Forsetahjónin á leið í opinbera heimsókn til fæðingarlands Elizu Atli Ísleifsson skrifar 25. maí 2023 11:37 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Kanada 29. maí og verða til 1. júní. Þau verða þar í boði landstjórans Mary Simon. Um er að ræða fyrstu ríkisheimsókn Íslands til Kanada frá árinu 2000, en meðal annars verður fundað með Justin Trudeau forsætisráðherra. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að markmið heimsóknarinnar sé að styrkja enn frekar hin margþættu tengsl landanna sem hafi fagnað 75 ára afmæli stjórnmálasambands á síðasta ári. „Með forsetahjónum í för verður sendinefnd skipuð Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Pétri Þ. Óskarssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu, Jóni Sigfússyni, stjórnarformanni Planet Youth og Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, auk Hlyns Guðjónssonar sendiherra Íslands í Kanada. Þá fylgir forseta fjöldi fulltrúa úr viðskiptalífinu* sem hyggjast efla samstarf við Kanada, m.a. á sviði nýsköpunar í sjávarútvegi, heilsutækni og við nýtingu grænnar orku. Heimsóknin hefst að morgni mánudagsins 29. maí með formlegri móttökuathöfn í höfuðborginni Ottawa sem er fæðingarstaður Elizu Reid forsetafrúar. Þar verður fundað með Mary Simon landstjóra og Justin Trudeau forsætisráðherra. Jafnframt verður þar efnt til tveggja funda um sameiginleg hagsmunamál Íslands og Kanada. Á þeim fyrri verður fjallað um varðveislu tungumáls í fámennum málsamfélögum og kynntar aðferðir í notkun máltæknilausna á íslensku. Á síðari fundinum verður sjónum beint að lýðheilsu ungmenna og munu fulltrúar frá Planet Youth á Íslandi ræða við kanadísk heilbrigðismálayfirvöld (Public Health Agency of Canada) um íslenska forvarnarmódelið sem innleitt hefur verið víða um lönd, þar á meðal í Kanada, undir merkjum Planet Youth. Í Ottawa er einnig boðið til bókmenntaviðburðarins „Sögur úr norðri“þar sem rithöfundarnir Eliza Reid forsetafrú og Whit Fraser, eiginmaður landstjóra Kanada, ræða við kanadíska rithöfunda um bókmenntaarf þjóðanna. Frá Ottawa halda forsetahjónin ásamt sendinefndum til Halifax í Nova Scotia og til St. John’s á Nýfundnalandi og Labrador. Þau munu eiga fundi með fylkisstjórum og ráðherrum auk þess sem efnt verður til fjölda viðburða í því skyni að efla menningar- og viðskiptatengsl Íslands og Kanada. Heimsókninni lýkur í Toronto þar sem forsetahjón eiga fund með fylkisstjóra Ontario. Þá býður Íslandsstofa til íslensks markaðsdags þar sem leiddir eru saman kanadískir fjárfestar og fulltrúar íslensks viðskiptalífs, og mun forseti ávarpa gestina. Ríkisheimsókn forseta Íslands og forsetafrúar til Kanada lýkur að kvöldi fimmtudagsins 1. júní,“ segir um heimsóknina. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kanada Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að markmið heimsóknarinnar sé að styrkja enn frekar hin margþættu tengsl landanna sem hafi fagnað 75 ára afmæli stjórnmálasambands á síðasta ári. „Með forsetahjónum í för verður sendinefnd skipuð Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Pétri Þ. Óskarssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu, Jóni Sigfússyni, stjórnarformanni Planet Youth og Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, auk Hlyns Guðjónssonar sendiherra Íslands í Kanada. Þá fylgir forseta fjöldi fulltrúa úr viðskiptalífinu* sem hyggjast efla samstarf við Kanada, m.a. á sviði nýsköpunar í sjávarútvegi, heilsutækni og við nýtingu grænnar orku. Heimsóknin hefst að morgni mánudagsins 29. maí með formlegri móttökuathöfn í höfuðborginni Ottawa sem er fæðingarstaður Elizu Reid forsetafrúar. Þar verður fundað með Mary Simon landstjóra og Justin Trudeau forsætisráðherra. Jafnframt verður þar efnt til tveggja funda um sameiginleg hagsmunamál Íslands og Kanada. Á þeim fyrri verður fjallað um varðveislu tungumáls í fámennum málsamfélögum og kynntar aðferðir í notkun máltæknilausna á íslensku. Á síðari fundinum verður sjónum beint að lýðheilsu ungmenna og munu fulltrúar frá Planet Youth á Íslandi ræða við kanadísk heilbrigðismálayfirvöld (Public Health Agency of Canada) um íslenska forvarnarmódelið sem innleitt hefur verið víða um lönd, þar á meðal í Kanada, undir merkjum Planet Youth. Í Ottawa er einnig boðið til bókmenntaviðburðarins „Sögur úr norðri“þar sem rithöfundarnir Eliza Reid forsetafrú og Whit Fraser, eiginmaður landstjóra Kanada, ræða við kanadíska rithöfunda um bókmenntaarf þjóðanna. Frá Ottawa halda forsetahjónin ásamt sendinefndum til Halifax í Nova Scotia og til St. John’s á Nýfundnalandi og Labrador. Þau munu eiga fundi með fylkisstjórum og ráðherrum auk þess sem efnt verður til fjölda viðburða í því skyni að efla menningar- og viðskiptatengsl Íslands og Kanada. Heimsókninni lýkur í Toronto þar sem forsetahjón eiga fund með fylkisstjóra Ontario. Þá býður Íslandsstofa til íslensks markaðsdags þar sem leiddir eru saman kanadískir fjárfestar og fulltrúar íslensks viðskiptalífs, og mun forseti ávarpa gestina. Ríkisheimsókn forseta Íslands og forsetafrúar til Kanada lýkur að kvöldi fimmtudagsins 1. júní,“ segir um heimsóknina.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kanada Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira