„Þetta lá þungt á mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. apríl 2023 23:01 Gunnar Magnússon. Vísir/Sigurjón Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari karla í handbolta, segir að mál þeirra Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar hafi legið þungt á sér. Mikill léttir sé að lausn hafi fundist. Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru báðir í leikmannahópi Íslands fyrir komandi landsliðsverkefni í undankeppni EM í janúar. Þeir hafa fundið lausn á deilu sinni með aðstoð landsliðsþjálfarans Gunnars Magnússonar. Deilan milli Kristjáns og Björgvins hefur farið fram hjá fáum enda farið að stóru leyti fram í gegnum fjölmiðla og með stöðuuppfærslum þeirra á samfélagsmiðlum. Deiluna má rekja aftur til leiks milli liða þeirra, Vals og PAUC á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í febrúar og samskipta þeirra á milli í aðdraganda þess leiks. Nýr landsliðsþjálfari fái þetta ekki í fangið Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari Íslands, segir málið hins vegar leyst. Báðir hafi þeir viljað finna lausn og sverðið hafa verið slíðruð. Þeir eru því báðir í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. „Ég er búinn að vera í góðum samskiptum við þá töluvert lengi og fann það strax að það var vilji þeirra beggja að leysa málið. Það var þeirra vilji og kannski mitt frumkvæði sem leiddi til þess að málið leystist,“ „Að mínu mati er þetta langbesta niðurstaðan fyrir alla. Fyrir auðvitað liðið, sem er alltaf í fyrsta sæti, fyrir báða þessa leikmenn, þetta hjálpar þeim báðum að búið sé að leysa þetta, og einnig að nýr landsliðþjálfari þurfi ekki að fá þetta vandamál í fangið,“ segir Gunnar en verkefnið í apríl er hans síðasta í þjálfarateymi landsliðsins og nýr þjálfari verður ráðinn fyrir næsta leikjaglugga. Verður afgreitt á fyrsta liðsfundi Aðspurður hvort liðið fundi um málið segir hann að það verði afgreitt á fyrsta liðsfundi þegar leikmenn koma saman. „Ég er búinn að vera í samskiptum við okkar leiðtoga í liðinu og þeir eru jafn glaðir og allir hér að málið sé leyst. Við klárum þetta á fyrsta fundi og svo er bara áfram gakk. Þetta er bara þannig í öllum liðum eða hvort þú sért á vinnustað eða hvað, þá koma alls staðar upp vandamál,“ „Að mínu mati er flest vandamál hægt að leysa og ég fann það strax í mínum samskiptum við þessa drengi, að þegar viljinn er til staðar þá var ekki mikið vandamál að leysa það,“ segir Gunnar. Hópurinn tilkynntur seint vegna málsins Gunnar segir málið hafa tekið á sig og hann upplifi mikinn létti. „Þetta lá þungt á mér enda erum við að tilkynna hópinn heldur seint. Það er mikið til út af þessu og þetta er engin draumastaða að vera í, að standa í þessu. Þess vegna fannst mér líka mikilvægt að gefa þessu smá tíma, stundum þurfa menn aðeins að fá að anda til að geta leyst málið. Auðvitað er bara mikill léttir fyrir alla að þetta mál sé leyst og úr sögunni,“ segir Gunnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru báðir í leikmannahópi Íslands fyrir komandi landsliðsverkefni í undankeppni EM í janúar. Þeir hafa fundið lausn á deilu sinni með aðstoð landsliðsþjálfarans Gunnars Magnússonar. Deilan milli Kristjáns og Björgvins hefur farið fram hjá fáum enda farið að stóru leyti fram í gegnum fjölmiðla og með stöðuuppfærslum þeirra á samfélagsmiðlum. Deiluna má rekja aftur til leiks milli liða þeirra, Vals og PAUC á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í febrúar og samskipta þeirra á milli í aðdraganda þess leiks. Nýr landsliðsþjálfari fái þetta ekki í fangið Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari Íslands, segir málið hins vegar leyst. Báðir hafi þeir viljað finna lausn og sverðið hafa verið slíðruð. Þeir eru því báðir í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. „Ég er búinn að vera í góðum samskiptum við þá töluvert lengi og fann það strax að það var vilji þeirra beggja að leysa málið. Það var þeirra vilji og kannski mitt frumkvæði sem leiddi til þess að málið leystist,“ „Að mínu mati er þetta langbesta niðurstaðan fyrir alla. Fyrir auðvitað liðið, sem er alltaf í fyrsta sæti, fyrir báða þessa leikmenn, þetta hjálpar þeim báðum að búið sé að leysa þetta, og einnig að nýr landsliðþjálfari þurfi ekki að fá þetta vandamál í fangið,“ segir Gunnar en verkefnið í apríl er hans síðasta í þjálfarateymi landsliðsins og nýr þjálfari verður ráðinn fyrir næsta leikjaglugga. Verður afgreitt á fyrsta liðsfundi Aðspurður hvort liðið fundi um málið segir hann að það verði afgreitt á fyrsta liðsfundi þegar leikmenn koma saman. „Ég er búinn að vera í samskiptum við okkar leiðtoga í liðinu og þeir eru jafn glaðir og allir hér að málið sé leyst. Við klárum þetta á fyrsta fundi og svo er bara áfram gakk. Þetta er bara þannig í öllum liðum eða hvort þú sért á vinnustað eða hvað, þá koma alls staðar upp vandamál,“ „Að mínu mati er flest vandamál hægt að leysa og ég fann það strax í mínum samskiptum við þessa drengi, að þegar viljinn er til staðar þá var ekki mikið vandamál að leysa það,“ segir Gunnar. Hópurinn tilkynntur seint vegna málsins Gunnar segir málið hafa tekið á sig og hann upplifi mikinn létti. „Þetta lá þungt á mér enda erum við að tilkynna hópinn heldur seint. Það er mikið til út af þessu og þetta er engin draumastaða að vera í, að standa í þessu. Þess vegna fannst mér líka mikilvægt að gefa þessu smá tíma, stundum þurfa menn aðeins að fá að anda til að geta leyst málið. Auðvitað er bara mikill léttir fyrir alla að þetta mál sé leyst og úr sögunni,“ segir Gunnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira