Björnsen tók ábyrgð eftir grátlegt tap Norðmanna: Ég var sá seki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2023 14:30 Kristian Björnsen átti annars góðan leik og var markahæstur Norðmanna með níu mörk úr tíu skotum. AP/Piotr Hawalej Norska handboltalandsliðið missti af undanúrslitum HM í handbolta á grátlegan hátt í gærkvöldi þegar þeir hentu frá sér sigrinum í lokin. Spánverjar unnu að lokum eftir tvíframlengdan leik. Hornamaðurinn Kristian Björnsen gerði afdrifarík mistök undir lokin þegar hann sendi boltann aftur á völlinn þegar þrjár sekúndur voru eftir og dómararnir dæmdu leiktöf. Spánverjum tókst að bruna upp á síðustu sekúndum leiksins og tryggja sér framlengingu. Tar skylden etter VM-exiten. https://t.co/2LFj4li8lY— TV 2 Sport (@tv2sport) January 25, 2023 Björnsen átti alltaf að fara sjálfur inn því Spánverjar hefðu aldrei haft tíma til að komast upp völlinn eftir skotið hans, hvort sem það færi inn eða ekki. Undir lok framlengingarinnar átti Björnsen síðan möguleika á því að tryggja norska liðinu vítakeppni en lét verja frá sér út góðu færi í hægra horninu. „Við urðum að spila boltanum. Mér fannst ég ekki vera í nógu góðu færi því það var varnarmaður fyrir framan mig. Dómurunum fannst þetta vera leiktöf og við misstum boltann. Þess vegna gaf ég boltann og þeir nýttu sér þessi mistök vel,“ sagði Kristian Björnsen við NRK. Bjørnsen: Jeg kunne selvfølgelig gjort noe annerledes https://t.co/PcvyaMkhiC— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) January 25, 2023 „Eftir á að hyggja þá er svarið auðvitað já við því hvort ég hafi átti að gera eitthvað öðruvísi. Sem dæmi að fara inn og skjóta framhjá,“ sagði Björnsen við NTB og aðra norska miðla. Björnson vildi fá víti í lokaskotinu en dómararnir dæmdu ekkert. Þeir fóru og skoðuðu atvikið en töldu enga ástæðu til að breyta dómi sínum. „Mér fannst hann koma fyrir framan mig og setja út höndina sem verður til þess að ég næ ekki góðu uppstökki og klúðra skotinu,“ sagði Björnsen „Ég er rosalega vonsvikinn. Þetta var leikur sem við áttum að vinna en því miður eru tvö atriði sem réðu úrslitum um það og ég gerði mistök í þeim báðum,“ sagði Björnsen við NRK. Hann fór enn lengra í viðtali við TV2. „Í dag var ég sá seki,“ sagði Björnsen. Fine Bjørnsen svarer godt i studio. Hvis Reinkind beveger seg mot mål vil kanskje dommerne la være å blåse passivt??!?!Da blir det også en 2mot1 og kanten til Spania får en tøff vurderingssituasjon. pic.twitter.com/1kvmtZU5hR— Frode Scheie (@fscheie1) January 25, 2023 HM 2023 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Hornamaðurinn Kristian Björnsen gerði afdrifarík mistök undir lokin þegar hann sendi boltann aftur á völlinn þegar þrjár sekúndur voru eftir og dómararnir dæmdu leiktöf. Spánverjum tókst að bruna upp á síðustu sekúndum leiksins og tryggja sér framlengingu. Tar skylden etter VM-exiten. https://t.co/2LFj4li8lY— TV 2 Sport (@tv2sport) January 25, 2023 Björnsen átti alltaf að fara sjálfur inn því Spánverjar hefðu aldrei haft tíma til að komast upp völlinn eftir skotið hans, hvort sem það færi inn eða ekki. Undir lok framlengingarinnar átti Björnsen síðan möguleika á því að tryggja norska liðinu vítakeppni en lét verja frá sér út góðu færi í hægra horninu. „Við urðum að spila boltanum. Mér fannst ég ekki vera í nógu góðu færi því það var varnarmaður fyrir framan mig. Dómurunum fannst þetta vera leiktöf og við misstum boltann. Þess vegna gaf ég boltann og þeir nýttu sér þessi mistök vel,“ sagði Kristian Björnsen við NRK. Bjørnsen: Jeg kunne selvfølgelig gjort noe annerledes https://t.co/PcvyaMkhiC— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) January 25, 2023 „Eftir á að hyggja þá er svarið auðvitað já við því hvort ég hafi átti að gera eitthvað öðruvísi. Sem dæmi að fara inn og skjóta framhjá,“ sagði Björnsen við NTB og aðra norska miðla. Björnson vildi fá víti í lokaskotinu en dómararnir dæmdu ekkert. Þeir fóru og skoðuðu atvikið en töldu enga ástæðu til að breyta dómi sínum. „Mér fannst hann koma fyrir framan mig og setja út höndina sem verður til þess að ég næ ekki góðu uppstökki og klúðra skotinu,“ sagði Björnsen „Ég er rosalega vonsvikinn. Þetta var leikur sem við áttum að vinna en því miður eru tvö atriði sem réðu úrslitum um það og ég gerði mistök í þeim báðum,“ sagði Björnsen við NRK. Hann fór enn lengra í viðtali við TV2. „Í dag var ég sá seki,“ sagði Björnsen. Fine Bjørnsen svarer godt i studio. Hvis Reinkind beveger seg mot mål vil kanskje dommerne la være å blåse passivt??!?!Da blir det også en 2mot1 og kanten til Spania får en tøff vurderingssituasjon. pic.twitter.com/1kvmtZU5hR— Frode Scheie (@fscheie1) January 25, 2023
HM 2023 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira