Portúgalar fögnuðu of snemma og Brassarnir náðu að jafna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2023 16:11 Portúgalar héldu að þeir væru búnir að vinna leikinn á móti Brössum í dag. Vísir/Vilhelm Portúgal og Brasilía gerðu 28-28 jafntefli í fyrsta leiknum í milliriðli Íslands eftir mikla dramatík í lokin. Portúgalar héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn í leikslok og fögnuðu meira að segja sigrinum en leikurinn var ekki búinn. Hinn ungi Francisco Costa kom Portúgal í 28-27 og eftir að leiktíminn rann út þá tóku Portúgalar meira að segja sigurhringinn inn á velli. Fljótlega kom þó í ljós að dómarar leiksins voru ekki búnir að flauta leikinn af. Dómararnir fóru síðan í skjáinn og komu til baka með með rautt spjald á Alexis Borges, leikmann Portúgala, og dæmdu víti. Frönsku systurnar Charlotte Bonaventura og Julie Bonaventura dæmdu leikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Íslands, var afar áhugasamur á bak við frönsku tvíburasysturnar þegar þær skoðuðu lokasekúndurnar á skjánum.RÚV Atvikið var ekki endursýnt í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Svo virðist sem Borges hafi ekki verið þremur metrum frá þegar Brasilíumenn tóku lokaskot sitt úr aukakasti. Hann varði skotið en fékk á sig rautt spjald og víti fyrir brotið. Jean Pierre Dupoix skoraði jöfnunarmark Brasilíu úr vítinu en það var hans tíunda mark í leiknum. Antonio Areia var markahæstur hjá Portúgal með sjö mörk úr sjö skotum en fjögur af mörkum hans komu úr vítaköstum. Eftir leikinn eru báðar þjóðir með þrjú stig sem þýðir að íslenska landsliðið kemst upp fyrir þær með sigri á Grænhöfðaeyjum á eftir. Brasilíumenn eru sýnd veiði en ekki gefin og það sýndu þeir heldur betur í fyrsta leik sínum í milliriðli okkar Íslendinga sem kallast milliriðill tvö. Portúgalar voru með frumkvæðið framan af leik og einu marki yfir í hálfleik, 12-11. Brasilíska liðið skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiks og komst tveimur mörkum yfir, 15-13. Portúgalar svöruðu með þremur mörkum í röð og komust aftur yfir en liðin skiptust síðan á því að ná forystunni í seinni hálfleiknum. Portúgalar komust reyndar aftur tveimur mörkum yfir en Brasilíumenn gáfust aldrei upp og náðu í stigið sem þeir fögnuðu vel í leikslok. Milliriðill eitt fór líka af stað í dag og þar áttu Slóvenar ekki í neinum vandræðum með Írana og unnu sautján marka sigur, 38-21, eftir að hafa verð 20-9 yfir í hálfleik. Slóvenar eru þar með komnir með fjögur stig en þeir tóku tvö stig með sér úr sínum riðli. HM 2023 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Portúgalar héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn í leikslok og fögnuðu meira að segja sigrinum en leikurinn var ekki búinn. Hinn ungi Francisco Costa kom Portúgal í 28-27 og eftir að leiktíminn rann út þá tóku Portúgalar meira að segja sigurhringinn inn á velli. Fljótlega kom þó í ljós að dómarar leiksins voru ekki búnir að flauta leikinn af. Dómararnir fóru síðan í skjáinn og komu til baka með með rautt spjald á Alexis Borges, leikmann Portúgala, og dæmdu víti. Frönsku systurnar Charlotte Bonaventura og Julie Bonaventura dæmdu leikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Íslands, var afar áhugasamur á bak við frönsku tvíburasysturnar þegar þær skoðuðu lokasekúndurnar á skjánum.RÚV Atvikið var ekki endursýnt í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Svo virðist sem Borges hafi ekki verið þremur metrum frá þegar Brasilíumenn tóku lokaskot sitt úr aukakasti. Hann varði skotið en fékk á sig rautt spjald og víti fyrir brotið. Jean Pierre Dupoix skoraði jöfnunarmark Brasilíu úr vítinu en það var hans tíunda mark í leiknum. Antonio Areia var markahæstur hjá Portúgal með sjö mörk úr sjö skotum en fjögur af mörkum hans komu úr vítaköstum. Eftir leikinn eru báðar þjóðir með þrjú stig sem þýðir að íslenska landsliðið kemst upp fyrir þær með sigri á Grænhöfðaeyjum á eftir. Brasilíumenn eru sýnd veiði en ekki gefin og það sýndu þeir heldur betur í fyrsta leik sínum í milliriðli okkar Íslendinga sem kallast milliriðill tvö. Portúgalar voru með frumkvæðið framan af leik og einu marki yfir í hálfleik, 12-11. Brasilíska liðið skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiks og komst tveimur mörkum yfir, 15-13. Portúgalar svöruðu með þremur mörkum í röð og komust aftur yfir en liðin skiptust síðan á því að ná forystunni í seinni hálfleiknum. Portúgalar komust reyndar aftur tveimur mörkum yfir en Brasilíumenn gáfust aldrei upp og náðu í stigið sem þeir fögnuðu vel í leikslok. Milliriðill eitt fór líka af stað í dag og þar áttu Slóvenar ekki í neinum vandræðum með Írana og unnu sautján marka sigur, 38-21, eftir að hafa verð 20-9 yfir í hálfleik. Slóvenar eru þar með komnir með fjögur stig en þeir tóku tvö stig með sér úr sínum riðli.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira