„Samfélagið hætti aldrei að moka“ Sindri Sverrisson skrifar 24. maí 2023 13:30 Theodór Sigurbjörnsson átti mjög góðan leik í gær og fagnaði innilega með stuðningsmönnum sínum sem fjölmenntu á Ásvelli þó að ekki væri gott í sjóinn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Theodór Sigurbjörnsson rifjaði upp eldgosið í Heimaey þegar hann reyndi að útskýra fyrir sérfræðingunum í Seinni bylgjunni af hverju lið ÍBV virðist alltaf best þegar allt er undir í lok leikja. Eyjamenn komust í gær í 2-0 í einvígi sínu við Hauka um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta, með 29-26 sigri, og geta orðið meistarar á heimavelli á föstudagskvöld. Gestunum virtist líða afskaplega vel á lokakaflanum í gær þrátt fyrir að leikurinn væri ansi jafn, og þannig hefur það verið í vor. ÍBV hefur nefnilega enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni. „Þessi leikur er bara sextíu mínútur og við erum ekkert að stressa okkur, sama hvernig staðan er. Þessi vél heldur bara alltaf áfram að malla,“ sagði Theodór sem settist niður með meðlimum Seinni bylgjunnar á Ásvöllum í gær. „Árið 1973 gaus í Vestmannaeyjum. Fólk var að moka og moka en aldrei sá högg á vatni. En samfélagið hætti aldrei að moka. Þetta samfélag varð sterkara fyrir vikið og við gefumst aldrei upp. Þetta samfélag er náttúrulega ótrúlegt. Það er eitthvað fárviðri hérna á Suðurlandinu, Herjólfur fer í Þorlákshöfn í skítabrælu, en stúkan er samt kjaftfull. Maður fær bara gæsahúð,“ sagði Theodór en spjallið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Theodór í stuði eftir sigurinn Snýst um að hafa gaman og njóta Theodór skoraði sex mörk úr sex skotum í leiknum í gær en markahæstur var Rúnar Kárason með 11 mörk úr 14 skotum. Theodór tók undir að menn eins og Rúnar og fleiri, sem ekki væru uppaldir í Eyjum, væru orðnir miklir Eyjamenn: „Já, algjörlega. Þú sérð til dæmis Ísak, frábær stemningsmaður. Pavel er náttúrulega eitthvað annað, eins og jóker inni á vellinum. Maður nær stundum ekki sambandi við hann þegar maður er að fá hann út af vellinum, hann er bara úti í horni hoppandi í einhverja hringi. Þetta er bara geggjað lið, vel samstillt og við erum bara flottir.“ Theodór tók jafnframt undir að leikmenn eins og hann, Kári Kristján Kristjánsson og fleiri væru miklir stemningsmenn sem smituðu út frá sér: „Já, algjörlega. Þetta snýst líka bara svolítið um að hafa gaman af þessu og njóta þess að vera í sportinu. Það eru forréttindi að spila þessa leiki og við eigum að taka allan kraftinn úr stúkunni, vera líflegir og njóta og hafa gaman. Það skiptir ekki máli hvernig staðan er,“ sagði Theodór en viðtalið við hann má sjá allt hér að ofan. Næsti leikur ÍBV og Hauka er í Eyjum á föstudagskvöld klukkan 19:15. Vegleg útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Eyjamenn komust í gær í 2-0 í einvígi sínu við Hauka um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta, með 29-26 sigri, og geta orðið meistarar á heimavelli á föstudagskvöld. Gestunum virtist líða afskaplega vel á lokakaflanum í gær þrátt fyrir að leikurinn væri ansi jafn, og þannig hefur það verið í vor. ÍBV hefur nefnilega enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni. „Þessi leikur er bara sextíu mínútur og við erum ekkert að stressa okkur, sama hvernig staðan er. Þessi vél heldur bara alltaf áfram að malla,“ sagði Theodór sem settist niður með meðlimum Seinni bylgjunnar á Ásvöllum í gær. „Árið 1973 gaus í Vestmannaeyjum. Fólk var að moka og moka en aldrei sá högg á vatni. En samfélagið hætti aldrei að moka. Þetta samfélag varð sterkara fyrir vikið og við gefumst aldrei upp. Þetta samfélag er náttúrulega ótrúlegt. Það er eitthvað fárviðri hérna á Suðurlandinu, Herjólfur fer í Þorlákshöfn í skítabrælu, en stúkan er samt kjaftfull. Maður fær bara gæsahúð,“ sagði Theodór en spjallið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Theodór í stuði eftir sigurinn Snýst um að hafa gaman og njóta Theodór skoraði sex mörk úr sex skotum í leiknum í gær en markahæstur var Rúnar Kárason með 11 mörk úr 14 skotum. Theodór tók undir að menn eins og Rúnar og fleiri, sem ekki væru uppaldir í Eyjum, væru orðnir miklir Eyjamenn: „Já, algjörlega. Þú sérð til dæmis Ísak, frábær stemningsmaður. Pavel er náttúrulega eitthvað annað, eins og jóker inni á vellinum. Maður nær stundum ekki sambandi við hann þegar maður er að fá hann út af vellinum, hann er bara úti í horni hoppandi í einhverja hringi. Þetta er bara geggjað lið, vel samstillt og við erum bara flottir.“ Theodór tók jafnframt undir að leikmenn eins og hann, Kári Kristján Kristjánsson og fleiri væru miklir stemningsmenn sem smituðu út frá sér: „Já, algjörlega. Þetta snýst líka bara svolítið um að hafa gaman af þessu og njóta þess að vera í sportinu. Það eru forréttindi að spila þessa leiki og við eigum að taka allan kraftinn úr stúkunni, vera líflegir og njóta og hafa gaman. Það skiptir ekki máli hvernig staðan er,“ sagði Theodór en viðtalið við hann má sjá allt hér að ofan. Næsti leikur ÍBV og Hauka er í Eyjum á föstudagskvöld klukkan 19:15. Vegleg útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira