Ákærður fyrir að klæðast United treyju með tilvísun í Hillsborough harmleikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 5. júní 2023 07:00 Stuðningsmenn Manchester United fjölmenntu á Wembley á laugardag þar sem liðið beið lægri hlut gegn Manchester City í úrslitaleik FA-bikarsins. Vísir/Getty Karlmaður á Englandi hefur verið ákærður eftir að hann sást á mynd á úrslitaleik FA-bikarsins íklæddur Manchester United treyju með móðgandi texta sem vísaði í Hillsborough harmleikinn. James White, 33 ára karlmaður frá Warwickshire, var birt ákæra í gær en myndin af honum í treyjunni var tekin á bikarúrslitaleik Manchester United og Manchester City á laugardag. White var látinn laus gegn tryggingu en þarf að mæta fyrir dómara þann 19. júní næstkomandi. Á bakhlið treyjunnar var númerið 97 og textinn „not enough“ en 97 er sá fjöldi stuðningsmanna Liverpool sem létust á leik Liverpool og Nottingham Forest á Hillsborough-vellinum árið 1986. Óháð rannsóknarnefnd úrskurðaði árið 2016 að stuðningsmennirnir hefðu látist vegna fjölda mistaka lögreglu við umsjón leiksins. „Knattspyrnusambandið fordæmir harðlega athæfi þess einstaklings sem klæddist treyju með tilvísun í Hillsborough harmleikinn í aðdraganda úrslitaleiks FA-bikarsins á Wembley,“ segir í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins. A short story. pic.twitter.com/v8qCZibNyX— Football Tweet (@Football__Tweet) June 3, 2023 „Við fögnum snöggum viðbrögðum lögreglunnar. Sambandið mun ekki líða nokkurs konar hatur sem tengist Hillsborough eða öðrum knattspyrnutengdum harmleikjum á Wembley og mun halda áfram að vinna með yfirvöldum til að tryggja að gripið sé til harða aðgerða.“ Lögreglan sagði í yfirlýsingu í gær að tuttugu og tveir til viðbótar hefðu verið handteknir í sérstakri aðgerð sem beindist að líkamsárásum, átökum, vörslu fíkniefna og drykkjulátum. Þá bætti lögreglan við að fyrirspurnir hefðu borist vegna atviks skömmu eftir mark Manchester United í leiknum í gær þar sem hlut var kastað inn á völlinn. Engar handtökur hafa verið framkvæmdar en hluturinn virtist hæfa Victor Lindelöf, leikmann United. Enski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
James White, 33 ára karlmaður frá Warwickshire, var birt ákæra í gær en myndin af honum í treyjunni var tekin á bikarúrslitaleik Manchester United og Manchester City á laugardag. White var látinn laus gegn tryggingu en þarf að mæta fyrir dómara þann 19. júní næstkomandi. Á bakhlið treyjunnar var númerið 97 og textinn „not enough“ en 97 er sá fjöldi stuðningsmanna Liverpool sem létust á leik Liverpool og Nottingham Forest á Hillsborough-vellinum árið 1986. Óháð rannsóknarnefnd úrskurðaði árið 2016 að stuðningsmennirnir hefðu látist vegna fjölda mistaka lögreglu við umsjón leiksins. „Knattspyrnusambandið fordæmir harðlega athæfi þess einstaklings sem klæddist treyju með tilvísun í Hillsborough harmleikinn í aðdraganda úrslitaleiks FA-bikarsins á Wembley,“ segir í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins. A short story. pic.twitter.com/v8qCZibNyX— Football Tweet (@Football__Tweet) June 3, 2023 „Við fögnum snöggum viðbrögðum lögreglunnar. Sambandið mun ekki líða nokkurs konar hatur sem tengist Hillsborough eða öðrum knattspyrnutengdum harmleikjum á Wembley og mun halda áfram að vinna með yfirvöldum til að tryggja að gripið sé til harða aðgerða.“ Lögreglan sagði í yfirlýsingu í gær að tuttugu og tveir til viðbótar hefðu verið handteknir í sérstakri aðgerð sem beindist að líkamsárásum, átökum, vörslu fíkniefna og drykkjulátum. Þá bætti lögreglan við að fyrirspurnir hefðu borist vegna atviks skömmu eftir mark Manchester United í leiknum í gær þar sem hlut var kastað inn á völlinn. Engar handtökur hafa verið framkvæmdar en hluturinn virtist hæfa Victor Lindelöf, leikmann United.
Enski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira