Heildartjónið nemur 150 milljónum króna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. apríl 2023 20:06 Mikið tjón varð á fjölbýlishúsum í snjóflóðinu. Landsbjörg Náttúruhamfaratrygging Íslands metur tjónið af völdum snjóflóðsins sem féll í Neskaupstað á 150 milljónir króna. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir aðallega um að ræða tjón á gólfefnum og timburverki. Bifreiðar eru almennt undanþegnar tryggingunni. Snjóflóðin féllu mánudagsmorgun 27. mars og . Það fellur í hlut Náttúruhamfaratryggingar að bæta tjón á innbúi og fasteignum. Matsgerðin var kynnt íbúum í gær. „Þetta er tjónamat á húseignunum, það var búið að klára að greiða út innbúsmöt. Í gær fóru húseignir í kynningu til allra eigenda. Alla jafna eru gefnar tvær vikur fyrir fólk til að fara yfir matið og koma með ábendingar. Okkur fannst mikilvægt að koma þessu út núna fyrir páska, þannig fólk gæti skoðað þetta og komið með athugasemdir eða staðfest að það sé sátt við matið,“ segir Hulda Ragnheiður. Alls er um að ræða 10 íbúðir í fjölbýlishúsum og tjónamat á 2 einbýlishúsum, sem séu þó minni háttar. Bifreiðar falla almennt ekki undir náttúruhamfaratrygginguna. „Kaskótryggingin er vörn við ofanflóðum hjá öllum tryggingafélögum þannig að þær bifreiðar sem eru tryggðar með kaskótryggingu eru greiddar út úr þessari tryggingu. Þær sem reu einungis tryggðar ábyrgðatryggingu falla utan trygginga.“ Misskilningur varðandi lágmarks eigin áhættu Hulda Ragnheiður segir að ekki sé um að ræða neinar skemmdir á burðarvirki sem muni miklu í kostnaði. „Þetta er fyrst og fremst gólfefni og timburverk í íbúðunum sem telur í einhvern kostnað. Og auðvitað innbúin þegar það á við.“ Hún segir að misskilnings gæti varðandi lágmarks eigin áhættu. „Það hefur verið fjallað um það að eigin áhættan sé 600 þúsund en það er aðeins þegar um er að ræða bæði tjón á fasteign og innbúi. Þeir sem eru eingöngu með tjón á húseignum bera 400 þúsund króna eigin áhættu en þeir sem eru með innbú á hvoru tveggja bera 400 þúsund á húseigninni og 200 þúsund á lausafé,“ segir Huda Ragnheiður. Nú verður íbúum gefinn frestur til að bregðast við matinu. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að láta ekki bíða eftir okkur en við getum alveg beðið eftir þeim,“ segir hún að lokum. Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Tryggingar Náttúruhamfarir Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Snjóflóðin féllu mánudagsmorgun 27. mars og . Það fellur í hlut Náttúruhamfaratryggingar að bæta tjón á innbúi og fasteignum. Matsgerðin var kynnt íbúum í gær. „Þetta er tjónamat á húseignunum, það var búið að klára að greiða út innbúsmöt. Í gær fóru húseignir í kynningu til allra eigenda. Alla jafna eru gefnar tvær vikur fyrir fólk til að fara yfir matið og koma með ábendingar. Okkur fannst mikilvægt að koma þessu út núna fyrir páska, þannig fólk gæti skoðað þetta og komið með athugasemdir eða staðfest að það sé sátt við matið,“ segir Hulda Ragnheiður. Alls er um að ræða 10 íbúðir í fjölbýlishúsum og tjónamat á 2 einbýlishúsum, sem séu þó minni háttar. Bifreiðar falla almennt ekki undir náttúruhamfaratrygginguna. „Kaskótryggingin er vörn við ofanflóðum hjá öllum tryggingafélögum þannig að þær bifreiðar sem eru tryggðar með kaskótryggingu eru greiddar út úr þessari tryggingu. Þær sem reu einungis tryggðar ábyrgðatryggingu falla utan trygginga.“ Misskilningur varðandi lágmarks eigin áhættu Hulda Ragnheiður segir að ekki sé um að ræða neinar skemmdir á burðarvirki sem muni miklu í kostnaði. „Þetta er fyrst og fremst gólfefni og timburverk í íbúðunum sem telur í einhvern kostnað. Og auðvitað innbúin þegar það á við.“ Hún segir að misskilnings gæti varðandi lágmarks eigin áhættu. „Það hefur verið fjallað um það að eigin áhættan sé 600 þúsund en það er aðeins þegar um er að ræða bæði tjón á fasteign og innbúi. Þeir sem eru eingöngu með tjón á húseignum bera 400 þúsund króna eigin áhættu en þeir sem eru með innbú á hvoru tveggja bera 400 þúsund á húseigninni og 200 þúsund á lausafé,“ segir Huda Ragnheiður. Nú verður íbúum gefinn frestur til að bregðast við matinu. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að láta ekki bíða eftir okkur en við getum alveg beðið eftir þeim,“ segir hún að lokum.
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Tryggingar Náttúruhamfarir Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira