Berge staðfestir áhuga frá Íslandi en Krickau vill ekki tjá sig Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. apríl 2023 14:25 Christian Berge gæti orðið næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Nikola Krstic/MB Media/Getty Images Christian Berge, þjálfari norska verðandi ofurliðsins Kolstad, hefur staðfest þann orðróm að hann sé á blaði HSÍ yfir mögulega landsliðsþjálfara Íslands í handbolta. Nicolej Krickau, þjálfari danska liðsins GOG, hefur hins vegar ekki viljað tjá sig um málið. Leit að eftirmanni Guðmundar Guðmundssonar stendur enn yfir eftir að leiðir hans við íslenska landsliðið skildu í febrúar fyrr á þessu ári. Arnar Daði Arnarsson, handboltasérfræðingur og stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins, sagði frá því á Twitter-síðu sinni í gær að hávær orðrómur væri í gangi um það að Berge væri líklegur kandídat og að Krickau gæti orðið aðstoðarmaður hans. Það eru virkilega háværar sögusagnirnar um það síðustu daga að Christian Berge verði ráðinn næsti landsliðsþjálfari Íslands. Meiri segja segir sagan það að Guðmundur B. Ólafsson sást fljúga til Danmerkur um miðju viku. Nicolej Krickau þjálfari GOG er orðaður í teymið með Berge. pic.twitter.com/DCYHq3Djfb— Arnar Daði (@arnardadi) April 22, 2023 Berge hefur nú staðfest það í samtali við Adressa.no að áhugi sé frá Íslandi, en eins og áður segir er hann nú þjálfari norsku bikar- og deildarmeistaranna í Kolstad. Landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru leikmenn Kolstad. Berge var um árabil þjálfari norksa landsliðsins í handbolta, en hann þjálfaði liðið frá 2014 til 2022. Undir hans stjórn unnu Norðmenn til silfurverðlauna á HM í tvígagn (2017 og 2019) og bronsverðlauna á EM einu sinni (2020). Hins vegar vildi Daninn Nikolej Krickau ekki tjá sig um orðróminn um að hann gæti komið inn í þjálfarateymi Berge ef sá norski myndi taka við íslenska landsliðinu í samtali við TV2. Krickau er aðeins 36 ára gamall, en þrátt fyrir það nokkuð reynslumikill þjálfari. Hann tók við danska liðinu Skanderborg árið 2013 og stýrði liðinu i fjögur ár áður en hann tók við GOG þar sem hann er enn í starfi. Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Leit að eftirmanni Guðmundar Guðmundssonar stendur enn yfir eftir að leiðir hans við íslenska landsliðið skildu í febrúar fyrr á þessu ári. Arnar Daði Arnarsson, handboltasérfræðingur og stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins, sagði frá því á Twitter-síðu sinni í gær að hávær orðrómur væri í gangi um það að Berge væri líklegur kandídat og að Krickau gæti orðið aðstoðarmaður hans. Það eru virkilega háværar sögusagnirnar um það síðustu daga að Christian Berge verði ráðinn næsti landsliðsþjálfari Íslands. Meiri segja segir sagan það að Guðmundur B. Ólafsson sást fljúga til Danmerkur um miðju viku. Nicolej Krickau þjálfari GOG er orðaður í teymið með Berge. pic.twitter.com/DCYHq3Djfb— Arnar Daði (@arnardadi) April 22, 2023 Berge hefur nú staðfest það í samtali við Adressa.no að áhugi sé frá Íslandi, en eins og áður segir er hann nú þjálfari norsku bikar- og deildarmeistaranna í Kolstad. Landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru leikmenn Kolstad. Berge var um árabil þjálfari norksa landsliðsins í handbolta, en hann þjálfaði liðið frá 2014 til 2022. Undir hans stjórn unnu Norðmenn til silfurverðlauna á HM í tvígagn (2017 og 2019) og bronsverðlauna á EM einu sinni (2020). Hins vegar vildi Daninn Nikolej Krickau ekki tjá sig um orðróminn um að hann gæti komið inn í þjálfarateymi Berge ef sá norski myndi taka við íslenska landsliðinu í samtali við TV2. Krickau er aðeins 36 ára gamall, en þrátt fyrir það nokkuð reynslumikill þjálfari. Hann tók við danska liðinu Skanderborg árið 2013 og stýrði liðinu i fjögur ár áður en hann tók við GOG þar sem hann er enn í starfi.
Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira