Leitar til umba vegna fjársveltis Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Árni Sæberg skrifar 22. júní 2023 12:01 Markús Ingólfur Eiríksson er forstjóri HSS. Stöð 2/Egill Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, hefur ákveðið að óska eftir áliti Umboðsmanns Alþingis á ágreiningsmálum milli hans og heilbrigðisráðherra, enda hafi verulega skort á efnislegum svörum af hálfu ráðuneytisins við erindum hans og niðurstöðum skýrslna, sem unnar hafa verið fyrir stofnunina. „Allt frá því að ég tók við sem forstjóri HSS, hef ég beitt mér fyrir því að bæta þjónustu við íbúa Suðurnesja og það hefur m.a. falist í því að berjast gegn því ranglæti sem íbúarnir hafa þurft að þola af hálfu stjórnvalda, sérstaklega hvað varðar það að fjárveitingar til heilbrigðisþjónustu á svæðinu hafa ekki tekið mið af fjölgun íbúa og þróunar rekstrarkostnaðar. Á HSS hafa stjórnendur verið í uppbyggingarstarfi sem hefur leitt til þess að traust til stofnunarinnar hefur aukist,“ svo hefst yfirlýsing frá Markúsi Ingólfi Eiríkssyni, forstjóra HSS. Hann segir að á síðasta ári hafi verið ljóst að í óefni stefndi ef fjárveitingarnar yrðu ekki lagfærðar. Því hafi stofnunin fengið ráðgjafafyrirtækið Deloitte til að greina hvernig fjárframlög á hvern íbúa Suðurnesja hefðu þróast milli áranna 2008-22 með tilliti til þróun rekstrarkostnaðar. Þá hafi niðurstaðan verið samdráttur um 22 prósent á hvern íbúa fyrir stofnunina í heild, þar af 45 prósent á sjúkrasviði. „Í ljósi þess að fólksfjölgun er einna mest á landinu á okkar þjónustusvæði vöruðum við heilbrigðisráðherra við því að ef ekki yrði brugðist við þessum vexti þá væri samfélaginu á Suðurnesjum stofnað í hættu,“ segir hann. Staðan hríðversnar Markús segir að þrátt fyrir varnarorð hafi Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og ráðuneyti hans ekki brugðist við með fullnægjandi hætti. Því hafi hann fengið Deloitte til þess að uppfæra gögnin. Uppfærð skýrsla Deloitte staðfesti að fjárframlög á hvern íbúa hafi dregist enn meira saman eða um 27 prósent fyrir stofnunina í heild og þar af 50 prósent á sjúkrasviði. „Staðan hefur því hríðversnað milli ára, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af minni hálfu til að fá heilbrigðisráðuneytið og ráðherra til að leiðrétta það stóra gat sem aðgerðarleysi stjórnvalda um árabil hefur leitt af sér, gat sem núverandi ráðherra ber ekki einn ábyrgð á að myndaðist.“ Fær 300 milljónir til Markús segist hafa sýnt staðfestu gagnvart ráðherra og ráðuneytinu, sem hafi fram til þessa aðeins skilað aukafjárveitingum, sem ekki hafi dugað til, enda sé grunnvandi stofnunarinnar enn óleystur. „Eftir birtingu uppfærðu skýrslu Deloitte í síðustu viku, fékk ég formlegt bréf frá ráðuneytinu um að miðað við umfang starfsemi slysa- og bráðamóttöku HSS væri sú deild vanfjármögnuð og ráðuneytið hygðist beita sér fyrir að fjárveitingar til hennar yrðu hækkaðar um 300 milljónir króna í fjárlögum næsta árs. Með þeirri ákvörðun ráðuneytisins felst ákveðin viðurkenning á að minn málflutningur sé samkvæmur sannleikanum. Hún dugar þó ekki til að leysa vandann nema að hluta.“ Vill að umbi skoði málið „Verulegur ágreiningur hefur verið milli mín og núverandi heilbrigðisráðherra varðandi skyldur stjórnvalda um fjármögnun á stjórnarskrárvarinni þjónustu við íbúa Suðurnesja. Ég hef því tekið ákvörðun um að óska eftir áliti Umboðsmanns Alþingis á þeim ágreiningsmálum enda hefur verulega skort á efnislegum svörum af hálfu ráðuneytisins við erindum mínum og niðurstöðum skýrslna Deloitte,“ segir Markús. Þá hafi hann einnig ákveðið að óska eftir að Umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til framgöngu ráðherra, með þátttöku ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins, gagnvart honum þegar hann sinnti starfsskyldum sínum ,sem felist í að upplýsa um óþægilegar staðreyndir eða gagnrýna stjórnvöld. „Sú framganga er að mínu mati hvorki í samræmi við góða stjórnsýslu né siðareglur ráðherra þar sem ég hef verið beittur óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu.“ Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
„Allt frá því að ég tók við sem forstjóri HSS, hef ég beitt mér fyrir því að bæta þjónustu við íbúa Suðurnesja og það hefur m.a. falist í því að berjast gegn því ranglæti sem íbúarnir hafa þurft að þola af hálfu stjórnvalda, sérstaklega hvað varðar það að fjárveitingar til heilbrigðisþjónustu á svæðinu hafa ekki tekið mið af fjölgun íbúa og þróunar rekstrarkostnaðar. Á HSS hafa stjórnendur verið í uppbyggingarstarfi sem hefur leitt til þess að traust til stofnunarinnar hefur aukist,“ svo hefst yfirlýsing frá Markúsi Ingólfi Eiríkssyni, forstjóra HSS. Hann segir að á síðasta ári hafi verið ljóst að í óefni stefndi ef fjárveitingarnar yrðu ekki lagfærðar. Því hafi stofnunin fengið ráðgjafafyrirtækið Deloitte til að greina hvernig fjárframlög á hvern íbúa Suðurnesja hefðu þróast milli áranna 2008-22 með tilliti til þróun rekstrarkostnaðar. Þá hafi niðurstaðan verið samdráttur um 22 prósent á hvern íbúa fyrir stofnunina í heild, þar af 45 prósent á sjúkrasviði. „Í ljósi þess að fólksfjölgun er einna mest á landinu á okkar þjónustusvæði vöruðum við heilbrigðisráðherra við því að ef ekki yrði brugðist við þessum vexti þá væri samfélaginu á Suðurnesjum stofnað í hættu,“ segir hann. Staðan hríðversnar Markús segir að þrátt fyrir varnarorð hafi Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og ráðuneyti hans ekki brugðist við með fullnægjandi hætti. Því hafi hann fengið Deloitte til þess að uppfæra gögnin. Uppfærð skýrsla Deloitte staðfesti að fjárframlög á hvern íbúa hafi dregist enn meira saman eða um 27 prósent fyrir stofnunina í heild og þar af 50 prósent á sjúkrasviði. „Staðan hefur því hríðversnað milli ára, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af minni hálfu til að fá heilbrigðisráðuneytið og ráðherra til að leiðrétta það stóra gat sem aðgerðarleysi stjórnvalda um árabil hefur leitt af sér, gat sem núverandi ráðherra ber ekki einn ábyrgð á að myndaðist.“ Fær 300 milljónir til Markús segist hafa sýnt staðfestu gagnvart ráðherra og ráðuneytinu, sem hafi fram til þessa aðeins skilað aukafjárveitingum, sem ekki hafi dugað til, enda sé grunnvandi stofnunarinnar enn óleystur. „Eftir birtingu uppfærðu skýrslu Deloitte í síðustu viku, fékk ég formlegt bréf frá ráðuneytinu um að miðað við umfang starfsemi slysa- og bráðamóttöku HSS væri sú deild vanfjármögnuð og ráðuneytið hygðist beita sér fyrir að fjárveitingar til hennar yrðu hækkaðar um 300 milljónir króna í fjárlögum næsta árs. Með þeirri ákvörðun ráðuneytisins felst ákveðin viðurkenning á að minn málflutningur sé samkvæmur sannleikanum. Hún dugar þó ekki til að leysa vandann nema að hluta.“ Vill að umbi skoði málið „Verulegur ágreiningur hefur verið milli mín og núverandi heilbrigðisráðherra varðandi skyldur stjórnvalda um fjármögnun á stjórnarskrárvarinni þjónustu við íbúa Suðurnesja. Ég hef því tekið ákvörðun um að óska eftir áliti Umboðsmanns Alþingis á þeim ágreiningsmálum enda hefur verulega skort á efnislegum svörum af hálfu ráðuneytisins við erindum mínum og niðurstöðum skýrslna Deloitte,“ segir Markús. Þá hafi hann einnig ákveðið að óska eftir að Umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til framgöngu ráðherra, með þátttöku ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins, gagnvart honum þegar hann sinnti starfsskyldum sínum ,sem felist í að upplýsa um óþægilegar staðreyndir eða gagnrýna stjórnvöld. „Sú framganga er að mínu mati hvorki í samræmi við góða stjórnsýslu né siðareglur ráðherra þar sem ég hef verið beittur óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu.“
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira