Forseti Íslands brast í söng um Emil í Kattholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2023 19:17 Heimsókn forsetahjónanna í Mýrdalshreppi stendur yfir í tvo daga. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands lék á alls oddi í Vík í Mýrdal í dag þegar hann brast í söng með nemendum Víkurskóla og svo bauð hann krökkunum að fara í sjómann við sig. Forsetahjónin eru nú í tveggja daga opinberri heimsókn í Mýrdalshreppi. Forsetahjónin skoðuðu meðal annars heilsugæslustöðina í Vík í dag og við það tækifæri afhentu Lionsmenn stöðinni formlega líkamsgreiningartæki. Einnig var haldinn fundur með sveitarstjórn Mýrdalshrepps og nemendur Víkurskóla voru heimsóttir svo eitthvað sé nefnt. „Vík er í þjóðbraut, vaxandi sveitarfélag og hér eru sérkennin kannski þau að meirihluti íbúa er af erlendu bergi brotinn og maður sér það líka hér í skólanum. En hér er öflugt samfélag þar sem fólk leggur sitt af mörkum,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti. Forsetahjónin skoðuðu meðal annars heilsugæslustöðina í Vík í dag og við það tækifæri afhentu Lionsmenn stöðinni formlega líkamsgreiningartæki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 52 prósent íbúa í Mýrdalshreppi eru útlendingar. „Það er bara frábært, þetta er Ísland í dag og saman eflum við heildina þannig að allir njóti góðs af,“ segir Guðni. „Það er okkur ótrúlega mikill heiður að taka á móti forsetahjónunum og bara gaman að sjá hvað þau eru einlæg í sinni nálgun gagnvart íbúum og það er gaman fyrir okkur að fá að kynnast þeim,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Forsetahjónin heimsóttu skrifstofu Mýrdalshrepps í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krakkarnir í skólanum fengu Guðna til að taka lagið en á morgun er einmitt árshátíð Víkurskóla þar sem leikritið um Emil í Kattholti verður sýnt. Og það var ekki nóg með að Guðni Th. sýndi sönghæfileikana sína í Vík, heldur bauð hann krökkunum að koma í sjómann við sig í matsalnum og alltaf tapaði forsetinn. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps fundaði í dag með forsetahjónunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Forsetahjónin skoðuðu meðal annars heilsugæslustöðina í Vík í dag og við það tækifæri afhentu Lionsmenn stöðinni formlega líkamsgreiningartæki. Einnig var haldinn fundur með sveitarstjórn Mýrdalshrepps og nemendur Víkurskóla voru heimsóttir svo eitthvað sé nefnt. „Vík er í þjóðbraut, vaxandi sveitarfélag og hér eru sérkennin kannski þau að meirihluti íbúa er af erlendu bergi brotinn og maður sér það líka hér í skólanum. En hér er öflugt samfélag þar sem fólk leggur sitt af mörkum,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti. Forsetahjónin skoðuðu meðal annars heilsugæslustöðina í Vík í dag og við það tækifæri afhentu Lionsmenn stöðinni formlega líkamsgreiningartæki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 52 prósent íbúa í Mýrdalshreppi eru útlendingar. „Það er bara frábært, þetta er Ísland í dag og saman eflum við heildina þannig að allir njóti góðs af,“ segir Guðni. „Það er okkur ótrúlega mikill heiður að taka á móti forsetahjónunum og bara gaman að sjá hvað þau eru einlæg í sinni nálgun gagnvart íbúum og það er gaman fyrir okkur að fá að kynnast þeim,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Forsetahjónin heimsóttu skrifstofu Mýrdalshrepps í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krakkarnir í skólanum fengu Guðna til að taka lagið en á morgun er einmitt árshátíð Víkurskóla þar sem leikritið um Emil í Kattholti verður sýnt. Og það var ekki nóg með að Guðni Th. sýndi sönghæfileikana sína í Vík, heldur bauð hann krökkunum að koma í sjómann við sig í matsalnum og alltaf tapaði forsetinn. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps fundaði í dag með forsetahjónunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira