Ætla að flytja íslenskt vatn til frumbyggja í Kanada Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. desember 2022 19:00 Brad og Jón Ármann standa saman að verkefninu. egill aðalsteinsson Íslenskt vatn verður flutt út til frumbyggjabyggða í Kanada á næsta ári. Forsprakki verkefnisins segir að kanadísk yfirvöld muni fjármagna verkefnið í von um að bæta fyrir það sem miður hefur farið í mannkynssögunni. Um er að ræða Kanadískt íslenskt samstarfsverkefni þar sem Íslendingar og frumbyggjar í Kanada hafa stofnað fyrirtæki sem hefur þann tilgang að flytja vatnið út. „Við erum að reyna að byggja upp sjálfbæra lausn til að hjálpa frumbyggjum Kanada að fá aðgang að hreinu vatni, ekki bara til tafarlausrar notkunar heldur til langframa,“ segir Brad Loiselle , fyrir hönd frumbyggjaþjóðanna. „Vegna þess að þar er ekki til ferskt vatn hjá sumum. Allt að fimm prósent þjóðarinnar þurfa að sjóða vatnið. Þetta vatn sem ég er með hér verður selt í beljum í gámum og fer beint í ísskápinn hjá fólki,“ segir Jón Ármann Steinsson, framkvæmdastjóri Icelandia ehf. Laga það sem miður hefur farið Unnið er að samningum um flutning á vatninu en ríkisstjórn Kanada mun fjármagna verkefnið. „Samfélagslega séð er þetta mjög mikilvægt fyrir þessar þjóðir. Ríkisstjórn Kanada er að styrkja þau og laga það sem hefur miður farið í mannkynssögunni. Það held ég að sé mikilvægast því þetta fólk hefur verið afskipt. Sumir lengi,“ segir Jón. Í stað þess að flytja út vatn í plastflöskum verða vatnsbeljur fluttar út í gámavís. Jón á von á því að frumbyggjar í Kanada muni njóta fyrsta sopans í lok næsta árs. „Ég hef drukkið þetta vatn stanslaust síðan ég kom hingað, alltaf úr krananum, ég hef drukkið það stanslaust. Þetta er alveg dásamlegt vatn. Mér finnst það frábært og börnunum mínum líka. Við vorum að tala um að fá það á heimilið okkar og nota það í staðinn fyrir kranavatnið. Þetta er stórkostlegt vatn og að sjá það hreinsast þegar það rennur í gegnum hraun og að sjá hvað það er aðgengilegt hvar sem við förum er alveg ótrúlegt.“ Stærra en bara Kanada Brad segir Kanada bara byrjunina. Það eru mörg lönd í heiminum þar sem er vatnsskortur. Í sumum löndum er ekkert aðgengi að vatni, í Afríku og mörgum öðrum heimshlutum. Það er tækifæri hérna til að leysa vatnsvandamál víða um heim. Við byrjum á Kanada því við búum þar og þetta er mikilvægt fyrir okkur og vini okkar og félaga en þetta er stærra en bara Kanada.“ Kanada Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Um er að ræða Kanadískt íslenskt samstarfsverkefni þar sem Íslendingar og frumbyggjar í Kanada hafa stofnað fyrirtæki sem hefur þann tilgang að flytja vatnið út. „Við erum að reyna að byggja upp sjálfbæra lausn til að hjálpa frumbyggjum Kanada að fá aðgang að hreinu vatni, ekki bara til tafarlausrar notkunar heldur til langframa,“ segir Brad Loiselle , fyrir hönd frumbyggjaþjóðanna. „Vegna þess að þar er ekki til ferskt vatn hjá sumum. Allt að fimm prósent þjóðarinnar þurfa að sjóða vatnið. Þetta vatn sem ég er með hér verður selt í beljum í gámum og fer beint í ísskápinn hjá fólki,“ segir Jón Ármann Steinsson, framkvæmdastjóri Icelandia ehf. Laga það sem miður hefur farið Unnið er að samningum um flutning á vatninu en ríkisstjórn Kanada mun fjármagna verkefnið. „Samfélagslega séð er þetta mjög mikilvægt fyrir þessar þjóðir. Ríkisstjórn Kanada er að styrkja þau og laga það sem hefur miður farið í mannkynssögunni. Það held ég að sé mikilvægast því þetta fólk hefur verið afskipt. Sumir lengi,“ segir Jón. Í stað þess að flytja út vatn í plastflöskum verða vatnsbeljur fluttar út í gámavís. Jón á von á því að frumbyggjar í Kanada muni njóta fyrsta sopans í lok næsta árs. „Ég hef drukkið þetta vatn stanslaust síðan ég kom hingað, alltaf úr krananum, ég hef drukkið það stanslaust. Þetta er alveg dásamlegt vatn. Mér finnst það frábært og börnunum mínum líka. Við vorum að tala um að fá það á heimilið okkar og nota það í staðinn fyrir kranavatnið. Þetta er stórkostlegt vatn og að sjá það hreinsast þegar það rennur í gegnum hraun og að sjá hvað það er aðgengilegt hvar sem við förum er alveg ótrúlegt.“ Stærra en bara Kanada Brad segir Kanada bara byrjunina. Það eru mörg lönd í heiminum þar sem er vatnsskortur. Í sumum löndum er ekkert aðgengi að vatni, í Afríku og mörgum öðrum heimshlutum. Það er tækifæri hérna til að leysa vatnsvandamál víða um heim. Við byrjum á Kanada því við búum þar og þetta er mikilvægt fyrir okkur og vini okkar og félaga en þetta er stærra en bara Kanada.“
Kanada Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira