Kjaradeilan harðnar: BSRB gerir sveitarfélögum upp leit að meðvirku starfsfólki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. maí 2023 14:55 BSRB er nokkuð harðort í auglýsingunum sem beinast að íbúum sveitarfélaganna. BSRB BSRB hóf í dag óvenjulega auglýsingaherferð vegna kjaradeilu sinnar við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samskiptastjóri BSRB segir markmiðið að upplýsa íbúa sveitarfélaganna sem mismuni starfsfólki sínu. Deiluaðilar munu funda hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 á morgun. Auglýsingar BSRB líta út eins og um starfsauglýsingar sveitarfélaganna sé um að ræða. Virðist Kópavogsbær meðal annars óska eftir starfskrafti og býður óþægilega stemningu á vinnustað sem fríðindi. Seltjarnarnesbær býður lægri laun og skýra mismunun í auglýsingu BSRB á meðan Garðabær virðist óska eftir meðvirkum starfskrafti. Herferðin nær til auglýsingaskilta, samfélagsmiðla og útvarps. „Markmiðið með herferðinni er að upplýsa íbúa sveitarfélaganna sem eru að mismuna starfsfólki sínu um stöðuna,“ segir Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB. „Það er mikilvægt að almenningur skynji óréttlætið sem felst í því þegar starfsfólki í sömu störfum, á sömu vinnustöðum, séu ekki greidd sömu laun - og það hjálpi okkur í BSRB að þrýsta á bæjar- og sveitarstjórnir að láta af þessari óbilgirni.“ Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB. BSRB Segist skynja stuðning við baráttuna Aðspurð segist Freyja skynja stuðning meðal almennings við baráttu og verkfallsaðgerðir, meðal annars hjá þeim sem aðgerðirnar bitni á. Aðgerðir BSRB munu ná til tíu sveitarfélaga ef af verður. „Meira að segja fólk sem aðgerðirnar bitna á eins og foreldra leik- og grunnskólabarna er skilningsríkt og vill ekki að fóllkinu sem sinnir börnum þeirra sé mismunað svona.“ Verkföll hefjast að óbreyttu hjá starfsfólki BSRB á leikskólum og grunnskólum þann 15. maí næstkomandi. Fara starfsmenn leikskóla í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ í verkfall ef af verður auk starfsfólks í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Kjaramál Stéttarfélög Ölfus Vinnumarkaður Hafnarfjörður Hveragerði Árborg Reykjanesbær Auglýsinga- og markaðsmál Seltjarnarnes Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Auglýsingar BSRB líta út eins og um starfsauglýsingar sveitarfélaganna sé um að ræða. Virðist Kópavogsbær meðal annars óska eftir starfskrafti og býður óþægilega stemningu á vinnustað sem fríðindi. Seltjarnarnesbær býður lægri laun og skýra mismunun í auglýsingu BSRB á meðan Garðabær virðist óska eftir meðvirkum starfskrafti. Herferðin nær til auglýsingaskilta, samfélagsmiðla og útvarps. „Markmiðið með herferðinni er að upplýsa íbúa sveitarfélaganna sem eru að mismuna starfsfólki sínu um stöðuna,“ segir Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB. „Það er mikilvægt að almenningur skynji óréttlætið sem felst í því þegar starfsfólki í sömu störfum, á sömu vinnustöðum, séu ekki greidd sömu laun - og það hjálpi okkur í BSRB að þrýsta á bæjar- og sveitarstjórnir að láta af þessari óbilgirni.“ Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB. BSRB Segist skynja stuðning við baráttuna Aðspurð segist Freyja skynja stuðning meðal almennings við baráttu og verkfallsaðgerðir, meðal annars hjá þeim sem aðgerðirnar bitni á. Aðgerðir BSRB munu ná til tíu sveitarfélaga ef af verður. „Meira að segja fólk sem aðgerðirnar bitna á eins og foreldra leik- og grunnskólabarna er skilningsríkt og vill ekki að fóllkinu sem sinnir börnum þeirra sé mismunað svona.“ Verkföll hefjast að óbreyttu hjá starfsfólki BSRB á leikskólum og grunnskólum þann 15. maí næstkomandi. Fara starfsmenn leikskóla í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ í verkfall ef af verður auk starfsfólks í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar.
Kjaramál Stéttarfélög Ölfus Vinnumarkaður Hafnarfjörður Hveragerði Árborg Reykjanesbær Auglýsinga- og markaðsmál Seltjarnarnes Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira