„Mér finnst þetta allt vera að smella saman núna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2022 12:30 Andrea Jakobsdóttir er bjartsýn fyrir leikina tvo gegn Ísrael um helgina. Vísir/Skjáskot Andrea Jakobsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í handknattleik um helgina sem mætir Ísrael í tvígang í forkeppni heimsmeistaramótsins. Hún er bjartsýn fyrir verkefnið og segir ferð liðsins til Færeyja hafa þjappað hópnum vel saman. „Við höfum æft mjög vel og það er góður andi í hópnum. Mér finnst þetta allt vera að smella saman núna,“ sagði Andrea í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir æfingu landsliðsins í vikunni. Andrea leikur með danska liðinu Álaborg sem er í efsta sæti næst efstu deidar þar í landi. Íslenska liðið lék tvo leiki gegn Færeyjum um síðustu helgi og hefur nýtt vikuna vel í æfingar. „Þessi ferð um helgina var ótrúlega góð fyrir hópinn, mikið hópefli og góður hópur. Við þurftum aðeins að fínpússa upphlaupin hjá okkur og vörnina og við höfum gert það núna í vikunni. Það er búið að ganga rosa vel og ég held þetta verði gott núna um helgina,“ bætti Andrea við og sagði að verkefnið gegn Ísrael um helgina legðist vel í sig. „Þær eru reyndar eiginlega bara með nýtt lið, við vitum ekki hvaða leikmenn koma með. Þetta er andstæðingur sem við megum ekki vanmeta en við komum inn fullar af sjálfstrausti og ætlum okkur góða hluti.“ „Þær eru með flottar íþróttakonur í þessu liði. Það eru tveir nýir leikmenn frá Úkraínu sem við erum ekki með nein myndbönd af. Við erum bara með gamla leiki af þeim þannig að við þurfum að vera undirbúnar fyrir allt.“ Allt viðtalið við Andreu má sjá hér fyrir neðan þar sem hún ræðir meðal annars vistaskipti sín í sumar þar sem hún færði sig um set frá Kristianstad í Svíþjóð til Álaborgar. Klippa: Viðtal við Andreu Jakobsen Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir „Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári. 5. nóvember 2022 11:15 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
„Við höfum æft mjög vel og það er góður andi í hópnum. Mér finnst þetta allt vera að smella saman núna,“ sagði Andrea í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir æfingu landsliðsins í vikunni. Andrea leikur með danska liðinu Álaborg sem er í efsta sæti næst efstu deidar þar í landi. Íslenska liðið lék tvo leiki gegn Færeyjum um síðustu helgi og hefur nýtt vikuna vel í æfingar. „Þessi ferð um helgina var ótrúlega góð fyrir hópinn, mikið hópefli og góður hópur. Við þurftum aðeins að fínpússa upphlaupin hjá okkur og vörnina og við höfum gert það núna í vikunni. Það er búið að ganga rosa vel og ég held þetta verði gott núna um helgina,“ bætti Andrea við og sagði að verkefnið gegn Ísrael um helgina legðist vel í sig. „Þær eru reyndar eiginlega bara með nýtt lið, við vitum ekki hvaða leikmenn koma með. Þetta er andstæðingur sem við megum ekki vanmeta en við komum inn fullar af sjálfstrausti og ætlum okkur góða hluti.“ „Þær eru með flottar íþróttakonur í þessu liði. Það eru tveir nýir leikmenn frá Úkraínu sem við erum ekki með nein myndbönd af. Við erum bara með gamla leiki af þeim þannig að við þurfum að vera undirbúnar fyrir allt.“ Allt viðtalið við Andreu má sjá hér fyrir neðan þar sem hún ræðir meðal annars vistaskipti sín í sumar þar sem hún færði sig um set frá Kristianstad í Svíþjóð til Álaborgar. Klippa: Viðtal við Andreu Jakobsen
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir „Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári. 5. nóvember 2022 11:15 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
„Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári. 5. nóvember 2022 11:15