Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. maí 2023 01:51 David V. Doyle sem skaut stúlku í höfuðið hefur verið handtekinn og ákærður fyrir líkamsárás og ólögleg notkun skotvopns. Samsett/skjáskot/AP Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. Atvikið átti sér stað á sunnudagsmorgun þegar hópur unglinga var í feluleik á landareign hins 58 ára David V. Doyle í bænum Starks í Louisiana. Doyle sá að það var einhver á lóð sinni og brást við með því að ná í byssu sína og skjóta á unglingana á meðan þau hlupu á brott. Lögreglan var kölluð á staðinn og kom þá í ljós að ein stúlkan hafði hlotið skotáverka aftan á höfði. Hún var í kjölfarið flutt á spítala en samkvæmt fréttatilkynningu lögreglunnar í Louisiana er ekki talið að þeir áverkar séu lífshættulegir. Doyle sagði við lögreglu að hann hefði séð skugga fyrir utan heimili sitt og þess vegna náð í byssu sína. Síðan hafi hann séð fólk hlaupa á brott og skaut til þeirra með þeim afleiðingum að stúlkan varð að hans sögn „óviljandi“ fyrir skoti. Doyle var handtekinn og hefur nú verið ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir líkamsárás með skotvopni og fyrir að hleypa ólöglega af byssu. Fólk ítrekað skotið vegna misskilnings Árásin er hluti af röð skotárása sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum nýverið og eru byggðar á misskilningi. Í aprílmánuði áttu sér stað fjórar svipaðar skotárásir á einni viku sem byggðu allar á einhvers konar sakleysislegum misskilningi fórnarlambsins. Þann 13. apríl síðastliðinn í Kansas City ætlaði hinn sextán ára Ralph Yarl að sækja tvíburabróður sinn. Hann hringdi dyrabjöllunni á vitlausu húsi og var í kjölfarið skotinn í höfuðið af 84 ára gömlum heimilismanni. Yarl hlaut alvarlega áverka en lifði af. Tveimur dögum síðar var hin tuttugu ár Kaylin Gillis skotin til bana í bænum Hebron í New York-fylki þegar hún og vinkona hennar lögðu í vitlausa innkeyrslu. Þann 18. apríl áttu sér stað tveir sambærilegir atburðir. Í Elgin í Texas voru tvær klappstýrur skotnar eftir að önnur þeirra fór upp í vitlausan bíl. Hin átján Payton Washington hlaut alvarlega áverka en lifði þó af. Sama dag skaut reiður nágranni hina sex ára gömlu Kinsley White og foreldra hennar eftir að körfubolti stúlkunnar lenti í garði mannsins. Þau lifðu öll þrjú af árásina. Bandaríkin Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Atvikið átti sér stað á sunnudagsmorgun þegar hópur unglinga var í feluleik á landareign hins 58 ára David V. Doyle í bænum Starks í Louisiana. Doyle sá að það var einhver á lóð sinni og brást við með því að ná í byssu sína og skjóta á unglingana á meðan þau hlupu á brott. Lögreglan var kölluð á staðinn og kom þá í ljós að ein stúlkan hafði hlotið skotáverka aftan á höfði. Hún var í kjölfarið flutt á spítala en samkvæmt fréttatilkynningu lögreglunnar í Louisiana er ekki talið að þeir áverkar séu lífshættulegir. Doyle sagði við lögreglu að hann hefði séð skugga fyrir utan heimili sitt og þess vegna náð í byssu sína. Síðan hafi hann séð fólk hlaupa á brott og skaut til þeirra með þeim afleiðingum að stúlkan varð að hans sögn „óviljandi“ fyrir skoti. Doyle var handtekinn og hefur nú verið ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir líkamsárás með skotvopni og fyrir að hleypa ólöglega af byssu. Fólk ítrekað skotið vegna misskilnings Árásin er hluti af röð skotárása sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum nýverið og eru byggðar á misskilningi. Í aprílmánuði áttu sér stað fjórar svipaðar skotárásir á einni viku sem byggðu allar á einhvers konar sakleysislegum misskilningi fórnarlambsins. Þann 13. apríl síðastliðinn í Kansas City ætlaði hinn sextán ára Ralph Yarl að sækja tvíburabróður sinn. Hann hringdi dyrabjöllunni á vitlausu húsi og var í kjölfarið skotinn í höfuðið af 84 ára gömlum heimilismanni. Yarl hlaut alvarlega áverka en lifði af. Tveimur dögum síðar var hin tuttugu ár Kaylin Gillis skotin til bana í bænum Hebron í New York-fylki þegar hún og vinkona hennar lögðu í vitlausa innkeyrslu. Þann 18. apríl áttu sér stað tveir sambærilegir atburðir. Í Elgin í Texas voru tvær klappstýrur skotnar eftir að önnur þeirra fór upp í vitlausan bíl. Hin átján Payton Washington hlaut alvarlega áverka en lifði þó af. Sama dag skaut reiður nágranni hina sex ára gömlu Kinsley White og foreldra hennar eftir að körfubolti stúlkunnar lenti í garði mannsins. Þau lifðu öll þrjú af árásina.
Bandaríkin Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira