„Það er allt í lagi að klikka inn á milli og ná ekki alltaf sínum markmiðum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. febrúar 2023 07:01 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var í viðtali í Handkastinu og ræddi meðal annars íslenska landsliðið. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson segir nauðsynlegt að hlutirnir í kringum handknattleikslandsliðið séu krufðir með gagnrýnum augum. Hann var hissa á umræðunni fyrir mót og sér fyrir sér að taka við landsliðinu einn daginn. Þetta kemur fram í viðtali við Snorra í Handkastinu. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins Handkastið, hringdi í Snorra til Flensburg þar sem hann var staddur að undirbúa Valsliðið fyrir leikinn gegn Flensburg í Evrópukeppninni á morgun. Þeir ræddu meðal annars stöðuna hjá Val í Evrópu og frammistöðu landsliðsins á heimsmeistaramótinu. „Ég held að leikmennirnir séu svekktastir sjálfir,“ sagði Snorri þegar umræðan barst að landsliðinu. „Ég skil að þeir hafi sett sér háleit markmið og ég var sjálfur í landsliði þar sem voru sett allskonar markmið. Það er miklu skemmtilegra þegar þú lítur til baka að setja háleit markmið og ná því ekki heldur en að setja sér lélegt markmið og ná því.“ „Þegar markmiðin eru háleit og maður nær þeim ekki þá eru það bara vonbrigði og það er bara allt í lagi. Það er allt í lagi að klikka inn á milli og ná ekki alltaf sínum markmiðum. Ég held það sé meira hvernig HSÍ, teymið og leikmennirnir vinna úr þessu,“ bætti Snorri við en hann var hissa á umræðunni fyrir mót en margir höfðu spáð Íslandi mjög góðu gengi á mótinu. „Varðandi umræðuna þá var ég mest hissa á henni fyrir fram. Ég veit ekki alveg með þessar væntingar og þetta umtal um alla þessa breidd. Þegar maður horfir á liðin sem voru í undanúrslitum, erum við á sama stað hvað það varðar? Kannski er þetta okkar veruleiki í landsliðinu, við erum ekki með sömu breidd og Danir, Svíar og Frakkar. Sama þó hún sé fín þá er hún ekki á sama stað.“ „Við megum ekki við því að lykilmenn séu meiddir og nái sér ekki á strik, allavega minna en hin liðin. Að öðru leyti er ég nokkuð rólegur yfir þessu, þetta er ekki fyrsti skellurinn hjá okkur í landsliðinu og ég hef bullandi trú á þessu liði og leikmönnum. Þetta er aðeins að komast yfir einhvern hjalla, finna meiri velgengnistilfinningu og finna smjörþefinn af því að þetta er þarna. Maður skynjar á þeirra umtali að þeir trúa á þetta. Að lokum á þetta eftir að tikka fyrir þá.“ Snorri var einn af þeim sem var nefndur sem mögulegur eftirmaður Guðmundar Guðmundssonar hjá landsliðinu en í kjölfar vonbrigðanna í Svíþjóð voru einhverjir sem kölluðu eftir því að Guðmundur myndi hætta með liðið. „Ég sé það alveg fyrir mér, þú verður að hafa markmið í þessu eins og öðru. Alveg eins og ég sjái fyrir mér að þjálfa Kiel, það þarf ekki að vera að það verði að veruleika,“ sagði Snorri og hló. Snorri Steinn segir nauðsynlegt að greina hlutina vel, sama hvort gangi vel eða illa. „Ég held að einu mennirnir sem vita eitthvað um hlutina og hvernig þetta er eru þeir sem eru í kringum liðið. Það ætti að vera auðvelt að kryfja hlutina. Ef allt er eins og það á að vera þá getur liðið bara tekið á mótlæti og glímt við það eins og menn og horft í augu við það allir sem einn. Þegar það er gert þá koma menn yfirleitt sterkari úr því.“ „Það segir sig sjálft, hvort sem það er velgengni eða mótlæti, þá þarf alltaf að kryfja hlutina og vera gagnrýninn á allt. Hvað þarf að laga og hvað er gott. Svo þarf bara einhver að grípa inn í og gera hlutina sem þarf að gera. Það er bara forystan, þjálfarar, leikmenn og allir sem koma að þessu.“ Leikur sem við verðum að vinna til að komast áfram Snorri Steinn er eins og áður segir staddur í Flensburg í Þýskalandi enda mæta Valsmenn Flensburg í Evrópukeppninni á morgun. Sá leikur verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld. Valsmenn eru með fimm stig í fjórða sætinu en fjögur lið komast áfram úr riðlinum. „Ég er ekki alveg búinn að reikna þetta til enda. Auðvitað gæti það dugað okkur að vinna Benedorm ef önnur úrslit falla með okkur. Ég myndi halda að það myndi tryggja okkur 100% áfram að vinna tvo af þessum leikjum,“ sagði Snorri en Valur á fjóra leiki eftir í riðlinum. „Lykilleikurinn í þessu er klárlega heimaleikurinn gegn Benedorm. Ef við vinnum hann erum við komnir með forskot á þá og innbyrðis og erum með innbyrðis á Ungverjana líka. Það eru tvö lið sem sitja eftir þannig að ég er ekki viss um að það dugi. Ég geng út frá því að við þurfum tvo leiki til að tryggja okkur áfram.“ Stiven Tobar Valencia í fyrri leiknum gegn Flensburg. Fyrir aftan hann má sjá Teit Einarsson leikmann Flensburg.Vísir/Vilhelm Eins og áður segir spila Valsmenn við Flensburg á morgun en eiga leikinn við Benedorm viku seinna. „Það er hundrað prósent okkar lang mikilvægasti leikur til þessa. Þetta er leikur sem við verðum að vinna til að komast áfram. Ystad hefur sýnt að þeir eru frábært lið og við eigum þá eftir á útivelli, við þurfum ekkert að tala um Flensburg og PAUC er bara topplið í Frakklandi. Við unnum Benedorm síðast og það segir sig sjálft þegar innbyrðis viðureignir telja líka að þetta er fáránlega mikilvægur leikur.“ „Við biðlum til Valsara að koma á þennan leik, við þurfum á öllu okkar að halda á móti þeim.“ Snorri segist ekki endilega vera hissa á góðu gengi Valsara en viðurkennir að hann hafi verið smeykur að hlutirnir gætu orðið verri. „Já og nei. Maður rennur alltaf smá blint í sjóinn og hefði áhyggjur að maður væri lengra fyrir aftan þessi lið en raun bar vitni. Ég trúði því alveg að við gætum náð þessu markmiði að komast upp úr riðlinum. Það var ekkert bara fret út í loftið hjá mér af því það væri töff að segja það. Það var í alvörunni markmiðið okkar. Þetta hefur kannski ekki komið á óvart en það var einhver partur af mér sem óttaðist að þetta gæti orðið verra.“ Viðurkenning fyrir starfið þegar leikmenn fara út Hann segist ekki smeykur að missa leikmenn frá liðinu og að það sé veruleiki íslenskra liða að missa sterkustu leikmennina sína í atvinnumennsku erlendis. Hann segir það vera viðurkenningu fyrir félögin. „Smeykur er kannski ekki rétta orðið. Ég vill ekki missa þessa stráka en þetta er líka viðurkenning fyrir okkur og það sem Valur á að gera og kannski íslensk lið líka. Þú vilt senda þína uppöldu stráka út og koma þeim í atvinnumennsku. Ef það gerist að þeir standa sig vel á þessu sviði þá þurfum við að líta á það sem viðurkenningu fyrir starfið. Það er partur af því að þjálfa lið á Íslandi, þá missir þú þína bestu leikmenn.“ Hann vonast að íslensk lið haldi áfram að spila í Evrópukeppni. „Hundrað prósent, það er alveg á hreinu að það lið sem verður Íslandsmeistari það hlýtur að fara í forkeppnina að minnsta kosti. Mér leiðist að fara í Evrópukeppni til að fá einhverja reynslu. Sama hvaða keppni við förum í þurfum við að ná einhverjum árangri og gera okkur gildandi í þessu. Ég óttast það frekar að fara inn í tímabil án svona keppni en með hennar. Þetta gefur meira en það tekur, svo getur vel verið að þetta kosti okkur eitthvað á endanum hvað varðar álagið.“ Olís-deild karla Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins Handkastið, hringdi í Snorra til Flensburg þar sem hann var staddur að undirbúa Valsliðið fyrir leikinn gegn Flensburg í Evrópukeppninni á morgun. Þeir ræddu meðal annars stöðuna hjá Val í Evrópu og frammistöðu landsliðsins á heimsmeistaramótinu. „Ég held að leikmennirnir séu svekktastir sjálfir,“ sagði Snorri þegar umræðan barst að landsliðinu. „Ég skil að þeir hafi sett sér háleit markmið og ég var sjálfur í landsliði þar sem voru sett allskonar markmið. Það er miklu skemmtilegra þegar þú lítur til baka að setja háleit markmið og ná því ekki heldur en að setja sér lélegt markmið og ná því.“ „Þegar markmiðin eru háleit og maður nær þeim ekki þá eru það bara vonbrigði og það er bara allt í lagi. Það er allt í lagi að klikka inn á milli og ná ekki alltaf sínum markmiðum. Ég held það sé meira hvernig HSÍ, teymið og leikmennirnir vinna úr þessu,“ bætti Snorri við en hann var hissa á umræðunni fyrir mót en margir höfðu spáð Íslandi mjög góðu gengi á mótinu. „Varðandi umræðuna þá var ég mest hissa á henni fyrir fram. Ég veit ekki alveg með þessar væntingar og þetta umtal um alla þessa breidd. Þegar maður horfir á liðin sem voru í undanúrslitum, erum við á sama stað hvað það varðar? Kannski er þetta okkar veruleiki í landsliðinu, við erum ekki með sömu breidd og Danir, Svíar og Frakkar. Sama þó hún sé fín þá er hún ekki á sama stað.“ „Við megum ekki við því að lykilmenn séu meiddir og nái sér ekki á strik, allavega minna en hin liðin. Að öðru leyti er ég nokkuð rólegur yfir þessu, þetta er ekki fyrsti skellurinn hjá okkur í landsliðinu og ég hef bullandi trú á þessu liði og leikmönnum. Þetta er aðeins að komast yfir einhvern hjalla, finna meiri velgengnistilfinningu og finna smjörþefinn af því að þetta er þarna. Maður skynjar á þeirra umtali að þeir trúa á þetta. Að lokum á þetta eftir að tikka fyrir þá.“ Snorri var einn af þeim sem var nefndur sem mögulegur eftirmaður Guðmundar Guðmundssonar hjá landsliðinu en í kjölfar vonbrigðanna í Svíþjóð voru einhverjir sem kölluðu eftir því að Guðmundur myndi hætta með liðið. „Ég sé það alveg fyrir mér, þú verður að hafa markmið í þessu eins og öðru. Alveg eins og ég sjái fyrir mér að þjálfa Kiel, það þarf ekki að vera að það verði að veruleika,“ sagði Snorri og hló. Snorri Steinn segir nauðsynlegt að greina hlutina vel, sama hvort gangi vel eða illa. „Ég held að einu mennirnir sem vita eitthvað um hlutina og hvernig þetta er eru þeir sem eru í kringum liðið. Það ætti að vera auðvelt að kryfja hlutina. Ef allt er eins og það á að vera þá getur liðið bara tekið á mótlæti og glímt við það eins og menn og horft í augu við það allir sem einn. Þegar það er gert þá koma menn yfirleitt sterkari úr því.“ „Það segir sig sjálft, hvort sem það er velgengni eða mótlæti, þá þarf alltaf að kryfja hlutina og vera gagnrýninn á allt. Hvað þarf að laga og hvað er gott. Svo þarf bara einhver að grípa inn í og gera hlutina sem þarf að gera. Það er bara forystan, þjálfarar, leikmenn og allir sem koma að þessu.“ Leikur sem við verðum að vinna til að komast áfram Snorri Steinn er eins og áður segir staddur í Flensburg í Þýskalandi enda mæta Valsmenn Flensburg í Evrópukeppninni á morgun. Sá leikur verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld. Valsmenn eru með fimm stig í fjórða sætinu en fjögur lið komast áfram úr riðlinum. „Ég er ekki alveg búinn að reikna þetta til enda. Auðvitað gæti það dugað okkur að vinna Benedorm ef önnur úrslit falla með okkur. Ég myndi halda að það myndi tryggja okkur 100% áfram að vinna tvo af þessum leikjum,“ sagði Snorri en Valur á fjóra leiki eftir í riðlinum. „Lykilleikurinn í þessu er klárlega heimaleikurinn gegn Benedorm. Ef við vinnum hann erum við komnir með forskot á þá og innbyrðis og erum með innbyrðis á Ungverjana líka. Það eru tvö lið sem sitja eftir þannig að ég er ekki viss um að það dugi. Ég geng út frá því að við þurfum tvo leiki til að tryggja okkur áfram.“ Stiven Tobar Valencia í fyrri leiknum gegn Flensburg. Fyrir aftan hann má sjá Teit Einarsson leikmann Flensburg.Vísir/Vilhelm Eins og áður segir spila Valsmenn við Flensburg á morgun en eiga leikinn við Benedorm viku seinna. „Það er hundrað prósent okkar lang mikilvægasti leikur til þessa. Þetta er leikur sem við verðum að vinna til að komast áfram. Ystad hefur sýnt að þeir eru frábært lið og við eigum þá eftir á útivelli, við þurfum ekkert að tala um Flensburg og PAUC er bara topplið í Frakklandi. Við unnum Benedorm síðast og það segir sig sjálft þegar innbyrðis viðureignir telja líka að þetta er fáránlega mikilvægur leikur.“ „Við biðlum til Valsara að koma á þennan leik, við þurfum á öllu okkar að halda á móti þeim.“ Snorri segist ekki endilega vera hissa á góðu gengi Valsara en viðurkennir að hann hafi verið smeykur að hlutirnir gætu orðið verri. „Já og nei. Maður rennur alltaf smá blint í sjóinn og hefði áhyggjur að maður væri lengra fyrir aftan þessi lið en raun bar vitni. Ég trúði því alveg að við gætum náð þessu markmiði að komast upp úr riðlinum. Það var ekkert bara fret út í loftið hjá mér af því það væri töff að segja það. Það var í alvörunni markmiðið okkar. Þetta hefur kannski ekki komið á óvart en það var einhver partur af mér sem óttaðist að þetta gæti orðið verra.“ Viðurkenning fyrir starfið þegar leikmenn fara út Hann segist ekki smeykur að missa leikmenn frá liðinu og að það sé veruleiki íslenskra liða að missa sterkustu leikmennina sína í atvinnumennsku erlendis. Hann segir það vera viðurkenningu fyrir félögin. „Smeykur er kannski ekki rétta orðið. Ég vill ekki missa þessa stráka en þetta er líka viðurkenning fyrir okkur og það sem Valur á að gera og kannski íslensk lið líka. Þú vilt senda þína uppöldu stráka út og koma þeim í atvinnumennsku. Ef það gerist að þeir standa sig vel á þessu sviði þá þurfum við að líta á það sem viðurkenningu fyrir starfið. Það er partur af því að þjálfa lið á Íslandi, þá missir þú þína bestu leikmenn.“ Hann vonast að íslensk lið haldi áfram að spila í Evrópukeppni. „Hundrað prósent, það er alveg á hreinu að það lið sem verður Íslandsmeistari það hlýtur að fara í forkeppnina að minnsta kosti. Mér leiðist að fara í Evrópukeppni til að fá einhverja reynslu. Sama hvaða keppni við förum í þurfum við að ná einhverjum árangri og gera okkur gildandi í þessu. Ég óttast það frekar að fara inn í tímabil án svona keppni en með hennar. Þetta gefur meira en það tekur, svo getur vel verið að þetta kosti okkur eitthvað á endanum hvað varðar álagið.“
Olís-deild karla Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira