Telur óeðlilegt að sitja árum saman undir ávirðingum Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2023 06:00 Sigurður Þórðarson var ríkisendurskoðandi um sextán ára skeið en lét af embætti árið 2008. Hann var settur ríkisendurskoðandi í úttekt á Lindarhvoli. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi taldi sig ekki hafa fengið upplýsingar eða svör um verðmat og ráðstöfun á tilteknum eignum sem Lindarhvoll ehf. fór með áður en hann lauk afskiptum af úttekt á störfum eignarhaldsfélags fjármálaráðuneytisins. Hann vill að Alþingi skýri hvað það sé í greinargerð sem hann skilaði sem þurfi að halda leynd yfir. Verði frekari dráttur á að Alþingi afgreiði málið þurfi hann að huga að því hvernig rétt sé að bregðast við ávirðingum í hans garð. Alþingi hefur neitað að gera opinbera greinargerð sem Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi, skilaði af sér eftir að hann skoðaði málefni Lindarhvols ehf. um tveggja ára skeið árið 2018. Lindarhvoll er félag sem stofnað var innan fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar til þess að fara með tugmilljarða króna svonefndar stöðugleikaeignir sem féllu í skaut ríkisins frá slitabúum föllnu bankanna árið 2016 og sölu á þeim. Sigurði var falið að fara yfir störf félagsins sem settur ríkisendurskoðandi vegna vanhæfis Sveins Arasonar þáverandi ríkisendurskoðanda sem er bróðir fyrrverandi stjórnarformanns Lindarhvols. Leynd hefur hvílt yfir efni greinargerðar Sigurðar þar sem Alþingi hefur hafnað beiðnum fjölmiðla um að fá hana afhenta. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins hefur enn ekki lokið umfjöllun sinni um skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignarhaldsfélagið þótt tæplega þrjú ár séu síðan hún var tilbúin. Fjármálaráðuneytið og forsvarsmenn Lindarhvols hafa lagst alfarið gegn því að greinargerð Sigurðar verði gerð opinber. Í bréfi sem Sigurður ritaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í nóvember vegna greinargerðarinnar krefst hann þess að nefndin hafi forgöngu um að yfirstjórn þingsins geri grein fyrir því hvað það sé í greinargerð hans sem þurfi að fara leynt. „Í grunninn snýst þetta um mál um hvernig staðið var að sölumeðferð eigna ríkisins og það hvort eignum ríkisins hefði verið ráðstafað með forsvaranlegum hætti, [með tilliti til] verðmætis þeirra eigna, sem látnar voru af hendi [...],“ segir í bréfi hans. Lindarhvoll ehf. lauk við að ráðstafa stöðugleikaeignum snemma árs 2018. Félagið starfaði eftir samningi við fjármálaráðuneytið. Ríkisendurskoðun var falið að gera úttekt á framkvæmd samningsins. Stofnunin skilaði skýrslunni árið 2020 en Alþingi hefur enn ekki lokið umfjöllun sinni um hana.Vísir/Vilhelm Ekkert lágmarksverð fyrir sölu á Klakka Greinargerð Sigurðar fjallaði meðal annars um stjórnskipulag og stjórnarhætti Lindarhvols, aðkomu Seðlabanka Íslands að samningi fjármálaráðuneytisins við félagið um umsýslu stöðugleikaeignanna, fjárhagsendurskoðun ársreikninga Lindarhvols árin 2016 og 2017 og fullnustu tiltekinna stöðugleikaeigna. Efnisyfirlit greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar um starfsemi Lindarhvols eins og hann lýsir því í bréfi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Skjáskot Lýsir Sigurður í bréfinu til Alþingis miklum örðugleikum við öflun upplýsinga og aðgangi að frumgögnum hjá Lindarhvoli, Seðlabanka Íslands og slitabúum fjármálafyrirtækjanna sem tengdust stöðugleikaeignunum. Í greinargerðinni hafi hann vakið sérstaka athygli á atriðum sem hann hafði ekki fengið upplýsingar og svör um þrátt fyrir beiðnir um þau. „Meðal þessara atriða voru upplýsingar um verðmat og ráðstöfun tiltekinna eigna, sem ég taldi þörf á að kanna betur með tilliti til þess hvort það hefði verið fylgt þeim reglum, sem fylgja átti samkvæmt samningnum, og því sem byggt hafði verið á af hálfu Alþingis og almennt gilda um ráðstöfun eigna ríkisins,“ sagði í bréfinu sem Sigurður sendi 23. nóvember 2022. Ýmsar þeirra spurninga sem Sigurður taldi sig ekki hafa fengið svör við og nefndi í greinargerð sinni lutu að sölunni á eignarhlutanum í Klakka ehf. sem áður hét Exista. Félagið átti stóran hlut í Kaupþingi og tryggingafélagið Vátryggingafélag Íslands fyrir bankahrunið svo eitthvað sé nefnt. Ríkið fékk um 4,4 milljarða króna fyrir eignarhlutinn þegar uppi var staðið. Rekur Sigurður svör sem hann fékk frá stjórn Lindarhvols um söluna á Klakka í bréfinu til Alþingis. Ekkert lágmarksverð hafi verið sett á eignarhlutinn þegar hann var auglýstur til sölu þrátt fyrir að í samningi fjármálaráðuneytisins við Lindarhvol hafi komið fram að félagið ætti að taka hæsta tilboði í hverri sölu sem væri yfir því lágmarksverði sem það hefði sett sér fyrirfram. Athugasemdir Sigurðar Þórðarsonar við atriði sem tengdust sölu Lindarhvols á Klakka ehf.Skjáskot Arftaka hans að rökstyðja hvers vegna athugasemdum var ekki fylgt eftir Sigurður lauk ekki úttektinni og var leystur frá henni árið 2018. Þá skilaði hann greinargerðinni umræddu um stöðu verksins. Ríkisendurskoðun lauk úttektinni með skýrslu í stjórnartíð Skúla Eggerts Þórðarsonar árið 2020. Niðurstaða hennar var að starfsemi Lindarhvols hafi verið í samræmi við sett markmið. Félaginu hafi tekist að uppfylla markmið sín um hámörkun verðmætis eigna á sem skemmstum tíma. Segir Sigurður að ef ríkisendurskoðandi, starfsmenn Ríkisendurskoðunar og stjórnendur Lindarhvols sem tóku við verkefninu af honum hafi ekki talið tilefni til að hirða frekar um þau atriði sem hann vakti athygli á, þar á meðal um mat á verðmæti eigna og söluverð, þurfi þeir að færa rök fyrir því gagnvart Alþingi. „Það er svo Alþingis að taka afstöðu til þess hvort það lætur þær niðurstöður og mat standa eða hvort önnur gögn, [þar með talin]. sú greinargerð, sem ég tók saman, og önnur gögn, sem fram hafa komið, gefa tilefni til annars,“ skrifar hann í bréfinu. Skúli Eggert Þórðarson lauk við úttekt á starfsemi Lindarhvols þegar hann var ríkisendurskoðandi árið 2020. Hann er nú ráðuneytisstjóri í menningar- og viðskiptaráðuneytinu.Vísir Telur sig ekki geta brugðist við ávirðingum áður en Alþingi lýkur umfjöllun Í bréfi sínu til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar lýsir Sigurður gremju sinni með að hafa þurft að sitja undir því sem hann kallar ávirðingar í sinn garð í skýrslu Ríkisendurskoðunar og í gögnum sem Skúli Eggert, fyrrverandi ríkisendurskoðandi, hafi sent Alþingi. Hann hafi ekki getað svarað fyrir sig vegna þagnarskyldu sem opinber embættismaður. Skúli Eggert varaði við því í bréfi til forseta Alþingis árið 2020 að það gæti valdið ríkinu bótaskyldu ef greinargerð Sigurðar yrði gerð opinber. Hún innihéldi staðreyndavillur og missagnir sem gætu auk bótaskyldunnar skaðað hagsmuni ríkisins með ýmsum hætti. „Það getur ekki verið eðlilegt að ég þurfi í mörg ár og án niðurstöðu að sitja undir ávirðingum sem vega að fagmennsku og starfsheiðri mínum vegna verka, sem ég sinnti sem settur embættismaður Alþingis,“ ritar Sigurður þingnefndinni. Verði frekari dráttur á að Alþingi afgreiði málið þurfi hann að huga að því hvernig rétt sé að bregðast við ávirðingum í hans garð. Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01 Telur skuggalegt að greinargerð sín um Lindarhvol sé ekki lögð fram Sigurður Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðandi furðar sig á því hvers vegna greinargerð um Lindarhvol sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé ekki gerð opinber. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir slíkan mótþróa. 2. febrúar 2023 07:01 Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15 Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Alþingi hefur neitað að gera opinbera greinargerð sem Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi, skilaði af sér eftir að hann skoðaði málefni Lindarhvols ehf. um tveggja ára skeið árið 2018. Lindarhvoll er félag sem stofnað var innan fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar til þess að fara með tugmilljarða króna svonefndar stöðugleikaeignir sem féllu í skaut ríkisins frá slitabúum föllnu bankanna árið 2016 og sölu á þeim. Sigurði var falið að fara yfir störf félagsins sem settur ríkisendurskoðandi vegna vanhæfis Sveins Arasonar þáverandi ríkisendurskoðanda sem er bróðir fyrrverandi stjórnarformanns Lindarhvols. Leynd hefur hvílt yfir efni greinargerðar Sigurðar þar sem Alþingi hefur hafnað beiðnum fjölmiðla um að fá hana afhenta. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins hefur enn ekki lokið umfjöllun sinni um skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignarhaldsfélagið þótt tæplega þrjú ár séu síðan hún var tilbúin. Fjármálaráðuneytið og forsvarsmenn Lindarhvols hafa lagst alfarið gegn því að greinargerð Sigurðar verði gerð opinber. Í bréfi sem Sigurður ritaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í nóvember vegna greinargerðarinnar krefst hann þess að nefndin hafi forgöngu um að yfirstjórn þingsins geri grein fyrir því hvað það sé í greinargerð hans sem þurfi að fara leynt. „Í grunninn snýst þetta um mál um hvernig staðið var að sölumeðferð eigna ríkisins og það hvort eignum ríkisins hefði verið ráðstafað með forsvaranlegum hætti, [með tilliti til] verðmætis þeirra eigna, sem látnar voru af hendi [...],“ segir í bréfi hans. Lindarhvoll ehf. lauk við að ráðstafa stöðugleikaeignum snemma árs 2018. Félagið starfaði eftir samningi við fjármálaráðuneytið. Ríkisendurskoðun var falið að gera úttekt á framkvæmd samningsins. Stofnunin skilaði skýrslunni árið 2020 en Alþingi hefur enn ekki lokið umfjöllun sinni um hana.Vísir/Vilhelm Ekkert lágmarksverð fyrir sölu á Klakka Greinargerð Sigurðar fjallaði meðal annars um stjórnskipulag og stjórnarhætti Lindarhvols, aðkomu Seðlabanka Íslands að samningi fjármálaráðuneytisins við félagið um umsýslu stöðugleikaeignanna, fjárhagsendurskoðun ársreikninga Lindarhvols árin 2016 og 2017 og fullnustu tiltekinna stöðugleikaeigna. Efnisyfirlit greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar um starfsemi Lindarhvols eins og hann lýsir því í bréfi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Skjáskot Lýsir Sigurður í bréfinu til Alþingis miklum örðugleikum við öflun upplýsinga og aðgangi að frumgögnum hjá Lindarhvoli, Seðlabanka Íslands og slitabúum fjármálafyrirtækjanna sem tengdust stöðugleikaeignunum. Í greinargerðinni hafi hann vakið sérstaka athygli á atriðum sem hann hafði ekki fengið upplýsingar og svör um þrátt fyrir beiðnir um þau. „Meðal þessara atriða voru upplýsingar um verðmat og ráðstöfun tiltekinna eigna, sem ég taldi þörf á að kanna betur með tilliti til þess hvort það hefði verið fylgt þeim reglum, sem fylgja átti samkvæmt samningnum, og því sem byggt hafði verið á af hálfu Alþingis og almennt gilda um ráðstöfun eigna ríkisins,“ sagði í bréfinu sem Sigurður sendi 23. nóvember 2022. Ýmsar þeirra spurninga sem Sigurður taldi sig ekki hafa fengið svör við og nefndi í greinargerð sinni lutu að sölunni á eignarhlutanum í Klakka ehf. sem áður hét Exista. Félagið átti stóran hlut í Kaupþingi og tryggingafélagið Vátryggingafélag Íslands fyrir bankahrunið svo eitthvað sé nefnt. Ríkið fékk um 4,4 milljarða króna fyrir eignarhlutinn þegar uppi var staðið. Rekur Sigurður svör sem hann fékk frá stjórn Lindarhvols um söluna á Klakka í bréfinu til Alþingis. Ekkert lágmarksverð hafi verið sett á eignarhlutinn þegar hann var auglýstur til sölu þrátt fyrir að í samningi fjármálaráðuneytisins við Lindarhvol hafi komið fram að félagið ætti að taka hæsta tilboði í hverri sölu sem væri yfir því lágmarksverði sem það hefði sett sér fyrirfram. Athugasemdir Sigurðar Þórðarsonar við atriði sem tengdust sölu Lindarhvols á Klakka ehf.Skjáskot Arftaka hans að rökstyðja hvers vegna athugasemdum var ekki fylgt eftir Sigurður lauk ekki úttektinni og var leystur frá henni árið 2018. Þá skilaði hann greinargerðinni umræddu um stöðu verksins. Ríkisendurskoðun lauk úttektinni með skýrslu í stjórnartíð Skúla Eggerts Þórðarsonar árið 2020. Niðurstaða hennar var að starfsemi Lindarhvols hafi verið í samræmi við sett markmið. Félaginu hafi tekist að uppfylla markmið sín um hámörkun verðmætis eigna á sem skemmstum tíma. Segir Sigurður að ef ríkisendurskoðandi, starfsmenn Ríkisendurskoðunar og stjórnendur Lindarhvols sem tóku við verkefninu af honum hafi ekki talið tilefni til að hirða frekar um þau atriði sem hann vakti athygli á, þar á meðal um mat á verðmæti eigna og söluverð, þurfi þeir að færa rök fyrir því gagnvart Alþingi. „Það er svo Alþingis að taka afstöðu til þess hvort það lætur þær niðurstöður og mat standa eða hvort önnur gögn, [þar með talin]. sú greinargerð, sem ég tók saman, og önnur gögn, sem fram hafa komið, gefa tilefni til annars,“ skrifar hann í bréfinu. Skúli Eggert Þórðarson lauk við úttekt á starfsemi Lindarhvols þegar hann var ríkisendurskoðandi árið 2020. Hann er nú ráðuneytisstjóri í menningar- og viðskiptaráðuneytinu.Vísir Telur sig ekki geta brugðist við ávirðingum áður en Alþingi lýkur umfjöllun Í bréfi sínu til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar lýsir Sigurður gremju sinni með að hafa þurft að sitja undir því sem hann kallar ávirðingar í sinn garð í skýrslu Ríkisendurskoðunar og í gögnum sem Skúli Eggert, fyrrverandi ríkisendurskoðandi, hafi sent Alþingi. Hann hafi ekki getað svarað fyrir sig vegna þagnarskyldu sem opinber embættismaður. Skúli Eggert varaði við því í bréfi til forseta Alþingis árið 2020 að það gæti valdið ríkinu bótaskyldu ef greinargerð Sigurðar yrði gerð opinber. Hún innihéldi staðreyndavillur og missagnir sem gætu auk bótaskyldunnar skaðað hagsmuni ríkisins með ýmsum hætti. „Það getur ekki verið eðlilegt að ég þurfi í mörg ár og án niðurstöðu að sitja undir ávirðingum sem vega að fagmennsku og starfsheiðri mínum vegna verka, sem ég sinnti sem settur embættismaður Alþingis,“ ritar Sigurður þingnefndinni. Verði frekari dráttur á að Alþingi afgreiði málið þurfi hann að huga að því hvernig rétt sé að bregðast við ávirðingum í hans garð.
Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01 Telur skuggalegt að greinargerð sín um Lindarhvol sé ekki lögð fram Sigurður Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðandi furðar sig á því hvers vegna greinargerð um Lindarhvol sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé ekki gerð opinber. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir slíkan mótþróa. 2. febrúar 2023 07:01 Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15 Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01
Telur skuggalegt að greinargerð sín um Lindarhvol sé ekki lögð fram Sigurður Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðandi furðar sig á því hvers vegna greinargerð um Lindarhvol sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé ekki gerð opinber. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir slíkan mótþróa. 2. febrúar 2023 07:01
Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15
Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35