í dag. Hlusta má á viðtalið við Katrínu þegar 3 mínútur eru liðnar af fréttinni: Skilurðu þessa reiði almennt í þessu máli? „Já, þessi mál eru auðvitað flókin. Þessi brottvísun byggir á löggjöfinni frá 2016 sem ríkti pólitísk samstaða um. En það er eðlilegt hins vegar að fólk reiðist þegar það sér einhvers konar valdbeitingu í svona málum.“ Nú gerist þetta á þinni vakt, ertu sátt við það? Katrín Jakobsdóttir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.stöð 2 „Þarna er byggt á löggjöf sem var samþykkt 2016 sem er nú raunar fyrir mína vakt en allir flokkar studdu á sínum tíma og flest telja að hafi elst vel. En það liggur auðvitað fyrir að þegar við erum með reglur þá óska margir eftir því að koma og fá að vera en það fá ekki allir jákvætt svar og það er bara flókið,“ segir Katrín. Ný könnun um stuðning við frumvarp Jóns Gunnarssonar Umræðan um þessa brottvísun blandast umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra til nýrra útlendingalaga. Í könnun sem Maskína lagði fyrir er niðurstaðan sú í fyrsta lagi að 62% Íslendinga hafa raunar fremur lítið eða mjög lítið sem ekki neitt kynnt sér efni frumvarpsins og aðeins 11% hafa kynnt sér það að ráði. 31,5% fólks er þá andvígt eða mjög andvígt frumvarpinu, 45 prósent eru hlutlaus og 22,8% eru hlynnt því. Mestur er stuðningurinn innan Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi. 3. nóvember 2022 16:03 Mótmæla brottvísunum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17:15 í dag á Austurvelli vegna brottflutnings hælisleitenda. 3. nóvember 2022 14:56 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Katrín fari með rangt mál í málefnum hælisleitenda Lögmaður þeirra hælisleitenda sem sendir voru úr landi í nótt segir Katrínu Jakobsdóttur hafa farið með rangt mál þegar hún tjáði sig um málefni þeirra í morgun. Lögmaður fjölskyldunnar, sem var send úr landi í nótt, segir þau hafa beðið eftir niðurstöðu í máli sínu fyrir héraðsdómi. 3. nóvember 2022 16:03
Mótmæla brottvísunum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 17:15 í dag á Austurvelli vegna brottflutnings hælisleitenda. 3. nóvember 2022 14:56