Hvarf sporlaust en síminn og hundataumurinn urðu eftir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 13:31 Nicola og hundurinn hennar Willow. Lögreglan í Lancashire Lögreglan í Bretlandi leitar enn lifandi ljósi að tveggja barna móður á fimmtugsaldri sem hvarf sporlaust fyrir rúmum tveimur vikum. Síðast sást til hennar þegar hún fór út að ganga með hundinn sinn við Wyre ána 27. janúar. Nicola Bulley fór á fætur þann 27. janúar eins og alla föstudagsmorgna, fór út í bíl með hundinn sinn Willow og dætur sínar tvær, sex og níu ára, og keyrði stelpurnar í skólann. Um þetta hefur verið fjallað mikið í breskum fjölmiðlum. Bulley, sem er 45 ára gömul, lagði svo bílnum sínum á bílastæði í bænum St. Michael's við Wyre ána og fór í göngutúr með Willow. Bulley sneri aldrei aftur í bílinn sinn og hefur enn ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Klukkan 8:43 gekk Bulley með fram ánni en annar göngumaður með hund, sem þekkir til Bulley, sá til hennar á hinum svokallaða neðri akri (e. lower field). Eftir þetta sendi hún yfirmanni sínum tölvupóst og skráði sig svo inn á vinnufund á Teams en hún starfar sem lánaráðgjafi. Kort af svæðinu sem Nicola sást síðast á.Lögreglan í Lancashire Klukkan 9:10 sá annar göngumaður með hund til hennar á efri akrinum (e. upper field). Um 25 mínútum síðar fannst síminn hennar, enn skráður inn á Teams-fundinn, á bekk við árbakkann og ólin og taumurinn af hundnum á jörðinni við hliðina á. Telja ekkert saknæmt hafa átt sér stað Lögreglumenn telja að Nicola hafi fallið í ána og rannsóknin gengur út frá því að hvarf hennar hafi ekki borið að með saknæmum hætti. Lögreglumennirnir telja ekki að hvarf hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Þeir segjast þó opnir fyrir að skoða allt komi ný sönnunargögn fram sem benda þeim annað. Lögreglan hefur þá útilokað að Nicola hafi yfirgefið svæðið á öðrum stað og leitin einblínir nú á svæði sem leiðir að Garstang vegi í St. Michael's. Engar öryggismyndavélar ná til þess svæðis. Telja Nicolu ekki á þessum stað árinnar Kafarar hafa leitað í ánni, drónar og þyrlur leitað úr lofti og gögn úr bæði símanum hennar og snjallúri verið notuð við leitina. Þá hefur verið leitað í yfirgefnum húsum og hjólhýsum í nágrenni við ána. Björgunarsveitir við störf á Wyre ánni.Lögreglan í Lancashire Sérfræðikafarar frá Specialist Group International voru fengnir til að aðstoða við leitina og hefur stofnandi fyrirtækisins Peter Faulding, sagt að hann telji ólíklegt að Nicola hafi fallið í ána þar sem lögregla telur hana hafa gert það. „Ef Nicola væri í áni hefði ég fundið hana, ég get fullyrt það, og hún er ekki í þessum hluta árinnar,“ sagði Faulding á dögunum. Sjálfskipaðir rannsakendur til trafala Hundruð sjálfboðaliða hafa tekið þátt í leitinni en ekkert nýtt komið fram. Þessi mikli fjöldi sjálfboðaliða hefur reynst lögreglu erfiður og á fimmtudag þurfti lögregla að vísa sjálfboðaliðum á brott. Að sögn lögreglu var þar um að ræða sjálfútnefnda rannsakendur og fólk sem var að taka myndbönd af lögreglu við störf. Auk þess hafa íbúar í St. Michael's þurft að fá utanaðkomandi öryggisverði vegna fólksfjölgunarinnar. Nicola hvarf sporlaust úr göngutúr með hundinn.Lögreglan í Lancashire Í gær tilkynnti lögregla að víkka eigi út rannsóknina og hefur til skoðunar daginn fyrir hvarfið. Lögregla hefur meðal annars óskað eftir að fá myndbandsupptökur frá 26. janúar úr öryggismyndavélum í St. Michael's. Bretland England Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Nicola Bulley fór á fætur þann 27. janúar eins og alla föstudagsmorgna, fór út í bíl með hundinn sinn Willow og dætur sínar tvær, sex og níu ára, og keyrði stelpurnar í skólann. Um þetta hefur verið fjallað mikið í breskum fjölmiðlum. Bulley, sem er 45 ára gömul, lagði svo bílnum sínum á bílastæði í bænum St. Michael's við Wyre ána og fór í göngutúr með Willow. Bulley sneri aldrei aftur í bílinn sinn og hefur enn ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Klukkan 8:43 gekk Bulley með fram ánni en annar göngumaður með hund, sem þekkir til Bulley, sá til hennar á hinum svokallaða neðri akri (e. lower field). Eftir þetta sendi hún yfirmanni sínum tölvupóst og skráði sig svo inn á vinnufund á Teams en hún starfar sem lánaráðgjafi. Kort af svæðinu sem Nicola sást síðast á.Lögreglan í Lancashire Klukkan 9:10 sá annar göngumaður með hund til hennar á efri akrinum (e. upper field). Um 25 mínútum síðar fannst síminn hennar, enn skráður inn á Teams-fundinn, á bekk við árbakkann og ólin og taumurinn af hundnum á jörðinni við hliðina á. Telja ekkert saknæmt hafa átt sér stað Lögreglumenn telja að Nicola hafi fallið í ána og rannsóknin gengur út frá því að hvarf hennar hafi ekki borið að með saknæmum hætti. Lögreglumennirnir telja ekki að hvarf hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Þeir segjast þó opnir fyrir að skoða allt komi ný sönnunargögn fram sem benda þeim annað. Lögreglan hefur þá útilokað að Nicola hafi yfirgefið svæðið á öðrum stað og leitin einblínir nú á svæði sem leiðir að Garstang vegi í St. Michael's. Engar öryggismyndavélar ná til þess svæðis. Telja Nicolu ekki á þessum stað árinnar Kafarar hafa leitað í ánni, drónar og þyrlur leitað úr lofti og gögn úr bæði símanum hennar og snjallúri verið notuð við leitina. Þá hefur verið leitað í yfirgefnum húsum og hjólhýsum í nágrenni við ána. Björgunarsveitir við störf á Wyre ánni.Lögreglan í Lancashire Sérfræðikafarar frá Specialist Group International voru fengnir til að aðstoða við leitina og hefur stofnandi fyrirtækisins Peter Faulding, sagt að hann telji ólíklegt að Nicola hafi fallið í ána þar sem lögregla telur hana hafa gert það. „Ef Nicola væri í áni hefði ég fundið hana, ég get fullyrt það, og hún er ekki í þessum hluta árinnar,“ sagði Faulding á dögunum. Sjálfskipaðir rannsakendur til trafala Hundruð sjálfboðaliða hafa tekið þátt í leitinni en ekkert nýtt komið fram. Þessi mikli fjöldi sjálfboðaliða hefur reynst lögreglu erfiður og á fimmtudag þurfti lögregla að vísa sjálfboðaliðum á brott. Að sögn lögreglu var þar um að ræða sjálfútnefnda rannsakendur og fólk sem var að taka myndbönd af lögreglu við störf. Auk þess hafa íbúar í St. Michael's þurft að fá utanaðkomandi öryggisverði vegna fólksfjölgunarinnar. Nicola hvarf sporlaust úr göngutúr með hundinn.Lögreglan í Lancashire Í gær tilkynnti lögregla að víkka eigi út rannsóknina og hefur til skoðunar daginn fyrir hvarfið. Lögregla hefur meðal annars óskað eftir að fá myndbandsupptökur frá 26. janúar úr öryggismyndavélum í St. Michael's.
Bretland England Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira