Hefur áhyggjur af því að fangelsi landsins séu að fyllast af „barnungum afbrotamönnum“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. mars 2023 17:03 „Ég myndi vilja sjá önnur úrræði en fangelsi og kalla eftir því að fangelsismálayfirvöld og stjórnvöld auki við úrræði og stuðning handa þeim einstaklingum sem fara út af brautinni í sínu lífi,“ sagði Lilja Margrét Olsen, verjandi Gabríels Douane Verjandi Gabríels Douane hefur áhyggjur af þeirri þróun að fangelsi landsins séu að fyllast af barnungum afbrotamönnum og kallar eftir auknum stuðningi og úrræðum stjórnvalda. Þá er hún ósátt við að rúmlega þrítugur karlmaður hafi verið sýknaður í dag af þátttöku sinni í Borgarholtsskólamálinu. Gabríel Douane á að baki langan sakaferil þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur verið sakfelldur fyrir ítrekuð ofbeldisbrot og var í dag dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir þátttöku sína í vopnuðum slagsmálum í Borgarholtsskóla auk tveggja annarra líkamsárása í fangelsinu á Hólmsheiði. Kallar eftir auknum stuðningi og úrræðum stjórnvalda Lilja Margrét Olsen, verjandi Gabríels Douane hefur áhyggjur af þeirri þróun að fangelsi landsins séu að fyllast af barnungum afbrotamönnum. „Ég myndi vilja sjá önnur úrræði en fangelsi og kalla eftir því að fangelsismálayfirvöld og stjórnvöld auki við úrræði og stuðning handa þeim einstaklingum sem fara út af brautinni í sínu lífi,“ sagði Lilja Margrét í samtali við fréttamann í héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem dómur yfir Gabríel Douane var kveðinn upp fyrir stundu. Sá elsti sá eini sem var sýknaður Fjórir karlmenn til viðbótar voru ákærðir í Borgarholtsskólamálinu. Þrír þeirra voru sakfelldir og fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm, en einn var sýknaður. Sá sem var sýknaður er elstur mannanna, rúmlega þrítugur. Hann er bróðir eins mannanna og var ákærður fyrir að hafa ítrekað kýlt sextán ára dreng í höfuð og búk. Lilja Margrét er ósátt við að maðurinn hafi verið sýknaður. „Það kemur verulega á óvart að fullorðir menn sem ekki sækja nám, en koma inn í framhaldsskóla og taka þar þátt í átökum séu sýknaðir af verknaðinum.“ Sagðist hafa verið að aðstoða litla bróður sinn Umræddur eldri bróðir var í nóvember í fyrra sakfelldur fyrir líkamsárás gegn föður sínum. Sú árás átti sér stað í Hafnarfirði þann 29. ágúst árið 2020, en maðurinn réðst inn á heimili foreldra sinna og sló föður sinn ítrekað með hnúajárni. Gabríel Douane var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í dag. Vísir Við aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins sagði maðurinn atburðarrásina hafa verið á þá leið að hann hafi fengið símtal frá yngri bróður sínum sem sagðist hafa orðið fyrir hótunum. Hann hefði beðið stóra bróður um aðstoð. Eldri bróðirinn sagðist því hafa mætt upp í Borgarholtsskóla til að skakka leikinn og ræða við drengina. Að hans sögn datt honum ekki til hugar að til átaka gæti komið, hans ætlun hafi aðeins verið að útkljá málin með samtali. Aðspurður sagði hann því ekki hafa hvarflað að sér að hafa samband við lögreglu. Fljótlega brutust út mikil áflog innan veggja skólans sem bárust einnig út fyrir bygginguna. Vopnum var beitt, svo sem hnífum, kylfum og hnúajárni. Telur ákæruna ekki ná yfir atburðarrásina Lilja vildi ekki tjá sig um hvort að dómurinn yfir Gabríel hefði komið á óvart eða verið í samræmi við það sem hún bjóst við. Hún sagði þó að hún telji ákæruna ekki ná yfir þá atburðarrás sem átti sér stað þennan dag, og bendir á að í Bankastrætismálinu séu mun fleiri ákærðir heldur en í Borgarholtsskólamálinu. „Það voru mun fleiri sem komu að, þó að um verkskipta aðild hafi verið að ræða. Sumir stóðu vörð og annað,“ segir Lilja. Aðspurð um hvernig Gabríel hefði það, sagði Lilja einfaldlega: Það hefur það enginn gott sem er frelsissviptur. Dómsmál Fangelsismál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Gabríel Douane á að baki langan sakaferil þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur verið sakfelldur fyrir ítrekuð ofbeldisbrot og var í dag dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir þátttöku sína í vopnuðum slagsmálum í Borgarholtsskóla auk tveggja annarra líkamsárása í fangelsinu á Hólmsheiði. Kallar eftir auknum stuðningi og úrræðum stjórnvalda Lilja Margrét Olsen, verjandi Gabríels Douane hefur áhyggjur af þeirri þróun að fangelsi landsins séu að fyllast af barnungum afbrotamönnum. „Ég myndi vilja sjá önnur úrræði en fangelsi og kalla eftir því að fangelsismálayfirvöld og stjórnvöld auki við úrræði og stuðning handa þeim einstaklingum sem fara út af brautinni í sínu lífi,“ sagði Lilja Margrét í samtali við fréttamann í héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem dómur yfir Gabríel Douane var kveðinn upp fyrir stundu. Sá elsti sá eini sem var sýknaður Fjórir karlmenn til viðbótar voru ákærðir í Borgarholtsskólamálinu. Þrír þeirra voru sakfelldir og fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm, en einn var sýknaður. Sá sem var sýknaður er elstur mannanna, rúmlega þrítugur. Hann er bróðir eins mannanna og var ákærður fyrir að hafa ítrekað kýlt sextán ára dreng í höfuð og búk. Lilja Margrét er ósátt við að maðurinn hafi verið sýknaður. „Það kemur verulega á óvart að fullorðir menn sem ekki sækja nám, en koma inn í framhaldsskóla og taka þar þátt í átökum séu sýknaðir af verknaðinum.“ Sagðist hafa verið að aðstoða litla bróður sinn Umræddur eldri bróðir var í nóvember í fyrra sakfelldur fyrir líkamsárás gegn föður sínum. Sú árás átti sér stað í Hafnarfirði þann 29. ágúst árið 2020, en maðurinn réðst inn á heimili foreldra sinna og sló föður sinn ítrekað með hnúajárni. Gabríel Douane var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í dag. Vísir Við aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins sagði maðurinn atburðarrásina hafa verið á þá leið að hann hafi fengið símtal frá yngri bróður sínum sem sagðist hafa orðið fyrir hótunum. Hann hefði beðið stóra bróður um aðstoð. Eldri bróðirinn sagðist því hafa mætt upp í Borgarholtsskóla til að skakka leikinn og ræða við drengina. Að hans sögn datt honum ekki til hugar að til átaka gæti komið, hans ætlun hafi aðeins verið að útkljá málin með samtali. Aðspurður sagði hann því ekki hafa hvarflað að sér að hafa samband við lögreglu. Fljótlega brutust út mikil áflog innan veggja skólans sem bárust einnig út fyrir bygginguna. Vopnum var beitt, svo sem hnífum, kylfum og hnúajárni. Telur ákæruna ekki ná yfir atburðarrásina Lilja vildi ekki tjá sig um hvort að dómurinn yfir Gabríel hefði komið á óvart eða verið í samræmi við það sem hún bjóst við. Hún sagði þó að hún telji ákæruna ekki ná yfir þá atburðarrás sem átti sér stað þennan dag, og bendir á að í Bankastrætismálinu séu mun fleiri ákærðir heldur en í Borgarholtsskólamálinu. „Það voru mun fleiri sem komu að, þó að um verkskipta aðild hafi verið að ræða. Sumir stóðu vörð og annað,“ segir Lilja. Aðspurð um hvernig Gabríel hefði það, sagði Lilja einfaldlega: Það hefur það enginn gott sem er frelsissviptur.
Dómsmál Fangelsismál Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira