Fimmtíu þúsund löxum slátrað í fyrstu uppskeru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2023 22:01 Laxeldisstöð Landeldis hf. rís skammt vestan við byggðina í Þorlákshöfn. landeldi Fyrstu slátrun á laxi í landeldisstöð Landeldis hf. er lokið með slátrun tæplega fimmtíu þúsund laxa. Landeldi starfrækir seiðaeldisstöðvið Hveragerði og áframeldisstöð við Þorlákshöfn. Félagið hefur öðlast leyfi til að ala árlega um átta þúsund tonn af laxi en hefur framleiðslumarkmið um 43 þúsund tonn á ári. Fjallað var um framkvæmdir Landeldis í Þorlákshöfn í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári. Kom þar fram að um væri að ræða stærstu framkvæmdir á Íslandi frá Kárahnjúkavirkjun: Í tilkynningu segir að stærstu laxarnir hafi verið um fimm kíló að þyngd en meðalþyngd hafi verið tæplega þrjú kíló. „Slátrun, vinnsla, pökkun og sala gekk skv. áætlun og voru um 110 tonn af slægðum laxi seld og send til viðskiptavina beggja vegna Atlantshafsins í síðustu viku.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Landeldis hf., segir um stóra stund og mikilvægan áfanga að ræða. „Sú staðreynd að laxinn hefur dafnað afar vel síðast liðið ár í landeldisstöð okkar við Þorlákshöfn og að viðskiptavinir okkar gefa afurðinni hæstu einkunn sökum bragðgæða, sýnir okkur svart á hvítu að sú tækni sem við beitum í landeldisstöð okkar, er að sanna sig,“ er haft eftir Eggerti. „Landeldi á laxi er í eðli sínu nýsköpunarverkefni og við eigum enn langt í land í lærdómskúrfunni en þessi afar vel heppnaða fyrsta uppskera og jákvæð viðbrögð viðskiptavina staðfesta að við erum á réttri leið. Við höldum ótrauð áfram uppbyggingu umhverfisvæns og sjálfbærs laxeldis á landi.“ Fiskeldi Landeldi Landbúnaður Matvælaframleiðsla Ölfus Tengdar fréttir 800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda 11. mars 2023 13:04 Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Landeldi starfrækir seiðaeldisstöðvið Hveragerði og áframeldisstöð við Þorlákshöfn. Félagið hefur öðlast leyfi til að ala árlega um átta þúsund tonn af laxi en hefur framleiðslumarkmið um 43 þúsund tonn á ári. Fjallað var um framkvæmdir Landeldis í Þorlákshöfn í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári. Kom þar fram að um væri að ræða stærstu framkvæmdir á Íslandi frá Kárahnjúkavirkjun: Í tilkynningu segir að stærstu laxarnir hafi verið um fimm kíló að þyngd en meðalþyngd hafi verið tæplega þrjú kíló. „Slátrun, vinnsla, pökkun og sala gekk skv. áætlun og voru um 110 tonn af slægðum laxi seld og send til viðskiptavina beggja vegna Atlantshafsins í síðustu viku.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Landeldis hf., segir um stóra stund og mikilvægan áfanga að ræða. „Sú staðreynd að laxinn hefur dafnað afar vel síðast liðið ár í landeldisstöð okkar við Þorlákshöfn og að viðskiptavinir okkar gefa afurðinni hæstu einkunn sökum bragðgæða, sýnir okkur svart á hvítu að sú tækni sem við beitum í landeldisstöð okkar, er að sanna sig,“ er haft eftir Eggerti. „Landeldi á laxi er í eðli sínu nýsköpunarverkefni og við eigum enn langt í land í lærdómskúrfunni en þessi afar vel heppnaða fyrsta uppskera og jákvæð viðbrögð viðskiptavina staðfesta að við erum á réttri leið. Við höldum ótrauð áfram uppbyggingu umhverfisvæns og sjálfbærs laxeldis á landi.“
Fiskeldi Landeldi Landbúnaður Matvælaframleiðsla Ölfus Tengdar fréttir 800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda 11. mars 2023 13:04 Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda 11. mars 2023 13:04
Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11
Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41