Kindum beitt á örfoka land í Krýsuvík Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júní 2023 06:46 Þó að land í Krýsuvík sé illa farið fá bændur frá Grindavík enn þá að beita á því. Atli Jósefsson, Vilhelm Gunnarsson Kindum er beitt á örfoka land í Krýsuvík og ekki er hægt að aðhafast neitt vegna þess að reglugerð situr föst í matvælaráðuneytinu. Landgræðslan segir mikið hafa verið gert á Reykjanesi en sums staðar sé ástandið slæmt. Á Krýsuvíkursvæðinu, í landi Hafnarfjarðarbæjar, má víða sjá stór rofabörð. Þau myndast við uppblástur þegar jarðvegurinn í kring er horfinn. Þarna beita bændur frá Grindavíkurbæ fé sínu í hólfi, margir hverjir tómstundabændur. Gústav Magnús Ásbjörnsson, sviðsstjóri verndar og endurheimtar hjá Landgræðslunni, segir að beitarhólfunum á Reykjanesskaga hafi verið komið á fyrir um tuttugu árum síðan. „Með því að setja upp hólfin var Reykjanesskaginn í raun friðaður fyrir sauðfjárbeit. Á sama tíma stóðu sveitarfélögin fyrir landgræðslu innan hólfanna sem eru svo sannarlega ekki í góðu standi og voru það ekki fyrir,“ segir Gústav. Gústav segir mikið hanga á því að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu verði sett. Hún sé í vinnslu í ráðuneytinu.Landgræðslan Var þetta talinn betri kostur en að hafa lausafjárgöngu á öllum Reykjanesskaganum. Einnig var þetta talinn betri kostur en að girða með fram vegunum. „Grindvíkingar hafa verið mjög duglegir í landgræðslu en sannarlega er enn þá landsvæði sem er ekki í góðu ásigkomulagi og á eftir að vinna á,“ segir Gústav. Lög en engin reglugerð Landgræðslulög voru sett árið 2018 en eftir á að setja reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Reglugerðin kom inn í samráðsgátt stjórnvalda árið 2021 en hefur síðan setið föst í matvælaráðuneytinu. Í reglugerðinni eiga að vera verklagsreglur um hvað skuli gera í þeim tilvikum þegar landnýting er ekki sjálfbær. Stór rofabörð myndast í landslaginu þegar jarðvegurinn í kring hverfur.Atli Jósefsson „Þá á að gera áætlun til úrbóta og friða ef það er það sem þarf til að bæta ástandið,“ segir Gústav. Segist hann hafa heyrt að stefnan sé að setja reglugerðina með haustinu. Ísland eins og það er Þó að í Krýsuvík finnst eitt verst farna landið innan beitarhólfanna finnast önnur illa farin svæði þar líka. Þetta á líka við um aðra staði á landinu, að kindum sé beitt á illa farið land. „Ísland er eins og það er. Það er víða illa gróið,“ segir Gústav. Sums staðar eru til landbótaáætlanir fyrir afrétti þar sem sagt er hvernig eigi að takmarka og stýra beit. En heilt yfir hangir mikið á því að reglugerðin verði birt. Skógrækt og landgræðsla Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Á Krýsuvíkursvæðinu, í landi Hafnarfjarðarbæjar, má víða sjá stór rofabörð. Þau myndast við uppblástur þegar jarðvegurinn í kring er horfinn. Þarna beita bændur frá Grindavíkurbæ fé sínu í hólfi, margir hverjir tómstundabændur. Gústav Magnús Ásbjörnsson, sviðsstjóri verndar og endurheimtar hjá Landgræðslunni, segir að beitarhólfunum á Reykjanesskaga hafi verið komið á fyrir um tuttugu árum síðan. „Með því að setja upp hólfin var Reykjanesskaginn í raun friðaður fyrir sauðfjárbeit. Á sama tíma stóðu sveitarfélögin fyrir landgræðslu innan hólfanna sem eru svo sannarlega ekki í góðu standi og voru það ekki fyrir,“ segir Gústav. Gústav segir mikið hanga á því að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu verði sett. Hún sé í vinnslu í ráðuneytinu.Landgræðslan Var þetta talinn betri kostur en að hafa lausafjárgöngu á öllum Reykjanesskaganum. Einnig var þetta talinn betri kostur en að girða með fram vegunum. „Grindvíkingar hafa verið mjög duglegir í landgræðslu en sannarlega er enn þá landsvæði sem er ekki í góðu ásigkomulagi og á eftir að vinna á,“ segir Gústav. Lög en engin reglugerð Landgræðslulög voru sett árið 2018 en eftir á að setja reglugerð um sjálfbæra landnýtingu. Reglugerðin kom inn í samráðsgátt stjórnvalda árið 2021 en hefur síðan setið föst í matvælaráðuneytinu. Í reglugerðinni eiga að vera verklagsreglur um hvað skuli gera í þeim tilvikum þegar landnýting er ekki sjálfbær. Stór rofabörð myndast í landslaginu þegar jarðvegurinn í kring hverfur.Atli Jósefsson „Þá á að gera áætlun til úrbóta og friða ef það er það sem þarf til að bæta ástandið,“ segir Gústav. Segist hann hafa heyrt að stefnan sé að setja reglugerðina með haustinu. Ísland eins og það er Þó að í Krýsuvík finnst eitt verst farna landið innan beitarhólfanna finnast önnur illa farin svæði þar líka. Þetta á líka við um aðra staði á landinu, að kindum sé beitt á illa farið land. „Ísland er eins og það er. Það er víða illa gróið,“ segir Gústav. Sums staðar eru til landbótaáætlanir fyrir afrétti þar sem sagt er hvernig eigi að takmarka og stýra beit. En heilt yfir hangir mikið á því að reglugerðin verði birt.
Skógrækt og landgræðsla Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira