Fundu merki um að Mars sé enn jarðfræðilega virkur Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2022 10:52 Mynd evrópska geimfarins Mars Express af Kerberustroginu á Mars árið 2018. Miðpunktur möttulstróksins er sagður undir draginu. ESA/DLR/FU Berlin Athuganir á reikistjörnunni Mars benda til þess að þar sé að finna virkan möttulstrók undir yfirborðinu. Reikistjarnan hefur fram að þessu verið talin jarðfræðilega óvirk en strókurinn sem menn telja sig hafa fundið gæti knúið jarðskjálfta, misgengishreyfingar og jafnvel eldgos. Frásagnir af jarðfræðilegum dauða reikistjörnunnar Mars virðast hafa verið stórlega ýktar ef marka má nýja grein um fund möttulstróksins sem birtist í vísindaritinu Nature Astronomy í gær. Samkvæmt henni er um 4.000 kílómetra breiður möttulstrókur undir Elysiumsléttunni sem liggur á láglendissvæði á norðurhveli Mars, nærri miðbaug rauðu reikistjörnunnar. Möttulstrókar eru staðir þar sem heitt efni streymir upp úr iðrum jarðar. Talið er að Ísland hafi myndast ofan á einum öflugasta möttulstrók jarðarinnar. Strókurinn sem fannst á Mars er sagður sambærilegur við jarðneska möttulstróka. Hann er sagður þrýsta yfirborðinu upp og skýra landris, nýlega eldvirkni, misgengishreyfingar og áframhaldandi jarðskjálftavirkni. A 4,000 km diameter hot active plume head stands below Elysium Planitia, similar to large terrestrial plumes. Its centre coincides with Cerberus Fossae and it drives seismic and tectonic activity. And @NASAInSight sits on top of it! Broquet & Andrews-Hanna:https://t.co/NvQW7HGEgO pic.twitter.com/NdgEINTcWF— Nature Astronomy (@NatureAstronomy) December 5, 2022 Skekur hugmyndir um jarðfræðilega þróun reikistjarna Fram að þessu hefur verið talið að meiriháttar eldvirkni og skorpuhreyfingar hafi fyrst og fremst átt sér stað á Mars fyrsta eina og hálfa milljarð árin eftir myndun reikistjörnunnar. Mars er helmingi minni að þvermáli en jörðin og hitinn í iðrum reikistjörnunnar eftir myndun hennar fjaraði út mun hraðar. Því hefur verið talið sennilegt að Mars væri jarðfræðilega óvirkur eins og flestir aðrir hnettir sólkerfisins. Uppgötvunin nú gæti því skekið hugmyndir reikistjörnufræðinga um hvernig hiti reikistjarna þróast eftir myndun þeirra. „Við höfum sterkar vísbendingar fyrir því að möttulstrókar séu virkir á jörðinni og Venusi en það er ekki búist við þessu á litlum og því sem á að vera köldum heimum eins og Mars. Mars var virkastur fyrir þremur til fjórðum milljörðum ára og viðtekna skoðunin er að plánetan sé í raun dauð í dag,“ segir Jeff Andrews-Hanna, aðstoðarprófessor í reikistjörnufræði og einn höfunda greinarinnar, í tilkynningu frá Arizona-háskóla. Nýlegasta eldvirknin á Mars Athygli vísindamannanna beindist að Elysiumsléttunni þar sem mikil eldvirkni átti sér stað þar á síðustu tvö hundruð milljón árunum. Fyrri rannsóknir hópsins afhjúpuðu vísbendingar um að þar hafi gosið fyrir um 53.000 árum. Það væri langyngsta þekkta eldgosið á Mars. Miðja möttulstróksins er sögð undir Kerberustroginu þar sem bandaríska geimfarið InSight er staðsett. Það lenti á Mars árið 2018 og er fyrsta geimfarið búið jarðskjálftamæli sem hefur verið sent þangað. InSight hefur numið stöðugar jarðhræringar síðan þá og eru þar allar taldar eiga uppruna sinn til Kerberustrogsins. Kerberustrogið er langir og mjóir dalir sem teygja sig meira en þúsund kílómetra leið frá norðvestri til norðausturs í gegnum loftsteinagíga og hlíðar. Það liggur einnig um eldfjallasléttur sem eru taldar aðeins um tíu milljón ára gamlar. Trogið er sagt hafa orðið til þegar jarðskorpuhreyfingar ollu því að yfirborðið gliðnaði í sundur. Á jörðinni eru jarðskjálftar ýmist tengdir við möttulstróka eða flekahreyfingar. Vitað er að engum flekahreyfingum er til að dreifa á Mars. Því beindust sjónir hópsins að því hvort að möttulstrókur gæti skýrt hvers vegna svæðið hefur risið um hátt í tvo kílómetra og stendur einna hæst allra á víðáttumiklu láglendinu á norðurhvelinu. Vélknúinn armur Insight tók þessa mynd af geimfarinu og sólarsellum þess í desember árið 2018.AP/NASA Aðeins möttulstrókur geti skýrt myndunina Þyngdarsviðsmælingar frá sporbraut um Mars sýndu að landrisið teygði anga sína djúpt ofan í reikistjörnuna sem er sagt renna stoðum undir tilgátuna um möttulstrók. Einnig bentu athuganir á loftsteinagígum til þess að botn þeirra halli í átt að stróknum sem er sagt styðja enn frekar þá hugmynd að eitthvað hafi þrýst yfirborðinu upp á við eftir að þeir mynduðust. Niðurstaða jarðeðlisfræðilíkans sem vísindamennirnir fóðruðu á gögnunum var að aðeins víðáttumikill möttulstrókur gæti skýrt myndun Kerberustrogsins. „Þessi möttulstrókur hefur haft áhrif á svæði á Mars sem er gróflega á stærð við meginland Bandaríkjanna. Framtíðarrannsóknir verða að finna leiðir til þess að skýra mjög stóran möttulstrók sem ekki var búist við að væri þarna,“ er haft eftir Adrien Broquet, nýdoktor í reikistjörnufræðum og einum höfunda greinarinnar. Sé tilgátan rétt datt bandaríska geimvísindastofnunin NASA í lukkupottinn með lendingarstað InSight. Broquet segir að menn hafi talið geimfarið hafa lent á jarðfræðilega leiðinlegum stað en nú virðist það sitja ofan á eina möttulstrók reikistjörnunnar. „Virkur möttulstrókur á Mars samtímans breytir viðmiðum okkar um skilning á jarðfræðilegri þróun reikistjörnunnar,“ segir Broquet. Mars Eldgos og jarðhræringar Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Frásagnir af jarðfræðilegum dauða reikistjörnunnar Mars virðast hafa verið stórlega ýktar ef marka má nýja grein um fund möttulstróksins sem birtist í vísindaritinu Nature Astronomy í gær. Samkvæmt henni er um 4.000 kílómetra breiður möttulstrókur undir Elysiumsléttunni sem liggur á láglendissvæði á norðurhveli Mars, nærri miðbaug rauðu reikistjörnunnar. Möttulstrókar eru staðir þar sem heitt efni streymir upp úr iðrum jarðar. Talið er að Ísland hafi myndast ofan á einum öflugasta möttulstrók jarðarinnar. Strókurinn sem fannst á Mars er sagður sambærilegur við jarðneska möttulstróka. Hann er sagður þrýsta yfirborðinu upp og skýra landris, nýlega eldvirkni, misgengishreyfingar og áframhaldandi jarðskjálftavirkni. A 4,000 km diameter hot active plume head stands below Elysium Planitia, similar to large terrestrial plumes. Its centre coincides with Cerberus Fossae and it drives seismic and tectonic activity. And @NASAInSight sits on top of it! Broquet & Andrews-Hanna:https://t.co/NvQW7HGEgO pic.twitter.com/NdgEINTcWF— Nature Astronomy (@NatureAstronomy) December 5, 2022 Skekur hugmyndir um jarðfræðilega þróun reikistjarna Fram að þessu hefur verið talið að meiriháttar eldvirkni og skorpuhreyfingar hafi fyrst og fremst átt sér stað á Mars fyrsta eina og hálfa milljarð árin eftir myndun reikistjörnunnar. Mars er helmingi minni að þvermáli en jörðin og hitinn í iðrum reikistjörnunnar eftir myndun hennar fjaraði út mun hraðar. Því hefur verið talið sennilegt að Mars væri jarðfræðilega óvirkur eins og flestir aðrir hnettir sólkerfisins. Uppgötvunin nú gæti því skekið hugmyndir reikistjörnufræðinga um hvernig hiti reikistjarna þróast eftir myndun þeirra. „Við höfum sterkar vísbendingar fyrir því að möttulstrókar séu virkir á jörðinni og Venusi en það er ekki búist við þessu á litlum og því sem á að vera köldum heimum eins og Mars. Mars var virkastur fyrir þremur til fjórðum milljörðum ára og viðtekna skoðunin er að plánetan sé í raun dauð í dag,“ segir Jeff Andrews-Hanna, aðstoðarprófessor í reikistjörnufræði og einn höfunda greinarinnar, í tilkynningu frá Arizona-háskóla. Nýlegasta eldvirknin á Mars Athygli vísindamannanna beindist að Elysiumsléttunni þar sem mikil eldvirkni átti sér stað þar á síðustu tvö hundruð milljón árunum. Fyrri rannsóknir hópsins afhjúpuðu vísbendingar um að þar hafi gosið fyrir um 53.000 árum. Það væri langyngsta þekkta eldgosið á Mars. Miðja möttulstróksins er sögð undir Kerberustroginu þar sem bandaríska geimfarið InSight er staðsett. Það lenti á Mars árið 2018 og er fyrsta geimfarið búið jarðskjálftamæli sem hefur verið sent þangað. InSight hefur numið stöðugar jarðhræringar síðan þá og eru þar allar taldar eiga uppruna sinn til Kerberustrogsins. Kerberustrogið er langir og mjóir dalir sem teygja sig meira en þúsund kílómetra leið frá norðvestri til norðausturs í gegnum loftsteinagíga og hlíðar. Það liggur einnig um eldfjallasléttur sem eru taldar aðeins um tíu milljón ára gamlar. Trogið er sagt hafa orðið til þegar jarðskorpuhreyfingar ollu því að yfirborðið gliðnaði í sundur. Á jörðinni eru jarðskjálftar ýmist tengdir við möttulstróka eða flekahreyfingar. Vitað er að engum flekahreyfingum er til að dreifa á Mars. Því beindust sjónir hópsins að því hvort að möttulstrókur gæti skýrt hvers vegna svæðið hefur risið um hátt í tvo kílómetra og stendur einna hæst allra á víðáttumiklu láglendinu á norðurhvelinu. Vélknúinn armur Insight tók þessa mynd af geimfarinu og sólarsellum þess í desember árið 2018.AP/NASA Aðeins möttulstrókur geti skýrt myndunina Þyngdarsviðsmælingar frá sporbraut um Mars sýndu að landrisið teygði anga sína djúpt ofan í reikistjörnuna sem er sagt renna stoðum undir tilgátuna um möttulstrók. Einnig bentu athuganir á loftsteinagígum til þess að botn þeirra halli í átt að stróknum sem er sagt styðja enn frekar þá hugmynd að eitthvað hafi þrýst yfirborðinu upp á við eftir að þeir mynduðust. Niðurstaða jarðeðlisfræðilíkans sem vísindamennirnir fóðruðu á gögnunum var að aðeins víðáttumikill möttulstrókur gæti skýrt myndun Kerberustrogsins. „Þessi möttulstrókur hefur haft áhrif á svæði á Mars sem er gróflega á stærð við meginland Bandaríkjanna. Framtíðarrannsóknir verða að finna leiðir til þess að skýra mjög stóran möttulstrók sem ekki var búist við að væri þarna,“ er haft eftir Adrien Broquet, nýdoktor í reikistjörnufræðum og einum höfunda greinarinnar. Sé tilgátan rétt datt bandaríska geimvísindastofnunin NASA í lukkupottinn með lendingarstað InSight. Broquet segir að menn hafi talið geimfarið hafa lent á jarðfræðilega leiðinlegum stað en nú virðist það sitja ofan á eina möttulstrók reikistjörnunnar. „Virkur möttulstrókur á Mars samtímans breytir viðmiðum okkar um skilning á jarðfræðilegri þróun reikistjörnunnar,“ segir Broquet.
Mars Eldgos og jarðhræringar Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Kunna að hafa grandað sjálfum sér með loftslagsbreytingum á Mars Hugsanlegt er að örverur kunni að hafa valdið eigin útrýmingu á Mars með því að breyta loftslagi reikistjörnunnar. Hópur vísindamanna hefur greint þrjá staði þar sem þeir telja mestar líkur á að finna merki um örverurnar, ef þær þrifust þá einhvern tímann þar. 12. október 2022 21:00