Eingreiðslan skipti miklu máli í ljósi hækkandi verðlags Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 14. desember 2022 16:18 Þuríður Harpa segir alla sem hafi talað fyrir eingreiðslunni eiga hrós skilið. Stöð 2/Sigurjón Á fjórða tímanum í dag var eingreiðsla upp á 60.300 krónur til örorku og endurhæfingarlífeyrisþega samþykkt á Alþingi. Frumvarpið var samþykkt með 58 atkvæðum og verður nú sent til ríkisstjórnar sem lög frá þinginu. Frumvarpið var samþykkt með 58 atkvæðum.Alþingi Fyrir atkvæðagreiðsluna var kallað eftir því að eingreiðslan yrði lögfest til þess að þau sem ættu rétt á greiðslunni þyrftu ekki að bíða milli vonar og ótta fyrir jól ár hvert. Greiðslan var samþykkt fjær jólum þetta árið eða tíu dögum fyrir jól. Í fyrra var eingreiðslan samþykkt á Alþingi þann 20. desember og barst hún til fólks á Þorláksmessu. Eiga hrós skilið Í samtali við fréttastofu segist Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins vera hamingjusöm með ákvörðunina. Ákvörðunin Alþingis eigi vissulega eftir að fara í gegnum ákveðið ferli en um leið og því sé lokið sé hægt að greiða upphæðina út. „Ég veit að Tryggingastofnun er búin að vera að undirbúa þetta. Það tekur svona tvo til þrjá daga að koma þessu frá og þau eru bara tilbúin þannig að ég held að þetta komi vel fyrir jól,“ segir Þuríður. Hún segir greiðsluna skipta miklu máli fyrir öryrkja, þá sérstaklega í ljósi hækkandi verðlags. Þá skipti fyrirvarinn í ár miklu máli svo fólk geti nýtt greiðsluna í að kaupa mat og jólagjafir í tæka tíð. Að lokum bætir hún við að allir sem talað hafi fyrir eingreiðslunni eigi hrós skilið fyrir að koma henni í gegn. Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. 10. desember 2022 13:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Frumvarpið var samþykkt með 58 atkvæðum og verður nú sent til ríkisstjórnar sem lög frá þinginu. Frumvarpið var samþykkt með 58 atkvæðum.Alþingi Fyrir atkvæðagreiðsluna var kallað eftir því að eingreiðslan yrði lögfest til þess að þau sem ættu rétt á greiðslunni þyrftu ekki að bíða milli vonar og ótta fyrir jól ár hvert. Greiðslan var samþykkt fjær jólum þetta árið eða tíu dögum fyrir jól. Í fyrra var eingreiðslan samþykkt á Alþingi þann 20. desember og barst hún til fólks á Þorláksmessu. Eiga hrós skilið Í samtali við fréttastofu segist Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins vera hamingjusöm með ákvörðunina. Ákvörðunin Alþingis eigi vissulega eftir að fara í gegnum ákveðið ferli en um leið og því sé lokið sé hægt að greiða upphæðina út. „Ég veit að Tryggingastofnun er búin að vera að undirbúa þetta. Það tekur svona tvo til þrjá daga að koma þessu frá og þau eru bara tilbúin þannig að ég held að þetta komi vel fyrir jól,“ segir Þuríður. Hún segir greiðsluna skipta miklu máli fyrir öryrkja, þá sérstaklega í ljósi hækkandi verðlags. Þá skipti fyrirvarinn í ár miklu máli svo fólk geti nýtt greiðsluna í að kaupa mat og jólagjafir í tæka tíð. Að lokum bætir hún við að allir sem talað hafi fyrir eingreiðslunni eigi hrós skilið fyrir að koma henni í gegn.
Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. 10. desember 2022 13:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. 10. desember 2022 13:04