„Gott fyrir mig að fá þetta mótlæti“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2023 07:56 Ýmir Örn Gíslason í leik með íslenska landsiðlinu á EM 2022. EPA/ANDREAS HILLERGREN Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason segir að það hafi verið rétt skref fyrir sig á sínum tíma að fara úr efstu deild á Íslandi til stórliðs Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Ýmir samdi við Rhein-Neckar Löwen árið 2020 og kom hann til félagsins beint frá Val. Löwen er eitt stærsta félagið í þýsku deildinni. Ýmir leikur mestmegnis í vörninni hjá liðinu en fær einnig sín tækifæri inni á línunni. „Eftir á að hyggja finnst mér það ekki hafa verið rangt skref hjá mér að fara út í þennan klúbb. Ég kem inn í frábæran klúbb. Fyrstu tvö árin svolítið erfið, við erum með fjóra þjálfara og klúbburinn að ganga í gegnum ákveðna lægð. Við fáum nýjan þjálfara inn núna sem er með góða sýn á hlutina. Það sýndi sig eflaust núna þar sem við kláruðum bikarinn og vinnum hann. Ég myndi segja við alla handboltamenn að taka eins stór skref og þú getur, alltaf,“ segir Ýmir og heldur áfram. „Alveg frá byrjun var ég að spila mikið en svo hefur þetta kannski aðeins breyst á þessu tímabili. Ég byrjaði á því að spila ekki neitt en það er eitthvað sem allir ganga í gegnum. Eftir á að hyggja var það bara gott fyrir mig að fá þetta mótlæti. Þá er gott að hafa góða í kringum sig. Svo stækkaði hlutverkið því sem meira leið á tímabilið.“ Tímabilið hefur verið ágætt í deildinni hjá Rhein-Neckar Löwen á tímabilinu en liðið situr í 5. sætinu. Liðið hafnaði í 10. sætinu á síðasta tímabili. „Við töpuðum fjórum leikjum í röð á tímabilinu sem er frekar dýrt fyrir okkur núna og svekkjandi. Klúbburinn gaf það út fyrir mót að við vildum vera í efstu fimm sætunum. Við erum núna í fimmta sætinu og það eru átta stig í næsta sæti. Bikarmeistarar. Ég held að við séum sannarlega á pari á þessu tímabili.“ Þýski handboltinn Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Ýmir samdi við Rhein-Neckar Löwen árið 2020 og kom hann til félagsins beint frá Val. Löwen er eitt stærsta félagið í þýsku deildinni. Ýmir leikur mestmegnis í vörninni hjá liðinu en fær einnig sín tækifæri inni á línunni. „Eftir á að hyggja finnst mér það ekki hafa verið rangt skref hjá mér að fara út í þennan klúbb. Ég kem inn í frábæran klúbb. Fyrstu tvö árin svolítið erfið, við erum með fjóra þjálfara og klúbburinn að ganga í gegnum ákveðna lægð. Við fáum nýjan þjálfara inn núna sem er með góða sýn á hlutina. Það sýndi sig eflaust núna þar sem við kláruðum bikarinn og vinnum hann. Ég myndi segja við alla handboltamenn að taka eins stór skref og þú getur, alltaf,“ segir Ýmir og heldur áfram. „Alveg frá byrjun var ég að spila mikið en svo hefur þetta kannski aðeins breyst á þessu tímabili. Ég byrjaði á því að spila ekki neitt en það er eitthvað sem allir ganga í gegnum. Eftir á að hyggja var það bara gott fyrir mig að fá þetta mótlæti. Þá er gott að hafa góða í kringum sig. Svo stækkaði hlutverkið því sem meira leið á tímabilið.“ Tímabilið hefur verið ágætt í deildinni hjá Rhein-Neckar Löwen á tímabilinu en liðið situr í 5. sætinu. Liðið hafnaði í 10. sætinu á síðasta tímabili. „Við töpuðum fjórum leikjum í röð á tímabilinu sem er frekar dýrt fyrir okkur núna og svekkjandi. Klúbburinn gaf það út fyrir mót að við vildum vera í efstu fimm sætunum. Við erum núna í fimmta sætinu og það eru átta stig í næsta sæti. Bikarmeistarar. Ég held að við séum sannarlega á pari á þessu tímabili.“
Þýski handboltinn Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira