Harma viðhorf í grein grunnskólakennara Máni Snær Þorláksson skrifar 15. apríl 2023 11:37 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, skrifar yfirlýsingu þar sem sambandið harmar grein grunnskólakennara um málefni trans fólks. Vísir/Vilhelm Kennarasamband Íslands (KÍ) hefur birt yfirlýsingu vegna viðhorfa sem koma fram í skoðanagrein grunnskólakennara. Í greininni var því velt upp hvort Samtökin '78 gerist brotleg við barnaverndarlög. Formaður KÍ segir sambandið fullvisst um að íslenskir kennarar fari eftir jafnréttisáætlun sambandsins. „Við hörmum það viðhorf sem fram kemur í umræddri grein og erum þess fullviss að íslenskir kennarar fylgja jafnréttisáætlun okkar og vinna að hagsmunum allra barna og gegn hvers kyns fordómum,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, í yfirlýsingu sem var birt á vefsíðu sambandsins. Um er að ræða grein sem Helga Dögg Sverrisdóttir grunnskólakennari skrifar og birt var í Morgunblaðinu í gær. Í blaðinu var tekið fram að Helga ætti sæti í Vinnuumhverfisnefnd KÍ fyrir hönd grunnskólakennara. Í yfirlýsingu KÍ er tekið fram að hún eigi ekki lengur sæti í nefndinni þar sem breytingar urðu á fulltrúum á síðasta þingi sambandsins. Í yfirskrift greinarinnar spyr Helga hvort Samtökin '78 gerist brotleg við 99. grein barnaverndarlaga með fræðslu fyrir börn um málefni trans fólks. Hún segir að ef foreldri hafi orðið vart við fræðslu sem brýtur í bága við greinina eigi það „umsvifalaust að kvarta til stjórnenda“ og sé vilji til að ganga lengra þá sé hægt að kæra. 99. grein barnaverndarlaga má sjá hér fyrir neðan. Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Samtökin séu öflugir liðsmenn í baráttunni Í yfirlýsingu KÍ er vakin athygli á jafnréttisáætlun sem samþykkt var á þingi KÍ í nóvember síðastliðnum. Þar komi skýrt fram að mismunun sé ekki liðin: „Hvers kyns mismunun á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna, kyntjáningar, aldurs, fötlunar, skertrar starfsgetu, heilsufars, þjóðernis, litarháttar, uppruna, trúarbragða, skoðana, menningar eða stöðu að öðru leyti, sem lítilsvirðir eða misbýður einstaklingi eða hópi sem fyrir henni verði, sé ekki liðin. Hvort sem um er að ræða beina eða óbeina mismunun.“ Þá er bent á að á skólamálaþingi sambandsins í október síðastliðnum hafi verið lögð áhersla á hinsegin málefni. „Meðal annars með aðkomu Samtakanna '78 enda mikilvægt að íslenskir kennarar fái öfluga fræðslu um það hvernig við getum bætt líðan hinsegin ungmenna,“ segir í yfirlýsingunni. „Samtökin '78 hafa um langt skeið verið samstarfsaðili skóla þegar kemur að vinnu gegn hvers kyns mismunun barna og ungmenna. Við hörmum það viðhorf sem fram kemur í umræddri grein og erum þess fullviss að íslenskir kennarar fylgja jafnréttisáætlun okkar og vinna að hagsmunum allra barna og gegn hvers kyns fordómum. Þar eru fulltrúar Samtakanna '78 öflugir liðsmenn í baráttunni, íslenskum ungmennum til heilla.“ Skóla - og menntamál Jafnréttismál Málefni trans fólks Grunnskólar Hinsegin Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
„Við hörmum það viðhorf sem fram kemur í umræddri grein og erum þess fullviss að íslenskir kennarar fylgja jafnréttisáætlun okkar og vinna að hagsmunum allra barna og gegn hvers kyns fordómum,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, í yfirlýsingu sem var birt á vefsíðu sambandsins. Um er að ræða grein sem Helga Dögg Sverrisdóttir grunnskólakennari skrifar og birt var í Morgunblaðinu í gær. Í blaðinu var tekið fram að Helga ætti sæti í Vinnuumhverfisnefnd KÍ fyrir hönd grunnskólakennara. Í yfirlýsingu KÍ er tekið fram að hún eigi ekki lengur sæti í nefndinni þar sem breytingar urðu á fulltrúum á síðasta þingi sambandsins. Í yfirskrift greinarinnar spyr Helga hvort Samtökin '78 gerist brotleg við 99. grein barnaverndarlaga með fræðslu fyrir börn um málefni trans fólks. Hún segir að ef foreldri hafi orðið vart við fræðslu sem brýtur í bága við greinina eigi það „umsvifalaust að kvarta til stjórnenda“ og sé vilji til að ganga lengra þá sé hægt að kæra. 99. grein barnaverndarlaga má sjá hér fyrir neðan. Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Samtökin séu öflugir liðsmenn í baráttunni Í yfirlýsingu KÍ er vakin athygli á jafnréttisáætlun sem samþykkt var á þingi KÍ í nóvember síðastliðnum. Þar komi skýrt fram að mismunun sé ekki liðin: „Hvers kyns mismunun á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna, kyntjáningar, aldurs, fötlunar, skertrar starfsgetu, heilsufars, þjóðernis, litarháttar, uppruna, trúarbragða, skoðana, menningar eða stöðu að öðru leyti, sem lítilsvirðir eða misbýður einstaklingi eða hópi sem fyrir henni verði, sé ekki liðin. Hvort sem um er að ræða beina eða óbeina mismunun.“ Þá er bent á að á skólamálaþingi sambandsins í október síðastliðnum hafi verið lögð áhersla á hinsegin málefni. „Meðal annars með aðkomu Samtakanna '78 enda mikilvægt að íslenskir kennarar fái öfluga fræðslu um það hvernig við getum bætt líðan hinsegin ungmenna,“ segir í yfirlýsingunni. „Samtökin '78 hafa um langt skeið verið samstarfsaðili skóla þegar kemur að vinnu gegn hvers kyns mismunun barna og ungmenna. Við hörmum það viðhorf sem fram kemur í umræddri grein og erum þess fullviss að íslenskir kennarar fylgja jafnréttisáætlun okkar og vinna að hagsmunum allra barna og gegn hvers kyns fordómum. Þar eru fulltrúar Samtakanna '78 öflugir liðsmenn í baráttunni, íslenskum ungmennum til heilla.“
Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.
Skóla - og menntamál Jafnréttismál Málefni trans fólks Grunnskólar Hinsegin Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira