Yfirmaður hjá Open AI hreifst af íslensku sendinefndinni og elskar Ísland Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2023 22:08 Íslandsheimsókn Önnu Makanju yfirmanns opinberrar stefnumótunar hjá Open AI var ekki sú fyrsta. Hún heillaðist af landi og þjóð þegar hún sótti tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Vísir/Egill Yfirmönnum hjá bandaríska gervigreindarfyrirtækinu Open AI þóttu mikið til vinnu Íslendinga í máltækni koma og þess vegna veðjaði fyrirtækið á íslenskuna. Ferð íslenskrar sendinefndar, með forseta Íslands í broddi fylkingar, í höfuðstöðvar Open AI fyrir tæpu ári reyndist örlagarík og skilaði því að besta gervigreindarlíkanið sem völ er á, og opin er almenningi, talar íslensku. Hátt settir stjórnendur hjá Open AI sóttu kynningarfund mennta-og viðskiptaráðuneytisins um gervigreind og máltækni í Grósku í dag. „Blessunarlega fórum við ekki með betlistaf og ekki heldur með grátstaf í kverkunum. Við fórum til fulltrúa stórfyrirtækja og sögðum: Við viljum leggja fram hér það sem við höfum; gagnagrunn, orðabanka, þekkingu og ætlum að vinna með ykkur,“ lýsti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands um heimsóknina til Bandaríkjanna. Vissu strax að samstarfið hefði mikla þýðingu En hvers vegna skyldi eitt fremsta gervigreindarfyrirtæki heims veðja á íslenskuna? Við beindum þessari spurningu til Önnu Makanju, yfirmanni opinberrar stefnumótunar hjá Open AI og það stóð ekki á svörum. „Við vorum hrifin af þeirri vinnu sem Íslendingarnir höfðu þegar unnið. Það er köllun Open AI að öflug gervigreind gagnist öllum en það gerist ekki ef hún talar ekki tungumál allra. Við vissum að þetta væri mikilvæg vinna og að við hefðum samstarfsaðila á hinum endanum sem við gætum unnið með og náð framförum með,“ sagði Makanju. Hún bætti síðan við brosandi: „Auk þess elskum við Ísland. Ég hrífst af menningunni hérna og hef komið á Iceland Airwaves. Þetta reyndist vera fullkomin samvinna fyrir okkur.“ Fleiri þjóðir munu feta í fótspor Íslands Íslenska samvinnuverkefnið verður nú í kjölfarið notað sem fyrirmynd gagnvart öðrum þjóðum sem vilja feta sömu slóð og varðveita tungu sína í nýjum stafrænum heimi. „Markmiðið, bæði hjá íslenskum samstarfsmönnum okkar og hjá okkur, var að tryggja að við hefðum tæki sem aðrir, sem vilja varðveita tungu sína, gætu notað. Núna eru hérna maórískir samstarfsmenn okkar frá Nýja-Sjálandi sem vilja sjá hvað Íslendingar gerðu með gervigreindarlíkanið okkar.“ Uppskeruhátíð máltæknifólks Það mátti sjá á þeim Eiríki Rögnvaldssyni og Jóhönnu Vigdísi að þau væru bæði ánægð og stolt af árangrinum sem náðst hefur í íslenskri máltækni. Vísir/Egill Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, svaraði því játandi þegar hann var spurður hvort líkja mætti deginum í dag við uppskeruhátíð en hann sagði þennan áfanga vera afrakstur hátt í 25 ára þrotlausrar vinnu fjölmargra. „Þetta er náttúrulega alveg stórkostlegur áfangi sem við höfum verið að ná núna,“ sagði Eiríkur. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, tók undir með Eiríki. „Það að íslenska sé hluti af þessu gerivgreindarmállíkani er byltingin. Það er þessum stóra hópi að þakka, sem Eiríkur meðal annars tilheyrir, og sumir eru búnir að vinna að þessu í 25 ár og svo er 60 manna hópur, svona um það bil, sem hefur unnið hörðum höndum að því, undanfarin fjögur ár, að smíða alla þessa innviði sem er grunnurinn að því að hægt sé að setja íslensku inn í þetta GPT-4 módel,“ sagði Jóhanna Vigdís. Gervigreind Íslensk tunga Háskólar Stafræn þróun Tækni Tengdar fréttir Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59 Embla komin með nýjar raddir frá Microsoft Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira. 16. nóvember 2022 09:41 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Ferð íslenskrar sendinefndar, með forseta Íslands í broddi fylkingar, í höfuðstöðvar Open AI fyrir tæpu ári reyndist örlagarík og skilaði því að besta gervigreindarlíkanið sem völ er á, og opin er almenningi, talar íslensku. Hátt settir stjórnendur hjá Open AI sóttu kynningarfund mennta-og viðskiptaráðuneytisins um gervigreind og máltækni í Grósku í dag. „Blessunarlega fórum við ekki með betlistaf og ekki heldur með grátstaf í kverkunum. Við fórum til fulltrúa stórfyrirtækja og sögðum: Við viljum leggja fram hér það sem við höfum; gagnagrunn, orðabanka, þekkingu og ætlum að vinna með ykkur,“ lýsti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands um heimsóknina til Bandaríkjanna. Vissu strax að samstarfið hefði mikla þýðingu En hvers vegna skyldi eitt fremsta gervigreindarfyrirtæki heims veðja á íslenskuna? Við beindum þessari spurningu til Önnu Makanju, yfirmanni opinberrar stefnumótunar hjá Open AI og það stóð ekki á svörum. „Við vorum hrifin af þeirri vinnu sem Íslendingarnir höfðu þegar unnið. Það er köllun Open AI að öflug gervigreind gagnist öllum en það gerist ekki ef hún talar ekki tungumál allra. Við vissum að þetta væri mikilvæg vinna og að við hefðum samstarfsaðila á hinum endanum sem við gætum unnið með og náð framförum með,“ sagði Makanju. Hún bætti síðan við brosandi: „Auk þess elskum við Ísland. Ég hrífst af menningunni hérna og hef komið á Iceland Airwaves. Þetta reyndist vera fullkomin samvinna fyrir okkur.“ Fleiri þjóðir munu feta í fótspor Íslands Íslenska samvinnuverkefnið verður nú í kjölfarið notað sem fyrirmynd gagnvart öðrum þjóðum sem vilja feta sömu slóð og varðveita tungu sína í nýjum stafrænum heimi. „Markmiðið, bæði hjá íslenskum samstarfsmönnum okkar og hjá okkur, var að tryggja að við hefðum tæki sem aðrir, sem vilja varðveita tungu sína, gætu notað. Núna eru hérna maórískir samstarfsmenn okkar frá Nýja-Sjálandi sem vilja sjá hvað Íslendingar gerðu með gervigreindarlíkanið okkar.“ Uppskeruhátíð máltæknifólks Það mátti sjá á þeim Eiríki Rögnvaldssyni og Jóhönnu Vigdísi að þau væru bæði ánægð og stolt af árangrinum sem náðst hefur í íslenskri máltækni. Vísir/Egill Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, svaraði því játandi þegar hann var spurður hvort líkja mætti deginum í dag við uppskeruhátíð en hann sagði þennan áfanga vera afrakstur hátt í 25 ára þrotlausrar vinnu fjölmargra. „Þetta er náttúrulega alveg stórkostlegur áfangi sem við höfum verið að ná núna,“ sagði Eiríkur. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, tók undir með Eiríki. „Það að íslenska sé hluti af þessu gerivgreindarmállíkani er byltingin. Það er þessum stóra hópi að þakka, sem Eiríkur meðal annars tilheyrir, og sumir eru búnir að vinna að þessu í 25 ár og svo er 60 manna hópur, svona um það bil, sem hefur unnið hörðum höndum að því, undanfarin fjögur ár, að smíða alla þessa innviði sem er grunnurinn að því að hægt sé að setja íslensku inn í þetta GPT-4 módel,“ sagði Jóhanna Vigdís.
Gervigreind Íslensk tunga Háskólar Stafræn þróun Tækni Tengdar fréttir Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59 Embla komin með nýjar raddir frá Microsoft Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira. 16. nóvember 2022 09:41 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59
Embla komin með nýjar raddir frá Microsoft Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira. 16. nóvember 2022 09:41