Meint brot afans fyrndust vegna mistaka lögreglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2023 11:09 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða konu sem kærði afa sinn fyrir kynferðisbrot 1,4 milljónir í miskabætur. Mistök lögreglu urðu til þess að málið fyrndist á meðan það var til rannsóknar þar. Málið má rekja til þess að árið 2018 lagði konan fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi kynferðislega áreitni sem hún sagðist hafa orðið fyrir af hendi afa síns. Í skýrslutöku lýsti hún nánar tveimur tilvikum sem hún taldi afa hennar hafa brotið á sér. Annars vegar þegar hún var á fimmta ári og svo aftur þegar hún var um tvítugt. Í kærunni var einnig tiltekið að afinn hafi ítrekað brotið á henni á árunum þar á milli, en þó ekki greint frá einstökum tilvikum eða tímasetningum þeirra. Umræddur afi var sakfelldur fyrir sambærileg brot gegn öðru barnabarni hans, frænku konunnar, árið 2019. Fyrnist þar sem afanum var aldrei kynnt sakarefnið Fyrir lá þegar kæran var lögð fram að hluti brotanna væri fyrndur. Sá hluti sem þó var ekki fyrndur varðaði tímabil frá mars árið 2007 og þar til hún varð sextán ára. Sá hluti rannsóknarinnar fyrndist hins vegar á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu þar sem ekki var tekin skýrsla af afanum þar sem honum var kynnt sakarefnið. Fyrning hinna meintu brota var því ekki rofin og rann fyrningarfrestur sitt skeið árið 2019. Á þeim grundvelli var rannsókn málsins hætt hjá lögreglunnu. Embætti ríkissaksóknara staðfesti þá ákvörðun ári síðar. Höfðaði konan þá þetta mál á hendur lögreglunni til greiðslu miskabóta, vegna mistaka lögreglunnar. Buðu 700 þúsund til að ljúka málinu Íslenska ríkið viðurkenndi bótaskyldu í málinu. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konunni hafi verið boðið 700 þúsund krónur til að ljúka málinu. Því tilboði var hafnað. Vildi konan meina að í mistökum lögreglu hafi falist brot gegn mannréttindarsáttmála Evrópu. Krafðist hún 3,3 milljóna króna í bætur á grundvelli dómafordæma Mannréttindadómstóls Evrópu. Héraðsdómur féllst þó ekki á þá kröfu og taldi að ákvörðun bóta yrði að taka mið af atvikum, eðli, alvarleika og afleiðingum bótaskyldrar háttsemi í hverju máli fyrir sig. Þá var varakröfu konunnar, upp á tvær milljónir, einnig hafnað, en hún byggðist á þeim bótum sem frænku konunnar hafði verið dæmt í málinu gegn afa þeirra. Taldi héraðsdómur þó ekki hægt að leggja þær bætur til grundvallar í þessu máli. Þó bæri ríkinu að greiða henni bætur og var því fallist á þrautavarakröfu hennar, sem var bætur að álitum dómsins. Leit dómurinn til þess að málið hafi haft neikvæð áhrif á líf, heilsu og hagi konunnar. Hún hafi upplifað aukna streitu, leiða og kvíða. Taldi héraðsdómur því rétt að íslenska ríkið greiddi konunni 1,4 milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Dómsmál Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Málið má rekja til þess að árið 2018 lagði konan fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi kynferðislega áreitni sem hún sagðist hafa orðið fyrir af hendi afa síns. Í skýrslutöku lýsti hún nánar tveimur tilvikum sem hún taldi afa hennar hafa brotið á sér. Annars vegar þegar hún var á fimmta ári og svo aftur þegar hún var um tvítugt. Í kærunni var einnig tiltekið að afinn hafi ítrekað brotið á henni á árunum þar á milli, en þó ekki greint frá einstökum tilvikum eða tímasetningum þeirra. Umræddur afi var sakfelldur fyrir sambærileg brot gegn öðru barnabarni hans, frænku konunnar, árið 2019. Fyrnist þar sem afanum var aldrei kynnt sakarefnið Fyrir lá þegar kæran var lögð fram að hluti brotanna væri fyrndur. Sá hluti sem þó var ekki fyrndur varðaði tímabil frá mars árið 2007 og þar til hún varð sextán ára. Sá hluti rannsóknarinnar fyrndist hins vegar á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu þar sem ekki var tekin skýrsla af afanum þar sem honum var kynnt sakarefnið. Fyrning hinna meintu brota var því ekki rofin og rann fyrningarfrestur sitt skeið árið 2019. Á þeim grundvelli var rannsókn málsins hætt hjá lögreglunnu. Embætti ríkissaksóknara staðfesti þá ákvörðun ári síðar. Höfðaði konan þá þetta mál á hendur lögreglunni til greiðslu miskabóta, vegna mistaka lögreglunnar. Buðu 700 þúsund til að ljúka málinu Íslenska ríkið viðurkenndi bótaskyldu í málinu. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konunni hafi verið boðið 700 þúsund krónur til að ljúka málinu. Því tilboði var hafnað. Vildi konan meina að í mistökum lögreglu hafi falist brot gegn mannréttindarsáttmála Evrópu. Krafðist hún 3,3 milljóna króna í bætur á grundvelli dómafordæma Mannréttindadómstóls Evrópu. Héraðsdómur féllst þó ekki á þá kröfu og taldi að ákvörðun bóta yrði að taka mið af atvikum, eðli, alvarleika og afleiðingum bótaskyldrar háttsemi í hverju máli fyrir sig. Þá var varakröfu konunnar, upp á tvær milljónir, einnig hafnað, en hún byggðist á þeim bótum sem frænku konunnar hafði verið dæmt í málinu gegn afa þeirra. Taldi héraðsdómur þó ekki hægt að leggja þær bætur til grundvallar í þessu máli. Þó bæri ríkinu að greiða henni bætur og var því fallist á þrautavarakröfu hennar, sem var bætur að álitum dómsins. Leit dómurinn til þess að málið hafi haft neikvæð áhrif á líf, heilsu og hagi konunnar. Hún hafi upplifað aukna streitu, leiða og kvíða. Taldi héraðsdómur því rétt að íslenska ríkið greiddi konunni 1,4 milljónir króna í miskabætur vegna málsins.
Dómsmál Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira