Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. desember 2022 12:54 Otti Rafn Sigmarsson er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Landsbjörg Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. Frá og með deginum í dag er notkun og sala skotelda heimil en lögregluyfirvöld vilja minna á að samkvæmt reglugerð er almenn notkun skotelda leyfð frá 28 desember til 6. janúar en að notkun þeirra sé alltaf bönnuð frá tíu á kvöldin til tíu á morgnanna að undanskilinni nýársnótt. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir flugeldasöluna vega þungt. „Þetta er bara okkar langstærsti fjáröflunarliður og er í raun og veru það sem rekur langflestar björgunarsveitir á landinu.“ Um það bil fimmtán prósenta hækkun verður á verði flugelda milli ára. „Það er einhver verðmunur sem skýrist af sveiflum á genginu en það er annars ekkert stórvægilegt.“ Rúmlega átta hundruð björgunarsveitarmenn hafa tekið þátt í verkefnum undanfarinna daga. „Það er búið að vera sérstaklega mikið álag núna síðustu daga og í undirbúningi flugeldasölunnar og í aðdraganda jólanna og yfir jólin en ég held að það séu allir búnir að ná vopnum ´sinum aftur og við hlökkum bara til.“ Umhverfisstofnun hvatti fólk í gær til þess að kaupa ekki flugelda vegna mengunar. „Það er auðvitað bara öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á þessu og allt í góðu með það en finnst þetta auðvitað óheppilegt en við höfum svona lagt okkur að mörkum að gera þetta betur og minnka mengun af flugeldum og lagt svolítið upp úr því á síðustu árum en þetta er auðvitað bara svona.“ Síðustu ár hafa björgunarsveitirnar reynt að fjölga fjáröflunarleiðum til að þurfa ekki að vera eins mikið háðar flugeldasölunni. „Þessi umræða hefur verið á lofti innan okkar raða í mörg ár en á sama tíma hefur bara kostnaður við rekstur björgunarsveita aukist gríðarlega og útköllum fjölgað og verkefnið stækkað þannig að við einhvern veginn náum ekki í skottið á okkur með það en við erum alltaf að reyna,“ segir Otti Rafn Sigmarsson er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Flugeldar Umhverfismál Áramót Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Vilja fækka flugeldum Áramótin nálgast og eftir að samkomubönn settu strik í reikninginn síðastliðin tvenn áramót eru engin slík fyrir hendi í dag. Landsmenn geta því tekið aftur upp hefðir sem ef til vill var búið að slaufa. 27. desember 2022 20:30 Hundurinn Píla sem týndist á jóladag fundinn Hundurinn Píla skelfdist eftir að flugeldar voru sprengdir skammt frá henni í göngutúr og sleit sig lausa. 36 tímum síðar fannst hún. Ráðgjafi hjá Dýrfinni minnir hundaeigendur á að merkja hunda sína vel. 27. desember 2022 23:58 Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Frá og með deginum í dag er notkun og sala skotelda heimil en lögregluyfirvöld vilja minna á að samkvæmt reglugerð er almenn notkun skotelda leyfð frá 28 desember til 6. janúar en að notkun þeirra sé alltaf bönnuð frá tíu á kvöldin til tíu á morgnanna að undanskilinni nýársnótt. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir flugeldasöluna vega þungt. „Þetta er bara okkar langstærsti fjáröflunarliður og er í raun og veru það sem rekur langflestar björgunarsveitir á landinu.“ Um það bil fimmtán prósenta hækkun verður á verði flugelda milli ára. „Það er einhver verðmunur sem skýrist af sveiflum á genginu en það er annars ekkert stórvægilegt.“ Rúmlega átta hundruð björgunarsveitarmenn hafa tekið þátt í verkefnum undanfarinna daga. „Það er búið að vera sérstaklega mikið álag núna síðustu daga og í undirbúningi flugeldasölunnar og í aðdraganda jólanna og yfir jólin en ég held að það séu allir búnir að ná vopnum ´sinum aftur og við hlökkum bara til.“ Umhverfisstofnun hvatti fólk í gær til þess að kaupa ekki flugelda vegna mengunar. „Það er auðvitað bara öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á þessu og allt í góðu með það en finnst þetta auðvitað óheppilegt en við höfum svona lagt okkur að mörkum að gera þetta betur og minnka mengun af flugeldum og lagt svolítið upp úr því á síðustu árum en þetta er auðvitað bara svona.“ Síðustu ár hafa björgunarsveitirnar reynt að fjölga fjáröflunarleiðum til að þurfa ekki að vera eins mikið háðar flugeldasölunni. „Þessi umræða hefur verið á lofti innan okkar raða í mörg ár en á sama tíma hefur bara kostnaður við rekstur björgunarsveita aukist gríðarlega og útköllum fjölgað og verkefnið stækkað þannig að við einhvern veginn náum ekki í skottið á okkur með það en við erum alltaf að reyna,“ segir Otti Rafn Sigmarsson er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Flugeldar Umhverfismál Áramót Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Vilja fækka flugeldum Áramótin nálgast og eftir að samkomubönn settu strik í reikninginn síðastliðin tvenn áramót eru engin slík fyrir hendi í dag. Landsmenn geta því tekið aftur upp hefðir sem ef til vill var búið að slaufa. 27. desember 2022 20:30 Hundurinn Píla sem týndist á jóladag fundinn Hundurinn Píla skelfdist eftir að flugeldar voru sprengdir skammt frá henni í göngutúr og sleit sig lausa. 36 tímum síðar fannst hún. Ráðgjafi hjá Dýrfinni minnir hundaeigendur á að merkja hunda sína vel. 27. desember 2022 23:58 Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Vilja fækka flugeldum Áramótin nálgast og eftir að samkomubönn settu strik í reikninginn síðastliðin tvenn áramót eru engin slík fyrir hendi í dag. Landsmenn geta því tekið aftur upp hefðir sem ef til vill var búið að slaufa. 27. desember 2022 20:30
Hundurinn Píla sem týndist á jóladag fundinn Hundurinn Píla skelfdist eftir að flugeldar voru sprengdir skammt frá henni í göngutúr og sleit sig lausa. 36 tímum síðar fannst hún. Ráðgjafi hjá Dýrfinni minnir hundaeigendur á að merkja hunda sína vel. 27. desember 2022 23:58
Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43