Ástralir stöðva byggingu á nýju sendiráði Rússa Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2023 07:58 Rússar skuldbundu sig árið 2008 til að ljúka framkvæmdum á nýju sendiráði í Canberra á þremur árum. Þeim er enn ekki lokið. AP Ástralska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp sem felur í sér að framkvæmdir á nýju sendiráði Rússa í grennd við þinghúsið í áströlsku höfuðborginni Canberra séu stöðvaðar. Er þar vísað til öryggissjónarmiða. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir að löggjöfin feli sér sviptingu á rétti rússneskra stjórnvalda til leigu á umræddri lóð. Báðar deildir ástralska þingsins samþykktu löggjöfina innan við tveimur tímum eftir að málið var lagt fram . Ríkisstjórn landsins ákvað að leggja málið fram eftir að rússnesk yfirvöld höfðu haft betur í máli fyrir í alríkisdómstól í síðasta mánuði sem kom í veg fyrir útburði Rússa af lóðinni þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu ár. Borgaryfirvöld í Canberra höfðu áður sagt upp leigusamningi vegna tafa á framkvæmdum frá því að lóðarleigusamningurinn var gerður árið 2008. Samkvæmt þeim samningi höfðu rússnesk stjórnvöld skuldbundið sig til að ljúka framkvæmdum á þremur árum, en framkvæmdum er einungis að hluta lokið og enn langt í land. Albanese segir að ástralskar öryggisstofnanir hafi ráðlagt stjórnvöldum að það þjóni þjóðaröryggi að vera ekki með rússneska viðveru svo nálægt þinghúsinu. Sendiráðið sem hefur verið í byggingu er við hlið ástralska þinghússins, en núverandi sendiráð Rússlands er að finna í hverfinu Griffith, mun fjær þinghúsinu. Albanese leggur áherslu á að sendiráð Ástralíu í Moskvu verði áfram starfrækt líkt og núverandi sendiráð Rússlands í Canberra. „En við reiknum ekki með að Rússland sé í stöðu til ræða alþjóðalög, litið til ítrekaðra og óskammfeilinna brota þeirra á þeim í tengslum við innrásina í Úkraínu,“ segir Albanese. Ástralía Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir að löggjöfin feli sér sviptingu á rétti rússneskra stjórnvalda til leigu á umræddri lóð. Báðar deildir ástralska þingsins samþykktu löggjöfina innan við tveimur tímum eftir að málið var lagt fram . Ríkisstjórn landsins ákvað að leggja málið fram eftir að rússnesk yfirvöld höfðu haft betur í máli fyrir í alríkisdómstól í síðasta mánuði sem kom í veg fyrir útburði Rússa af lóðinni þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu ár. Borgaryfirvöld í Canberra höfðu áður sagt upp leigusamningi vegna tafa á framkvæmdum frá því að lóðarleigusamningurinn var gerður árið 2008. Samkvæmt þeim samningi höfðu rússnesk stjórnvöld skuldbundið sig til að ljúka framkvæmdum á þremur árum, en framkvæmdum er einungis að hluta lokið og enn langt í land. Albanese segir að ástralskar öryggisstofnanir hafi ráðlagt stjórnvöldum að það þjóni þjóðaröryggi að vera ekki með rússneska viðveru svo nálægt þinghúsinu. Sendiráðið sem hefur verið í byggingu er við hlið ástralska þinghússins, en núverandi sendiráð Rússlands er að finna í hverfinu Griffith, mun fjær þinghúsinu. Albanese leggur áherslu á að sendiráð Ástralíu í Moskvu verði áfram starfrækt líkt og núverandi sendiráð Rússlands í Canberra. „En við reiknum ekki með að Rússland sé í stöðu til ræða alþjóðalög, litið til ítrekaðra og óskammfeilinna brota þeirra á þeim í tengslum við innrásina í Úkraínu,“ segir Albanese.
Ástralía Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira