Hrein ný íbúðalán ekki verið minni síðan 2016 Atli Ísleifsson skrifar 27. apríl 2023 07:28 Í skýrslunni segir að í febrúar síðastliðnum hafi 611 íbúðir selst á landinu öllu, samanborið við 413 í janúar. Myndin er tekin í Mosfellsbæ með Lágafellslaug í forgrunni. Vísir/Vilhelm Hrein ný íbúðalán námu 6,8 milljörðum króna í febrúarmánuði og hafa þau ekki verið minni síðan í mars 2016. Þetta endurspeglar minnkandi veltu á fasteignamarkaði. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun. Þar segir að af þessum hreinu nýju íbúðalánum hafi ný óverðtryggð íbúðalán verið neikvæð um 350 milljónir króna en þau hafi ekki verið neikvæð síðan í janúar 2015, vegna leiðréttingarinnar svokölluðu. Fólk að færa sig úr óverðtryggðum lánum í verðtryggð Gögnin sýna að færst hafi í vöxt að fólk færi sig úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð og þá segir að áfram einkennist fasteignamarkaðurinn af nokkurri ró samanborið við síðustu ár. Þrátt fyrir að vextir hafi haldið áfram að hækka sé ekki að sjá að mati skýrsluhöfundar að íbúðamarkaðurinn sé að kólna meira en hann hafði þegar gert. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,5 prósent á milli mánaða í mars, viðskiptum hefur fjölgað en aðrir mælikvarðar eru nokkuð stöðugir. Í skýrslunni segir að í febrúar síðastliðnum hafi 611 íbúðir selst á landinu öllu, samanborið við 413 í janúar. Aukningin hafi þó aðeins numið fimmtíu íbúðum á milli mánaða ef litið er til árstíðabundinna talna. Sjá má að ungur kaupendur hafi ekki verið færri síðan 2014.HMS Ungir kaupendur ekki færri síðan 2014 Þegar horft er til aldurs kaupenda íbúða kemur fram að ungir kaupendur, 30 ára og yngri, hafi verið 26,5 prósent af heildarfjölda kaupenda í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 29,2 prósent á fjórða ársfjórðungi 2022. „Á tímum COVID19 var hlutur ungra kaupenda óvenju hár og náði hann hámarki á þriðja ársfjórðungi 2021 í 35,4%. Á árunum 2009-2018 var hlutfall ungra kaupenda hins vegar yfirleitt lægra en það er nú. Hlutfall ungra kaupenda virðist hreyfast í takt við umsvif á fasteignamarkaði þannig að ungir kaupendur eru hlutfallslega fleiri þegar fleiri viðskipti eiga sér stað. Fjöldi ungra fasteignakaupenda sveiflast því talsvert meira en hlutdeild þeirra. Þannig voru tæplega 513 ungir fasteignakaupendur á fyrsta ársfjórðungi þessa árs á höfuðborgarsvæðinu en ríflega 1.300 á þriðja ársfjórðungi árið 2021,“ segir í skýrslunni. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Ekki færri kaupsamningar síðan í janúar 2012 Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Spáð er að hröð íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. 27. mars 2023 07:49 Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49 Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun. Þar segir að af þessum hreinu nýju íbúðalánum hafi ný óverðtryggð íbúðalán verið neikvæð um 350 milljónir króna en þau hafi ekki verið neikvæð síðan í janúar 2015, vegna leiðréttingarinnar svokölluðu. Fólk að færa sig úr óverðtryggðum lánum í verðtryggð Gögnin sýna að færst hafi í vöxt að fólk færi sig úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð og þá segir að áfram einkennist fasteignamarkaðurinn af nokkurri ró samanborið við síðustu ár. Þrátt fyrir að vextir hafi haldið áfram að hækka sé ekki að sjá að mati skýrsluhöfundar að íbúðamarkaðurinn sé að kólna meira en hann hafði þegar gert. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,5 prósent á milli mánaða í mars, viðskiptum hefur fjölgað en aðrir mælikvarðar eru nokkuð stöðugir. Í skýrslunni segir að í febrúar síðastliðnum hafi 611 íbúðir selst á landinu öllu, samanborið við 413 í janúar. Aukningin hafi þó aðeins numið fimmtíu íbúðum á milli mánaða ef litið er til árstíðabundinna talna. Sjá má að ungur kaupendur hafi ekki verið færri síðan 2014.HMS Ungir kaupendur ekki færri síðan 2014 Þegar horft er til aldurs kaupenda íbúða kemur fram að ungir kaupendur, 30 ára og yngri, hafi verið 26,5 prósent af heildarfjölda kaupenda í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 29,2 prósent á fjórða ársfjórðungi 2022. „Á tímum COVID19 var hlutur ungra kaupenda óvenju hár og náði hann hámarki á þriðja ársfjórðungi 2021 í 35,4%. Á árunum 2009-2018 var hlutfall ungra kaupenda hins vegar yfirleitt lægra en það er nú. Hlutfall ungra kaupenda virðist hreyfast í takt við umsvif á fasteignamarkaði þannig að ungir kaupendur eru hlutfallslega fleiri þegar fleiri viðskipti eiga sér stað. Fjöldi ungra fasteignakaupenda sveiflast því talsvert meira en hlutdeild þeirra. Þannig voru tæplega 513 ungir fasteignakaupendur á fyrsta ársfjórðungi þessa árs á höfuðborgarsvæðinu en ríflega 1.300 á þriðja ársfjórðungi árið 2021,“ segir í skýrslunni.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Ekki færri kaupsamningar síðan í janúar 2012 Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Spáð er að hröð íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. 27. mars 2023 07:49 Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49 Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Ekki færri kaupsamningar síðan í janúar 2012 Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Spáð er að hröð íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. 27. mars 2023 07:49
Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49