„Við vorum kannski að flýta okkur full mikið “ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 18:38 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum, 26-29 gegn B-liði Noregs er liðin mættust á Ásvöllum í dag. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var svekktur í leikslok. „Mér fannst við, sérstaklega í fyrri hálfleik, vera ofboðslega góðar. Mér fannst við vera að spila góðan handbolta bæði í vörn og sókn. Fyrstu tíu í seinni hálfleik voru líka flottar svo tekur við erfiður kafli, sem var mjög erfiður. Við þurfum að skoða það aðeins betur, við erum að kasta boltanum frá okkur þar og fáum á okkur hraðaupphlaup í bakið. Eins að klúðra færum sem að hún er að verja mjög vel á loka kaflanum sem þær nýta sér í að refsa okkur með hraðaupphlaupum. Við þurfum að skoða það vel en 45 mínútur voru góðar hjá okkur.“ Ísland var með yfirhöndina bróðurpart leiksins en um miðbik seinni hálfleiks fóru þær að klikka á dauðafærum og kasta boltanum frá sér sem að Norðmenn nýttu sér og uppskáru að lokum sigur. „Við gáfum eftir aðeins, við vorum kannski að flýta okkur full mikið, við hefðum átt að slaka aðeins. Það er kannski eitthvað sem við frá bekknum áttum að koma inn á eða ég. Mér fannst við hætta að sækja eins ákveðið á markið og við vorum búnar að gera og við þurfum að skoða hvað það er, kannski hefðum við þurft að finna aðrar lausnir og ég þarf að skoða það aðeins.“ Íslenska liðið var með forystu lengst af en það virtist vera komið ákveðið mynstur að þegar að þær voru komnar með góða forystu að þá hleyptu þær Norðmönnum inn í leikinn þar sem að þær jöfnuðu. Þetta endurtók sig nokkuð oft í leiknum. „Auðvitað er það eitthvað sem að við þurfum að skoða. Við förum í fimm mörk, 16-11 í hálfleik og höldum áfram að bæta aðeins við. Mér fannst við vera flottar lengst af. Ég hef ekkert stórkostlegar áhyggjur af því á móti sterku norsku liði að það komi kaflar þar sem að þær sækja á okkur. Við erum á ákveðinni vegferð og við erum að vinna í því að bæta okkur í vörn og við erum að vinna í því að bæta okkur í hraðaupphlaupum upp völlinn og eins í sóknarleik. Ég hef ekki áhyggjur af því umfram annað. Ég vill sjá okkur taka skref fram á við og mér fannst við gera það í 45 mínútur í dag en svo kemur smá bakslag í þetta og við þurfum að skoða það allt saman.“ Ísland mætir Ungverjum í umspili um sæti á HM í kringum páska og segir Arnar að stelpurnar ætli að mæta og eiga alvöru leik á móti þeim. „Við hittumst í vikunni fyrir þá leiki, við eigum Ungverjana á laugardeginum um páskana og förum út og eigum Ungverjana á miðvikudeginum. Það er gríðarlega skemmtilegt verkefni og það er frábært lið sem að við erum að fara mæta. Þær voru flottar á EM núna í nóvember og spiluðu þar hörkuleiki við bæði Dani og Svía, Norðmenn líka. Þær eru með ungt lið sem hefur verið að sanka að sér verðlaunum í gegnum yngri landsliðin á undanförnum árum, hafa orðið Heimsmeistarar og Evrópumeistarar. Fyrir fram eigum við að vera klárlega svolítið á eftir þeim en við ætlum að reyna sína fram á að við séum að nálgast þær og eiga alvöru leik á móti þeim.“ Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
„Mér fannst við, sérstaklega í fyrri hálfleik, vera ofboðslega góðar. Mér fannst við vera að spila góðan handbolta bæði í vörn og sókn. Fyrstu tíu í seinni hálfleik voru líka flottar svo tekur við erfiður kafli, sem var mjög erfiður. Við þurfum að skoða það aðeins betur, við erum að kasta boltanum frá okkur þar og fáum á okkur hraðaupphlaup í bakið. Eins að klúðra færum sem að hún er að verja mjög vel á loka kaflanum sem þær nýta sér í að refsa okkur með hraðaupphlaupum. Við þurfum að skoða það vel en 45 mínútur voru góðar hjá okkur.“ Ísland var með yfirhöndina bróðurpart leiksins en um miðbik seinni hálfleiks fóru þær að klikka á dauðafærum og kasta boltanum frá sér sem að Norðmenn nýttu sér og uppskáru að lokum sigur. „Við gáfum eftir aðeins, við vorum kannski að flýta okkur full mikið, við hefðum átt að slaka aðeins. Það er kannski eitthvað sem við frá bekknum áttum að koma inn á eða ég. Mér fannst við hætta að sækja eins ákveðið á markið og við vorum búnar að gera og við þurfum að skoða hvað það er, kannski hefðum við þurft að finna aðrar lausnir og ég þarf að skoða það aðeins.“ Íslenska liðið var með forystu lengst af en það virtist vera komið ákveðið mynstur að þegar að þær voru komnar með góða forystu að þá hleyptu þær Norðmönnum inn í leikinn þar sem að þær jöfnuðu. Þetta endurtók sig nokkuð oft í leiknum. „Auðvitað er það eitthvað sem að við þurfum að skoða. Við förum í fimm mörk, 16-11 í hálfleik og höldum áfram að bæta aðeins við. Mér fannst við vera flottar lengst af. Ég hef ekkert stórkostlegar áhyggjur af því á móti sterku norsku liði að það komi kaflar þar sem að þær sækja á okkur. Við erum á ákveðinni vegferð og við erum að vinna í því að bæta okkur í vörn og við erum að vinna í því að bæta okkur í hraðaupphlaupum upp völlinn og eins í sóknarleik. Ég hef ekki áhyggjur af því umfram annað. Ég vill sjá okkur taka skref fram á við og mér fannst við gera það í 45 mínútur í dag en svo kemur smá bakslag í þetta og við þurfum að skoða það allt saman.“ Ísland mætir Ungverjum í umspili um sæti á HM í kringum páska og segir Arnar að stelpurnar ætli að mæta og eiga alvöru leik á móti þeim. „Við hittumst í vikunni fyrir þá leiki, við eigum Ungverjana á laugardeginum um páskana og förum út og eigum Ungverjana á miðvikudeginum. Það er gríðarlega skemmtilegt verkefni og það er frábært lið sem að við erum að fara mæta. Þær voru flottar á EM núna í nóvember og spiluðu þar hörkuleiki við bæði Dani og Svía, Norðmenn líka. Þær eru með ungt lið sem hefur verið að sanka að sér verðlaunum í gegnum yngri landsliðin á undanförnum árum, hafa orðið Heimsmeistarar og Evrópumeistarar. Fyrir fram eigum við að vera klárlega svolítið á eftir þeim en við ætlum að reyna sína fram á að við séum að nálgast þær og eiga alvöru leik á móti þeim.“
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira