Pyntingameistari einræðisstjórnar fangelsaður Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2022 14:06 Mario Sandoval í dómsal í Buenos Aires í september. Honum hefur verið lýst sem einum harðskeyttasta pyntara herforingjastjórnarinnar á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Vísir/EPA Dómstóll í Argentínu dæmdi fyrrverandi lögreglumann í fimmtán ára fangelsi fyrir að ræna og pynta námsmann í tíð herforingjastjórnarinnar á áttunda áratug síðustu aldar. Lögreglumaðurinn starfaði í alræmdri pyntingastöð. Mario Sandoval, 69 ára, er sakaður um að hafa tekið þátt í að láta hundruð vinstrimanna hverfa og pyntað þá þegar herforingjastjórn réði ríkjum í Argentínu frá 1976 til 1983. Alls er talið að herforingjastjórnin hafi látið um þrjátíu þúsund manns hverfa. Ákæra gegn Sandoval laut þó aðeins að máli Hernáns Abriata, vinstrisinnaðs arkítektarnema. Lögreglumenn drógu Abriata út af heimili sínu árið 1976. Ekki er vitað hvað varð um hann en talið er fullvíst að hann hafi verið myrtur. Sandoval var fundinn sekur um að hafa rænt Abriata og pyntað hann í vélstjóraskóla sjóhersins sem var á tíma herforingjastjórnarinnar stærsta leynifangelsi landsins. Fangelsið gekk undir nafninu Esma á meðal Argentínumanna. Áætlað er að af þeim fimm þúsund körlum og konum sem voru færð í Esma hafi aðeins hundrað komist lífs af. Fangar voru yfirheyrðir og pyntaðir. Mörgum þeirra voru síðar gefin lyf og þeim hent út úr flugvélum út í sjó í svonefndu „skítugu stríði“ herforingjastjórnarinnar gegn vinstrisinnum og öðrum stjórnarandstæðingum. Börn fólks sem var látið hverfa með þessum hætti voru mörg ættleidd til vildarvina stjórnarinnar. Monica Dittmar, eiginkona Hernáns Abriata, heldur á mynd af honum við upphaf réttarhaldanna yfir Sandoval. Skilaboð frá Abriata til Dittmar fundust í fangaklefa í Esma fundust fyrir sex árum. Abriata var 24 ára þegar lögreglumenn rændu honum af heimili sínu.Vísir/EPA Gerðist háskólakennari og ráðgjafi í Frakklandi Þeir sem lifðu stríðið af lýsa Sandoval sem einum miskunnarlausasta pyntingarmeistaranum í Esma, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann á meðal annars að hafa bundið fanga við rúmgrindur úr málmi og pynta þá með rafmagnsstöng sem er annars notuð til þess að smala nautgripum. Sandoval flúði Argentínu tveimur árum eftir að herforingjastjórnin féll og settist að í Frakklandi. Þar gerðist hann háskólakennari í Sorbonne og ráðgjafi í öryggis- og varnarmálum. Árið 2008 kom í ljós hver hann væri í raun og veru. Franskur dómstóll úrskurðaði að lokum að hann mætti framselja til Argentínu. Fyrrverandi lögreglumaðurinn heldur enn fram sakleysi sínu. Í sumar hlutu nítján fyrrverandi herforingjar þunga fangelsisdóma fyrir glæpi gegn mannkyninu. Á meðal þeirra var Santiago Riveros, 98 ára gamall fyrrverandi hershöfðingi. Riveros var fundinn sekur um fleiri en hundrað glæpi og hlaut lífstíðardóm. Glæpirnir voru gegn 350 fórnarlömbum, á meðal þeirra sex starfsmenn verksmiðju bílaframleiðandans Mercedes Benz sem hægrisinnuð dauðasveit rændi vegna stuðnings þeirra við verkalýðsbaráttu. Verkamennirnir voru fluttir í Campo de Mayo-fangelsið sem Riveros stýrði þar sem þeir voru pyntaðir. Aldrei spurðist frá þeim aftur. Argentína Erlend sakamál Mannréttindi Tengdar fréttir Ein forystukvenna mæðranna á Maítorgi látin Baráttukona sem átti þátt í að stofna samtökin Mæðurnar á Maítorgi sem kröfðust þess að fá að vita um afdrif fólks sem herforingjastjórn Argentínu lét hverfa er látin, 93 ára að aldri. Tveir synir hennar voru á meðal fórnarlamba stjórnarinnar. 22. nóvember 2022 11:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Mario Sandoval, 69 ára, er sakaður um að hafa tekið þátt í að láta hundruð vinstrimanna hverfa og pyntað þá þegar herforingjastjórn réði ríkjum í Argentínu frá 1976 til 1983. Alls er talið að herforingjastjórnin hafi látið um þrjátíu þúsund manns hverfa. Ákæra gegn Sandoval laut þó aðeins að máli Hernáns Abriata, vinstrisinnaðs arkítektarnema. Lögreglumenn drógu Abriata út af heimili sínu árið 1976. Ekki er vitað hvað varð um hann en talið er fullvíst að hann hafi verið myrtur. Sandoval var fundinn sekur um að hafa rænt Abriata og pyntað hann í vélstjóraskóla sjóhersins sem var á tíma herforingjastjórnarinnar stærsta leynifangelsi landsins. Fangelsið gekk undir nafninu Esma á meðal Argentínumanna. Áætlað er að af þeim fimm þúsund körlum og konum sem voru færð í Esma hafi aðeins hundrað komist lífs af. Fangar voru yfirheyrðir og pyntaðir. Mörgum þeirra voru síðar gefin lyf og þeim hent út úr flugvélum út í sjó í svonefndu „skítugu stríði“ herforingjastjórnarinnar gegn vinstrisinnum og öðrum stjórnarandstæðingum. Börn fólks sem var látið hverfa með þessum hætti voru mörg ættleidd til vildarvina stjórnarinnar. Monica Dittmar, eiginkona Hernáns Abriata, heldur á mynd af honum við upphaf réttarhaldanna yfir Sandoval. Skilaboð frá Abriata til Dittmar fundust í fangaklefa í Esma fundust fyrir sex árum. Abriata var 24 ára þegar lögreglumenn rændu honum af heimili sínu.Vísir/EPA Gerðist háskólakennari og ráðgjafi í Frakklandi Þeir sem lifðu stríðið af lýsa Sandoval sem einum miskunnarlausasta pyntingarmeistaranum í Esma, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann á meðal annars að hafa bundið fanga við rúmgrindur úr málmi og pynta þá með rafmagnsstöng sem er annars notuð til þess að smala nautgripum. Sandoval flúði Argentínu tveimur árum eftir að herforingjastjórnin féll og settist að í Frakklandi. Þar gerðist hann háskólakennari í Sorbonne og ráðgjafi í öryggis- og varnarmálum. Árið 2008 kom í ljós hver hann væri í raun og veru. Franskur dómstóll úrskurðaði að lokum að hann mætti framselja til Argentínu. Fyrrverandi lögreglumaðurinn heldur enn fram sakleysi sínu. Í sumar hlutu nítján fyrrverandi herforingjar þunga fangelsisdóma fyrir glæpi gegn mannkyninu. Á meðal þeirra var Santiago Riveros, 98 ára gamall fyrrverandi hershöfðingi. Riveros var fundinn sekur um fleiri en hundrað glæpi og hlaut lífstíðardóm. Glæpirnir voru gegn 350 fórnarlömbum, á meðal þeirra sex starfsmenn verksmiðju bílaframleiðandans Mercedes Benz sem hægrisinnuð dauðasveit rændi vegna stuðnings þeirra við verkalýðsbaráttu. Verkamennirnir voru fluttir í Campo de Mayo-fangelsið sem Riveros stýrði þar sem þeir voru pyntaðir. Aldrei spurðist frá þeim aftur.
Argentína Erlend sakamál Mannréttindi Tengdar fréttir Ein forystukvenna mæðranna á Maítorgi látin Baráttukona sem átti þátt í að stofna samtökin Mæðurnar á Maítorgi sem kröfðust þess að fá að vita um afdrif fólks sem herforingjastjórn Argentínu lét hverfa er látin, 93 ára að aldri. Tveir synir hennar voru á meðal fórnarlamba stjórnarinnar. 22. nóvember 2022 11:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ein forystukvenna mæðranna á Maítorgi látin Baráttukona sem átti þátt í að stofna samtökin Mæðurnar á Maítorgi sem kröfðust þess að fá að vita um afdrif fólks sem herforingjastjórn Argentínu lét hverfa er látin, 93 ára að aldri. Tveir synir hennar voru á meðal fórnarlamba stjórnarinnar. 22. nóvember 2022 11:59