Chelsea á toppinn þegar tvær umferðir eru eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2023 21:30 Dagný og stöllur áttu ekki mikla möguleika í kvöld. Zac Goodwin/Getty Images Englandsmeistarar Chelsea eru komnar á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum í West Ham United. Einnig vann Arsenal 4-1 sigur á Everton. Chelsea hefur hægt og bítandi verið að ná vopnum sínum og var sigur kvöldsins fimmti sigurleikurinn í deildinni í röð. Þá hefur liðið skorað 17 mörk í síðustu þremur leikjum í deildinni. Ofan á það varð Chelsea bikarmeistari á dögunum eftir 1-0 sigur á Manchester United. Það var ljóst að verkefni Hamranna var erfitt í kvöld en Dagný og stöllur stóðu sig með prýði í fyrri hálfleik. Niamh Charles kom Chelsea yfir eftir 13 mínútur en það reyndist eina mark hálfleiksins. Pernille Harder tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks og eftir það var ljóst hvort liðið myndi taka stigin þrjú heim. Sophie Ingle gulltryggði sigurinn á 62. mínútu og þremur mínútum síðar var Dagný tekin af velli. Welsh wizard. #CFCW pic.twitter.com/0nZ8hjMo7U— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) May 17, 2023 Erin Cuthbert bætti við fjórða marki Chelsea þegar uppbótartíminn var svo gott sem liðinn og Englandsmeistararnir eru komnir á topp deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Tróna þær á toppnum með 52 stig, tveimur meira en Man United. Í fyrri leik kvöldsins vann Arsenal 4-1 útisigur á Everton. Sá leikur var búinn í hálfleik en Arsenal skoraði fjögur mörk á 13 mínútna kafla. Caitlin Foord braut ísinn, Katie McCabe tvöfaldaði forystuna, Foord bætti við öðru marki sinu og þriðja marki Arsenal áður en Carlotte Wubben-Moy bætti við fjórða markinu. We're back in action...Let's keep it going! 0-4 (46) pic.twitter.com/YHJMgfxlF4— Arsenal Women (@ArsenalWFC) May 17, 2023 Þrátt fyrir að Agnes Beever-Jones hafi fengið rautt spjald í liði Everton á 49. mínútu þá virtist Arsenal ekki hafa mikinn áhuga á að niðurlægja heimaliðið. Katja Snoeijs minnkaði muninn fyrir Everton undir lok leiks og þar við sat, lokatölur 1-4. Skytturnar eru í 3. sæti með 47 stig og mæta Chelsea í næstu umferð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Chelsea hefur hægt og bítandi verið að ná vopnum sínum og var sigur kvöldsins fimmti sigurleikurinn í deildinni í röð. Þá hefur liðið skorað 17 mörk í síðustu þremur leikjum í deildinni. Ofan á það varð Chelsea bikarmeistari á dögunum eftir 1-0 sigur á Manchester United. Það var ljóst að verkefni Hamranna var erfitt í kvöld en Dagný og stöllur stóðu sig með prýði í fyrri hálfleik. Niamh Charles kom Chelsea yfir eftir 13 mínútur en það reyndist eina mark hálfleiksins. Pernille Harder tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks og eftir það var ljóst hvort liðið myndi taka stigin þrjú heim. Sophie Ingle gulltryggði sigurinn á 62. mínútu og þremur mínútum síðar var Dagný tekin af velli. Welsh wizard. #CFCW pic.twitter.com/0nZ8hjMo7U— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) May 17, 2023 Erin Cuthbert bætti við fjórða marki Chelsea þegar uppbótartíminn var svo gott sem liðinn og Englandsmeistararnir eru komnir á topp deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Tróna þær á toppnum með 52 stig, tveimur meira en Man United. Í fyrri leik kvöldsins vann Arsenal 4-1 útisigur á Everton. Sá leikur var búinn í hálfleik en Arsenal skoraði fjögur mörk á 13 mínútna kafla. Caitlin Foord braut ísinn, Katie McCabe tvöfaldaði forystuna, Foord bætti við öðru marki sinu og þriðja marki Arsenal áður en Carlotte Wubben-Moy bætti við fjórða markinu. We're back in action...Let's keep it going! 0-4 (46) pic.twitter.com/YHJMgfxlF4— Arsenal Women (@ArsenalWFC) May 17, 2023 Þrátt fyrir að Agnes Beever-Jones hafi fengið rautt spjald í liði Everton á 49. mínútu þá virtist Arsenal ekki hafa mikinn áhuga á að niðurlægja heimaliðið. Katja Snoeijs minnkaði muninn fyrir Everton undir lok leiks og þar við sat, lokatölur 1-4. Skytturnar eru í 3. sæti með 47 stig og mæta Chelsea í næstu umferð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira