Ten Hag: Sancho getur haft mikil áhrif Smári Jökull Jónsson skrifar 8. febrúar 2023 23:30 Leikmenn United fagna marki Jadon Sancho í kvöld. Vísir/Getty Erik Tan Hag þjálfari Manchester United viðurkenndi að það væru blendnar tilfinningar að hafa gert jafntefli við Leeds United í kvöld en United kom til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. „Að sjálfsögðu erum við ánægðir að hafa náð stigi en við töpuðum tveimur stigum. Þetta var mjög slæm byrjun, óásættanlegt, sérstaklega í nágrannaslag þar sem þú þarft að vera tilbúinn að berjast og taka ábyrgð. Við gerðum það ekki,“ sagði Ten Hag en Leeds komst í 1-0 áður en ein mínúta var liðin af leiknum. Hann sagði að það hefði ekki komið honum á óvart að Leeds hafi byrjað af krafti. „Við vissum að þeir yrðu grimmir. Gegn liði sem er á góðu róli vildu þeir reyna að komast í návígin og þeir gerðu það.“ „Við sköpuðum góð færi. Garnacho í tvígang, Sabitzer, skallinn frá Raphael (Varane). Í hálfleik var staðan þannig að við þurftum að jafna en ef þú byrjar seinni hálfleik á sama slæma hátt og þann fyrri þá gerir þú þér þetta erfitt fyrir,“ en annað mark Leeds kom strax í upphafi seinni hálfleiks. Jadon Sancho kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði jöfnunarmarkið. Hann hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði og ekki komið mikið við sögu í vetur. Ten Hag hafði meðal annars tjáð sig um líkamlegt ástand leikmannsins og sagði hann ekki tilbúinn að æfa með liðinu á þeim tímapunkti. „Ég vildi öðruvísi dýnamík í leikinn. Á þessu augnabliki vorum við ekki inni í leiknum en sem betur fer heppnaðist þetta því við skoruðum tvö mörk. Ég er mjög ánægður, hann er kominn til baka og við vitum að hann er frábær leikmaður. Ég hugsa stöðugt um hversu mikil áhrif hann getur haft en hann þarf að leggja hart að sér. Þetta mun hvetja hann til að gera meira, þetta mun styrkja hann.“ Tengdar fréttir Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30 Ten Hag segist ekki vita hvenær Sancho mun snúa aftur til æfinga Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur tjáð sig um fjarveru Jadon Sancho frá æfingum félagsins en Sancho æfir einn þessa dagana. 14. desember 2022 19:01 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
„Að sjálfsögðu erum við ánægðir að hafa náð stigi en við töpuðum tveimur stigum. Þetta var mjög slæm byrjun, óásættanlegt, sérstaklega í nágrannaslag þar sem þú þarft að vera tilbúinn að berjast og taka ábyrgð. Við gerðum það ekki,“ sagði Ten Hag en Leeds komst í 1-0 áður en ein mínúta var liðin af leiknum. Hann sagði að það hefði ekki komið honum á óvart að Leeds hafi byrjað af krafti. „Við vissum að þeir yrðu grimmir. Gegn liði sem er á góðu róli vildu þeir reyna að komast í návígin og þeir gerðu það.“ „Við sköpuðum góð færi. Garnacho í tvígang, Sabitzer, skallinn frá Raphael (Varane). Í hálfleik var staðan þannig að við þurftum að jafna en ef þú byrjar seinni hálfleik á sama slæma hátt og þann fyrri þá gerir þú þér þetta erfitt fyrir,“ en annað mark Leeds kom strax í upphafi seinni hálfleiks. Jadon Sancho kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði jöfnunarmarkið. Hann hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði og ekki komið mikið við sögu í vetur. Ten Hag hafði meðal annars tjáð sig um líkamlegt ástand leikmannsins og sagði hann ekki tilbúinn að æfa með liðinu á þeim tímapunkti. „Ég vildi öðruvísi dýnamík í leikinn. Á þessu augnabliki vorum við ekki inni í leiknum en sem betur fer heppnaðist þetta því við skoruðum tvö mörk. Ég er mjög ánægður, hann er kominn til baka og við vitum að hann er frábær leikmaður. Ég hugsa stöðugt um hversu mikil áhrif hann getur haft en hann þarf að leggja hart að sér. Þetta mun hvetja hann til að gera meira, þetta mun styrkja hann.“
Tengdar fréttir Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30 Ten Hag segist ekki vita hvenær Sancho mun snúa aftur til æfinga Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur tjáð sig um fjarveru Jadon Sancho frá æfingum félagsins en Sancho æfir einn þessa dagana. 14. desember 2022 19:01 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30
Ten Hag segist ekki vita hvenær Sancho mun snúa aftur til æfinga Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur tjáð sig um fjarveru Jadon Sancho frá æfingum félagsins en Sancho æfir einn þessa dagana. 14. desember 2022 19:01