Snorri Steinn: HSÍ ekkert búið að hringja Kári Mímisson skrifar 24. febrúar 2023 21:05 Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að ræða við sitt lið í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Ég er rosalega ánægður með stigin tvö ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta er búið að vera erfið vika hjá okkur eins og reyndar margar aðrar í vetur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals eftir sigur á ÍR í Olís-deildinni í kvöld. „Þetta var mjög tricky leikur á móti spræku og góðu ÍR liði sem ég ber virðingu fyrir og því sem Bjarni er að gera. Frammistaðan ekkert upp á tíu, mikið um feila og mikið af dauðafærum sem við klikkuðum á. Við gerðum þetta, segi nú ekki mjög spennandi en nálægt því svona fyrir minn smekk en þetta hafðist,“ sagði Snorri Steinn, þjálfari Vals strax eftir leik. En hvað gerist hjá Val í seinni hálfleik? „Við dettum niður hér og þar. Við vildu prófa að fara sjö á sex því mig langaði að æfa það. Ég vildi aðeins reyna að spara kraftana, það gekk ekki upp. Vörnin dettur niður og Bjöggi meiðist aðeins og fer út af og þá dettur markvarslan niður. Við missum marga hluti á sama tíma og þeir ganga á lagið. Þetta eru flottir og sprækir ungir gaurar og úr verður aðeins jafnari leikur en ég hafði óskað mér.“ Valur leikur næst gegn Ystads IF frá Svíþjóð úti. Hvernig er staðan á hópnum fyrir það einvígi? „Bjöggi kveinkaði sér aðeins en ég held að það sé nú ekki alvarlegt. Arnór meiddist hér í dag á fingri eða hendi og við þurfum aðeins að sjá stöðuna á honum. Hann gat ekki haldið áfram. Þetta er búið að vera þétt en það sér fyrir endann á þessu. Við fáum allavega smá break þarna í landsleikjaglugganum. Við förum bara brattir til Svíþjóðar og svo Grótta eftir viku.“ Valur lagði franska liðið PAUC og tryggði sér með því farseðilinn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hverjir eru óskamótherjarnir þar? „Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta séu þessi þrjú lið, Montpellier, Kadetten Schaffhausen eða Göppingen. Þetta eru allt dúndur lið. Montpellier er lið sem ætlar að vinna þetta. Það er svo sem gömul saga og ný fyrir okkur að ef við erum ekki á okkar besta leik þá verðum við í brasi og það verður alveg óháð því hverjum við mætum í 16-liða úrslitum, við þurfum frammistöðu þar.“ Eins og þjóðin veit þá losnaði staða landsliðsþjálfara í vikunni og Snorri einn af þeim sem hefur verið nefndur til að taka við liðinu. Það er því ekki annað hægt en að spyrja hann hvort að HSÍ hafi hringt í vikunni. „Nei, þeir eru ekkert búnir að hringja.“ Olís-deild karla Valur ÍR Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
„Þetta var mjög tricky leikur á móti spræku og góðu ÍR liði sem ég ber virðingu fyrir og því sem Bjarni er að gera. Frammistaðan ekkert upp á tíu, mikið um feila og mikið af dauðafærum sem við klikkuðum á. Við gerðum þetta, segi nú ekki mjög spennandi en nálægt því svona fyrir minn smekk en þetta hafðist,“ sagði Snorri Steinn, þjálfari Vals strax eftir leik. En hvað gerist hjá Val í seinni hálfleik? „Við dettum niður hér og þar. Við vildu prófa að fara sjö á sex því mig langaði að æfa það. Ég vildi aðeins reyna að spara kraftana, það gekk ekki upp. Vörnin dettur niður og Bjöggi meiðist aðeins og fer út af og þá dettur markvarslan niður. Við missum marga hluti á sama tíma og þeir ganga á lagið. Þetta eru flottir og sprækir ungir gaurar og úr verður aðeins jafnari leikur en ég hafði óskað mér.“ Valur leikur næst gegn Ystads IF frá Svíþjóð úti. Hvernig er staðan á hópnum fyrir það einvígi? „Bjöggi kveinkaði sér aðeins en ég held að það sé nú ekki alvarlegt. Arnór meiddist hér í dag á fingri eða hendi og við þurfum aðeins að sjá stöðuna á honum. Hann gat ekki haldið áfram. Þetta er búið að vera þétt en það sér fyrir endann á þessu. Við fáum allavega smá break þarna í landsleikjaglugganum. Við förum bara brattir til Svíþjóðar og svo Grótta eftir viku.“ Valur lagði franska liðið PAUC og tryggði sér með því farseðilinn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hverjir eru óskamótherjarnir þar? „Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta séu þessi þrjú lið, Montpellier, Kadetten Schaffhausen eða Göppingen. Þetta eru allt dúndur lið. Montpellier er lið sem ætlar að vinna þetta. Það er svo sem gömul saga og ný fyrir okkur að ef við erum ekki á okkar besta leik þá verðum við í brasi og það verður alveg óháð því hverjum við mætum í 16-liða úrslitum, við þurfum frammistöðu þar.“ Eins og þjóðin veit þá losnaði staða landsliðsþjálfara í vikunni og Snorri einn af þeim sem hefur verið nefndur til að taka við liðinu. Það er því ekki annað hægt en að spyrja hann hvort að HSÍ hafi hringt í vikunni. „Nei, þeir eru ekkert búnir að hringja.“
Olís-deild karla Valur ÍR Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira